Laugardagur 7. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Óhugnanleg aukning mislinga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna varar við óhugnanlegri aukningu mislinga á heimsvísu.

Tíu lönd eru ábyrg fyrir 74 prósent aukingarinnar og greinst hafa mislingar í löndum þar sem áður hafði tekist að útrýma sjúkdómnum. Mislingatilfellum fjölgaði í 98 löndum í heiminum í fyrra samanborið við árið 2017 og segir UNICEF að baráttan gegn mislingum sé á undanhaldi.

Mest varð aukningin í Úkraínu, Filipseyjum og Brasilíu. Bara í Úkraínu greindust rúmlega 35 þúsund manns með mislinga. Á Filipseyjum voru tæplega 13 þúsund staðfest tilfelli og létust 203 úr sjúkdómnum.

Þau lönd þar sem flest tilfelli greinast eru alla jafna lönd þar sem aðgengi að bóluefni er takmarkað. Hins vegar vekur athygli að Frakkland er á meðal þessara tíu landa en fyrir rúmum áratug hafði Frökkum nánast tekið að útrýma mislingum. Í fyrra greindust 2.913 með mislinga samanborið við 519 árið áður. Ástæðan er einfaldlega sú að færri foreldrar láta bólusetja börnin sín.
Þetta er þróun sem á sér víðar stað í hinum vestræna heimi.

Í tilkynningu UNICEF segir að sexföldun hafi orðið á mislingatilfellum í Bandaríkjunum milli áranna 2017 og 2018. Mislingafaraldur geisar nú í New York og Washington-ríki og var neyðarástandi lýst yfir í því síðarnefnda í janúar. „Við eigum öruggt, skilvirkt og ódýrt bóluefni gegn þessum mjög smitandi sjúkdómi – bóluefni sem hefur bjargað milljónum mannslífa undanfarna tvo áratugi. Það er hægt að koma í veg fyrir nánast öll þessi tilfelli en samt smitast börn á svæðum þar sem það er einfaldlega engin ástæða til. Jafnvel þótt mislingar séu sjúkdómurinn, þá er raunverulega sýkingin kæruleysi, vantraust og rangar upplýsingar. Við þurfum að gera meira til að upplýsa alla foreldra,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -