Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Sigríður Eyþórsdóttir hefur unnið marga sigra í lífinu: „Við erum að lifa draum sem nú hefur ræst“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við viljum standa okkur fyrir Ísland. Okkur þykir svo vænt um landið okkar. Við finnum fyrir svo mikilli samstöðu og ég er svo stolt af tungumálinu okkar. Það er eins konar „leynitungumál“. Þess vegna er svo gaman að fá að syngja þennan gullfallega texta við lagið sem Lovísa samdi.“

Sigríður Eyþórsdóttir sigraði í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2022 ásamt systrum sínum, Elínu og Betu, og Eyþóri, bróður þeirra á trommum, með flutningi sínum á laginu Með hækkandi sól.

Sigríður Eyþórsdóttir Ljósmyndari: Cat Gundry-Beck Stílisti: Íris Tanja Flygenring. Förðunarfræðingur: Helen Dögg Snorradóttir. Myndir teknar í hljóðverinu Hljóðrita í Hafnarfirði.

Á borðinu er rjúkandi kaffi og heitt súkkulaði og blaðamaður hlakkar til að hitta þessa áhugaverðu konu og kynnast henni betur. Sigga hefur frá mörgu að segja og er tilbúin til að deila með okkur sögum af helstu áskorunum og sigrum hennar í lífinu um leið og við ræðum söngvakeppnina og undirbúninginn fyrir Eurovision.

Við erum ótrúlega spenntar. Þetta verður mikil vinna, en ég elska að vinna svona mikið

Síðustu dagar hafa verið ótrúlegir í lífi systranna: „Þessi keppni er stærra en allt sem við höfum gert áður. Ég hef alltaf horft á Eurovision, en ég hef aldrei kynnst heiminum á bak við tjöldin. Við kappkostuðum auðvitað að koma þessu vel frá okkur. En okkur þótti líka vænt um að fá að kynnast öllu þessu fólki, bæði hinum keppendunum og starfsfólki RÚV. Það fór örugglega ekki fram hjá neinum að sigurinn kom okkur á óvart. Núna tekur við mikil vinna og skemmtilegur undirbúningur fyrir keppnina á Ítalíu. Svo er ótrúlega gaman að lesa allar jákvæðu athugasemdirnar, flestar jákvæðar, en ekki allar, en gagnrýnin á lagið okkar er sett fram á smekklegan hátt á erlendum miðlum og Youtube. Þannig að við erum ótrúlega spenntar. Þetta verður mikil vinna, en ég elska að fá að vinna svona mikið.“

Frá vinstri: Elín, Beta, Eyþór og Sigga. Aðsend mynd.

Það eru níu ár á milli Siggu og Elínar og fimm ár á milli hennar og Betu. „Elín er svo voða róleg. Ég er orkumeiri og með mikla ábyrgðartilfinningu, of mikla eiginlega, kannski af því að ég er elst. Beta er voða ljúf og oftast ofur jákvæð. Öll börn elska hana, en hún er einmitt að vinna í Hjallastefnunni. Það á svo vel við hana. Auk þess erum við svo heppnar að hafa Eyþór litla bróður með okkur, hann er ótrúlega klár söngvari og tónlistarmaður (á trommunum), en hann er sá yngsti í systkinahópnum.

Foreldrar okkar ólu okkur upp við réttsýni í hugsun. Mamma er alltaf tilbúin að berjast fyrir málstað minnihlutahópa. Ég er svo þakklát fyrir uppeldið okkar. Þau hafa aldrei sett sig á neinn stall. Við erum bara partur af heildinni og það breytist ekki núna, þrátt fyrir þennan sigur. Við erum frekar jarðbundnar oftast, en erum líka miklir sveimhugar.

Þetta er minnihlutahópur sem er okkur mjög kær

Við tileinkum flutning okkar mannréttindum, sér í lagi trans-börnum. Ef við getum notað rödd okkar til þess að styðja við og vera rödd fyrir minnihlutahópa þá er einhverju náð. Við viljum vekja athygli á þörf fyrir bætta þjónustu við trans-börn, en það er há tíðni sjálfsvígstilrauna eða allt að 40%.

- Auglýsing -

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni inn á vefblaðinu HÉR.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -