• Orðrómur

Örn öskuillur út í Húsasmiðjuna: „Ógeðslegt okur dagsins“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Örn nokkur er ekki sáttur og telur okrið hafa náð hæstu hæðum á límbandsrúllu sem hann festi kaup á hjá Húsasmiðjunni. Rúllan kostaði 699 krónur. Frá þessu greinir hann inni á Facebook hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi, sem haldið er úti af verðlagseftirliti ASÍ.

„Vantaði eina rúllu af glæru umbúða teypi. Nennti ekki að gera verðkönnun á svona smáræði. En þetta verð meikar engan senz. Ógeðslegt okur dagsins“ segir Örn í færslu sinni og birtir myndir af límbandsrúllunni og strimlinum úr Húsasmiðjunni, sjá hér að neðan.

Límbandsrúllan og strimillinn Mynd: Facebook

- Auglýsing -

699 krónur kostaði límbandsrúllan hjá Húsasmiðjunni. Mynd: Facebook

 

Meðlimir úr hópnum láta í ljós sínar skoðanir og reynslu í ummælum undir færslunni:

- Auglýsing -

Haffi segir: Þú færð ca 3 stk í Costco á þessu verði. Hlín vill leysa vandan með því að taka upp evruna: Það er allt dýrt á Íslandi, burt með krónuna og taka upp evru“. Kristján er ekki jafn viss um að það sé rétta lausnin og svarar Hlín: Trúir þú í alvöru að verð lækki þó það sé skipt um gjaldeyri?Hlín svarar Kristjáni þá játandi. Áslaugu þykir þetta kostakaup miðað við hvað hún borgaði fyrir rúllu í Byko: Það er nú ekki langt síðan ég keypti eina rúllu í Byko og hún kostaði rúmar þúsund krónur. Svo ég fer næst í Húsasmiðjuna.

Egill setur inn hlekk á Múlalund sem sýnir sambærilegt límband á 289 krónur. Jakobína reynir að horfa á hlutina öðruvísi: „Þetta er kannski dýr rúlla ef þú ætlar að nota bara lítið af henni og henda eða týna rest en oft á maður slatta afgangs sem kemur að góðum notum seinna og þá er rúlluverðið ekki mikið. Verð í hugum fólks er svakalega mismunandi. Ég lít alltaf á magn gæði og nýtingartíma“. Jóhann segir: Næs, ekki í fyrsta skiptið sem Húsasmiðjan smyr á vörurnar og alls ekki það síðasta. Sniðganga svona okur og ekki er Byko skárri“.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -