Mynd dagsins: „Við erum öll almannavarnir……“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Við erum öll í þessu saman,“ segir í Facebook færslu Baldvins Ingimarssonar ásamt meðfylgjandi samsetningu mynda. Kaldhæðnin ætti ekki að fara framhjá nokkrum manni enda eru allar hópamyndanir bannaðar. Aðrar reglur virðast þó gilda um gossvæðið þótt merkilegt megi virðast.

Myndinni hefur verið deilt meðal hundruða og er fólk er sammála Baldvini og finnst þetta nokkuð furðuleg staða sem komin er upp.

Viðbrögðin eru öll á sama hátt. Miralem segir þetta vera geðveiki og Hulda segir þetta frekar mikið rugl. Söndru Björk langar til að labba upp að gosi: „Ég hef það ekki í mér að taka þátt í þessu rugli þrátt fyrir að ég sé búin að fá þessa veiru. En fólki virðist finnast þetta bara í lagi.“

Jón Hrafn segir þetta athyglisverðan punkt og Sólrún veltir fyrir sér grímuleysi: „ Já einmitt og enginn með grímu og hver stendur við hliðina á hverjum og hvaðan eru allir að koma?  Er eldgosið að fara eitthvað á næstunni ?? Kristján veltir fyrir sér smitum: „ 1 smitar 3 og 3 smita 9 og svo heldur þetta bara áfram. Ágústa Dröfn bendir á tvöfeldni: „Meira ruglið, hvað er að, ég spyr, ekki tekið alvarlega nema þegar hentar?“

Lárus Ingi kemur með athyglisverða hugmynd:  „Senda þessa mynd á Þórólf og Ölmu. Hún er ansi góð.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -