Fimmtudagur 25. maí, 2023
6.8 C
Reykjavik

Ráðgátan um dularfulla kúadauðann loks leyst – Ekki grunur um eitthvað refsivert hafi átt sér stað

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Nú er talið fullvíst að kýrnar er fundust dauðar á Suðurlandi í síðustu viku hafi drepist er þær féllu í gegnum ís; fjögur hræ hafa nú fundist en tveggja dýra er enn saknað.

Kúahræ fundust í Ásólfsskálafjöru undir Eyjafjöllum og vakti málið mikla athygli; þótti dularfullt þar sem kýrnar voru ekki með eyrnamerki; engin sár voru sjáanleg á hræjunum og ekki var að finna skotsár.

Þriðja hræið fannst svo við Markarfljót á fimmtudag og það fjórða í Víkurfjöru í gær.

Var málið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi.

Dýrið er fannst við Markarfljót var með eyrnamerkingu; gat lögreglan því haft samband við eigandann, bónda í Mýrdal.

Að sögn lögreglunnar týndust kýrnar í ofsaveðri sem gekk yfir Suðurland fyrir um það bil tveimur vikum; er talið að kýrnar hafi fallið í gegnum ís og drepist: Skoluðust svo á haf út.

- Auglýsing -

Allt sex dýr týndust í ofsaveðrinu, og því er tveggja enn saknað.

Kemur fram hjá lögreglu að ekki sé grunur um að neitt refsivert hafi átt sér stað; telst málið því upplýst af hálfu lögreglunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -