Föstudagur 17. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Ólafur er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn Ólaf­ur Orms­son lést þann 27. októ­ber síðastliðinn.

Hann fædd­ist í Reykja­vík 16. nóv­em­ber 1943 . For­eldr­ar hans voru Orm­ur Ólafs­son, starfsmaður Flug­fé­lags Íslands og Flug­leiða, og Jóna Krist­ín Arn­finns­dótt­ir hús­freyja. Ólaf­ur ólst upp í Reykja­vík fyrstu árin. Hann missti móður sína aðeins fjög­urra ára gam­all og fór þá í fóst­ur til föður­syst­ur sinn­ar í Kefla­vík. Ólaf­ur starfaði lengst af sem rithöfundur. Áður var hann lag­ermaður hjá Rík­is­prent­smiðjunni Guten­berg. Hann var ör­ygg­is­vörður hjá Reykja­vík­ur­borg og síðan blaðamaður á ár­un­um 1983 til 2001. Hann var meðal ann­ars fast­ur höf­und­ur greina og viðtala við tíma­ritið Mann­líf  og fleiri fjölmiðla.

Ólaf­ur sat meðal ann­ars í rit­stjórn æsku­lýðssíðu Þjóðvilj­ans og var í hópi út­gef­enda og höf­unda að Lyst­ræn­ingj­an­um og tón­list­ar­tíma­rit­inu TT og stóð að bóka­út­gáfu. Hann er höf­und­ur að ljóðabók­um, skáld­sög­um og smá­sagna­söfn­um. Fyrsta ljóðabók hans, Fáfniskver, kom út árið 1973. Hann skrifaði skál­dævi­sögu í þrem­ur bind­um, Ævin­týraþorpiðBylt­ing­ar­menn og bóhem­ar og Skálda­speg­ill, sem kom út á ár­un­um 2007 til 2013. Eft­ir hann liggja einnig nokk­ur út­varps­leik­rit og smá­sög­ur sem lesn­ar hafa verið upp í Rík­is­út­varp­inu.

Mannlíf þakkar Ólafi samfylgdina og vottar fjölskyldu hans samúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -