• Orðrómur

Sigríður aðstoðar Guðmund Inga

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra samkvæmt vef Stjórnarráðsins.

 

Sigríður er með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá IBEI, Institut Barcelona d’Estudis Internacionals, í Barcelona á Spáni.

Sigríður hefur síðastliðin tíu ár unnið við fréttir, fréttaskýringar og dagskrárgerð á RÚV. Hún hefur meðal annars unnið við fréttaskýringaþáttinn Kveik, verið umsjónarmaður í Landanum og samið og séð um sjónvarpsþættina Ævi og Rætur. Sigríður hefur fjórum sinnum hlotið Eddu-verðlaun ásamt félögum sínum fyrir sjónvarpsþáttagerð og fyrr á árinu var hún valin Sjónvarpsmaður ársins á Eddunni. Árið 2018 var Sigríður auk þess tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna fyrir umfjöllun um plastmengun.

Maki Sigríðar er Jón Ragnar Ragnarsson, kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, og eiga þau tvær dætur; Urði 9 ára og Hallveigu 3 ára.

Sigríður Halldórsdóttir tekur við starfi Sigríðar Víðis Jónsdóttur sem verið hefur aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra frá því í júní 2018. Hún hefur störf 9. desember.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -