Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Rólegt í Grindavík og skjálftar utan bæjarins – Vísindamenn reikna nú frekar með túristagosi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skjálftavirkni á svæðinu í kringum Grindavík er mest í Hagafelli, rúma tvo kílómetra norðan við útjaðar bæjarins. Vísindamenn halda því ekki lengur fram að hætta sé á stórgosi í bænum sjálfum en telja ýmist að gos muni verða við gígaröðina Eldvörp eða við Hagafell. Talið er að gosið verði af svipaðri stærðargráðu og fyrri gos á svæðinu. Um verði að ræða túristagos og þannig fremur skaðlítið. Miklar framkvæmdir eru við að byggja varnargarða við orkuverið í Svartsengi þrátt fyrir að fullkomlega sé óljóst með hættuna á gosi þar. Yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir fálmkennd viðbrögð og að alla á ofsahræðslu meðal íbúanna.

Bærinn er illa farinn eftir jarðskjálftana á föstudaginn. Þá hefur verið kvartað undan ágangi fjölmiðla sem sagðir eru voma yfir íbúunum. Ljósmyndari Ríkisútvarpsins var staðinn að verki við að reyna að brjótast inn í yfirgefið hús. Þá sést á eftirlitsmyndavélum að tveir menn rændu reiðhjólum frá yfirgefnu heimili. Vakið hefur ólgu meðal íbúað að Vegagerðin hefur strikað með rauðu yfir nafnið Grindavík á vegvísum.

Hátt í 300 jarðskjálft­ar hafa mælst á Reykja­nesskaga frá miðnætti. Stærsti skjá­lft­inn mæld­ist 2,4 á Richter að stærð. Skjálft­arn­ir fylgja kviku­gang­in­um. Upp­tök flestra þeirra eru á 4-5 kílómetra dýpi.

Vika er á morgun frá því bærinn var rýmdur. Við rýminguna á aðfaranótt laugardags héldu sumir vísindamanna því fram að það væri spurning um klukkustundir eða jafnvel mínútur áður en gos yrði að veruleika. Enn er talið að gjósa mun á svæðinu en enginn getur sagt til um hvar það gerist á 10 kílómetra löngum kafla frá Eldvörpum um Grindavík og Svartsengi og að Hagafelli.

4000 íbúar búa við fullkomna óvissu og óreiðukenndar upplýsingar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -