Föstudagur 24. mars, 2023
-0.2 C
Reykjavik

Sigþrúður harmar mál mannsins sem lá úti í 7 stiga frosti: „Er umhugað um skjólstæðinga okkar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Þeim þykir nefnilega vænt um sína gesti,“ sagði Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar um starfsfólk gistiskýla. Mannlíf ræddi við Sigþrúði í morgun vegna dagbókarfærslu lögreglunnar sem margir fréttamiðlar greindu frá fyrr í dag.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar kom fram að maður sem leitað hafði í gistiskýli á vegum borgarinnar hefði verið settur í straff og lent því á götunni í sjö gráðu frosti. Lögreglan sótti manninn á hótel þar sem starfsmenn höfðu átt í erfiðleikum með manninn sem var ölvaður.
Sigþrúður sagðist harma fréttirnar:

„Ef að er um ofbeldi að ræða getur verið að viðkomandi sé vísað tímabundið út og beðinn um að kæla sig og koma síðan inn aftur. Ef veðrið er eins og hefur verið undanfarið þá höfum við alltaf samband við lögreglu. Það var hringt í lögreglu og lögreglan látin vita,“ sagði Sigþrúður um málið.

„Okkur er umhugað um okkar skjólstæðinga og viljum þeim allt það besta en við verðum líka að passa upp á að hvorki starfsmenn eða aðrir gestir verði fyrir ofbeldi“.

Sagði hún mikla samvinnu milli gistiskýla og lögreglu en þau þurfi á samstarfinu að halda.

Þá hafi starfsmenn gistiskýlisins upplýst lögreglu um málið í nótt.

- Auglýsing -

„Þetta er ferlega leiðinlegt, og starfsmönnum gistiskýlisins þótti þetta mjög erfitt að lesa þetta í fréttum. Þeim þykir nefninlega vænt um sína gesti, það eru þarna menn í gistiskýlinu sem eru búnir að vera lengi og koma oft“.

Nauðsynlegt væri að koma því á framfæri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -