• Orðrómur

Pabbi kallaður til vegna ökuníðings og svo mamma vegna annars

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Hann var að flýta sér drengurinn sem ók á 144 kílómetra hraða í Hálaeytishverfi. Lögreglan náði að hraðamæla hann og stöðva. Hringt var í foreldra hans og þeim mtilkynnt um atvikið. Pabbi hans kom á vettvang og náði í drenginn. Barnaverndarnefnd var tilkynnt um málið.

Það voru fleiri ökumenn á vafasömum brautum.  Bifreið var stöðvuð vegna undarlegs ökulags. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var ekki með ökuskírteini.

Þá er þriðji ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann hefur ítrekað verið gripinn við að aka próflaus.

- Auglýsing -

Í nótt var svo annar unglingur staðinn að hraðakstri. Hraði bifreiðarinnar var 120 kílómetra þar sem aka má á 80 kílómetra hraða. Ökumaðurinn er líka 17 ára. Í þessu tilviki var móðir hans kölluð til og  tilkynning send til Barnaverndar.

Önnur afbrot næturinnar voru einnig tengd bifreiðum og aksturslagi. Einn var tekinn fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. Þá var ökumaður gómaður á bifreið sem reyndist ótryggð og búin fjórum. Klippt var af bílnum og ökumanns bíður há sekt.

 

- Auglýsing -

 

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -