• Orðrómur

Mikil fækkun dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bretlandi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dauðsföll af völdum Covid-19 í Bretlandi síðasta sólarhringinn voru fimmtíu og fimm sem eru færri dauðsföll en hafa verið skráð á einum sólarhring síðan útgöngubann hófst, þann 23. mars. Í Skotlandi og á Norður-Írlandi hafa engin dauðsföll af völdum Covid-19 verið skráð síðustu tvo sólarhringana. Sömu sögu er að segja af sjúkrahúsum í London, þar sem sjúkdómurinn hefur verið útbreiddastur, þar hefur ekkert dauðsfall verið skráð síðustu tvo sólarhringana.

Fækkun á staðfestum smitum er sömuleiðis staðreynd, á síðasta sólarhring voru skráð 1.205 ný smit, sem er lægri tala en sést hefur síðan í mars.

Í Bretlandi hafa nú verið skráð rúmlega 40.000 dauðsföll af völdum Covid-19, og landið því orðið það land í Evrópu sem misst hefur flesta úr sjúkdómnum.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Þórdís fær illa á baukinn fyrir COVID-djammið

COVID-djamm Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands, hefur vakið hörð viðbrögð víða á samfélagsmiðlum....

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -