Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Neytandi vikunnar – Keyrir suður og verslar inn fyrir heimilið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytandi vikunnar er Ragnheiður Ingimundardóttir. Hún er 65 ára og er verslunarstjóri í Vínbúðinni. Ragnheiður þarf að auki að þiggja atvinnuleysisbætur, því hún er einungis í 45 prósent stöðugildi í vínbúðinni.vínbúðinni á Hólmavík. Eiginmaður Ragnheiðar er öryrki en í sumar nær hann 67 ára og verður því ellilífeyrisþegi.

Hve miklu eyðir fjölskyldan í mat og aðrar rekstrarvörur heimilisins á mánuði og hvar verslar hún helst ?

„Með bensíni þá gæti það verið um það bil 150.000 þúsund krónur. Ég versla aðallega í Krónunni þar sem verðlag þar er miklu lægra en í Krambúðinni sem er eina verslunin á Hólmavík. Ég neyðist þó til þess að kaupa mjólk þar, þótt  hún sé 50 krónum dýrari en í Bónus og Krónunni.“

Hvað með sparnað í matarinnkaupum ?

„Ég versla mikið í einu þegar ég fer suður og spara þannig og svo kaupi ég kjöt á haustin af bónda.“

 

- Auglýsing -

Leggur þú fyrir, og hvaða leiðir notar þú ef svo er  ?

„Við höfum lítið sem ekkert afgangs til að leggja fyrir en reynum að vera með sparnaðar- reikning.“

Telur þú álagningu verslana sanngjarna og gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu ?

- Auglýsing -

„Álagningin út á landi er alltof mikil og ég reyni að gera verðsamanburð þegar ég hef tækifæri til. Ég vill taka fram að það fara til dæmis talsverðar fjárhæðir í rafmagn hér og þar sem við búum úti í sveit  þá þurfum við að greiða 15.000 krónur aukalega þannig að ef ég byggi í þéttbýli þá væri rafmagnið ódýrara, stundum er rafmagnsreikningur hér því um 45.000 krónur þar sem við höfum ekki hitaveitu.“

Verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða engin lán ?

 „Við erum með bílalán og erum að greiða niður gamlar skuldir.“

Umhverfisvernd, skiptir hún þig máli ?

„Ekki mikið en ég reyni eftir fremsta megni að flokka rusl og hér í Strandabyggð er mikið flokkað af rusli, það eru sex sorpflokkar sem er mjög gott.“

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -