Föstudagur 29. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Mín mesta sorg var þegar faðir minn lést“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mín mesta sorg var þegar faðir minn lést. Ég var svo ungur og það bar svo brátt að,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi um mestu sorgarstund ævinnar.

Guðmundur Franklín athafnamaður segir spillingu ríkja á Íslandi og boðar breytingar verði hann forseti. Í viðtali við Mannlíf segir hann frá pöddusöfnun í æsku, skemmtilegum samskiptum við Björgólf Thor og erfiðu gjaldþroti. Hann viðurkennir að honum hætti til að taka „örlítið sterkt til orða“.

„Ég myndi ekki óska versta óvini mínum þess að upplifa slíkar hörmungar“

Fyrir utan að missa föður sinn ungur að árum missti Guðmundur góða vini í árásinni hrikalegu á tvíburaturnana í New York í september 2001. Hann á erfitt með að lýsa því með orðum hvernig það var að hafa verið staddur nærri turnunum þegar ósköpin dundu yfir. „Það síðasta sem þú heyrir áður en drunurnar í hrynjandi byggingunni bergmála á milli þröngra gatnanna eru öskrin í fólkinu sem reynir í örvæntinu að komast í burtu. Að horfa á háhýsi hrynja fyrir framan augun á þér þar sem fjöldi fólks lætur lífið og góðir félagar þínir þarna inni er í einu orði sagt skelfilegt. Ég myndi ekki óska versta óvini mínum þess að upplifa slíkar hörmungar,“ segir Guðmundur sem greinilega á erfitt með að rifja atburðina upp.

Lífið er bæði gleði og sorg, að mati forsetaframbjóðandans. Spurður hver sé sú stund sem hafi veitt honum mesta gleði er hann ekki lengi að hugsa sig um. „Ég get í raun ekki nefnt eina því ég verð að fá að nefna þrjár. Það er þegar börnin mín fæddust. Fyrst var það hann Árni minn. Svo Verónika og að lokum Vigdís,“ segir Guðmundur.

Lestu viðtal við verðbréfasalann sem vill verða forseti í Mannlífi sem kom út í dag.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -