• Orðrómur

Nýja MeToo-bylgjan opnaði augu Snæbjörns: „Ég hef fyrst og síðast verið frekur“

„Ég trúi þolendum. Ég vil gera mitt til þess að bæta samfélagið“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Ég hef beitt ofbeldi án þess að vita af því. Stundum hef ég vitað af því en kosið að líta framhjá því, eða leyft sjálfum mér að njóta vafans um að hlutirnir hafi verið í lagi,“ segir spjall­þátta­stjórnandinn Snæ­björn Ragnars­son, oft kenndur við Skálmöld, og kveðst ætla að bæta hegðun sína.

Snæbjörn biðst innilegrar afsökunar í ítarlegum og einlægum pistli á Facebook og segir að nýjasta #MeToo bylgjan hafi opnað augu hans. Hafi þar einnig spilað inn samtal sem hann átti við Þor­stein Einars­son í hlaðvarpi Karl­menns­kunnar. „Þegar ég legg spilin niður fyrir framan sjálfan mig sé ég að ég hef fyrst og síðast verið frekur,“ segir Snæbjörn.

„Ég hef alltaf nálgast öll samskipti á mínum forsendum. Ég segi beint út það sem mér finnst og geri það sem mig langar til. Ég geri það oft harkalega, geng beint til verks án tillits til fólks í kringum mig og hef alltaf hugsað sem svo að ég skuli vaða áfram með mitt þar til einhver kemur með sitt sjónarmið, er ósammála eða leggur eitthvað til málanna.

- Auglýsing -

Auðvitað hefur margt gott komið út úr því en það sem ég hef ekki áttað mig á er að ég sem einstaklingur í algerri forréttindastöðu hef með þessum aðferðum gersamlega valtað yfir aðra, og oftar en ekki konur. Ég hef ekki áttað mig á því að stundum ná mótrökin gegn mínum yfirgangi ekki upp á yfirborðið, stundum hef ég kosið að þykjast ekki heyra, búið til mína eigin útgáfu af þessum mótrökum eða beygt raunveruleikann með öðrum ráðum sem mér henta.“

Snæbjörn upplifir það sárt að horfast í augu við að hafa sett eigin frekju ofar á listann en virðingu fyrir öðrum. „Ég biðst innilegrar afsökunar á því og lofa að bæta mig með öllum ráðum,“ segir hann.

„Ég er femínisti. Ég trúi þolendum. Ég vil gera mitt til þess að bæta samfélagið.“

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -