Þriðjudagur 3. október, 2023
8.8 C
Reykjavik

Silla gerir verðsamanburð – „Kistan er full af heiðarlegu kjöti úr Kjósinni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Hér eru íslenskar gæsalappir“Sigurlaug Jónasdóttir er neytandi vikunnar að þessu sinni. Hún starfar í Ríkisútvarpinu bæði í útvarpi og sjónvarpi og þykir ekkert skemmtilegra en þegar græna ljósið kviknar og þátturinn hennar fer af stað.  Sigurlaug býr í Reykjavík í fjölskylduhúsi, en þar bjó hún áður með foreldrum sínum í 27 ár.  Á neðri  hæðinni býr núna dóttir hennar með sína fjölskyldu og yngri dóttir hennar býr enn heima. Þar er alltaf líf og fjör og mikil læti og barnabörnin hlaupa upp og niður stigann til að athuga hvað sé verið að elda og hvort það sé betra að borða uppi eða niðri.

Gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu ?

Það segir sig sjálft að maður verður að gera verðsamanburð á vörum og þjónustu  annars er maður plataður upp úr skónum og það er ekki góð tilfinning

Hvernig sparar þú í matarinnkaupum?

Það er ekki auðvelt að spara í matarinnkaupum, en ég versla þar sem vörurnar eru ódýrari. Svo er ég svo heppin að kistan er full af villibráð og góðu heiðarlegu lambakjöti úr Kjósinni. Ég stekk alltaf á tilboð þar sem ávextir eru að renna út og bý til gómsæta sultu.  Ég stoppa einnig oft við  frystinn  þar sem boðið er upp á matvöru sem er komin síðasta söludag, þar er hægt að gera góð kaup.

Endurnýtir þú? Ertu með ráð til annarra?

- Auglýsing -

Ja, það eina sem mér dettur í hug í sambandi við endurnýtingu eru húsgögnin mín og kjólarnir mínir.  Ég er með húsgögn foreldra minna og lítið að endurnýja þau.

Hvað hefur þú í huga þegar þú kaupir mat, fatnað og gjafir?

Þegar ég kaupi mat þá er ég með Ítalíu í huga, ég kaupi vönduð föt og nota þau þar til yfir lýkur! – Og ég vel gjafir sem nýtast fólki og þykir ekkert skemmtilegra en að gefa góða ólífuolíu eða vínflösku.

- Auglýsing -

Hverju átt þú erfiðast með að draga úr kaupum á?

Fallegu bollunum hennar Margrétar Jónsdóttur keramik listakona á Akureyri. Maður getur víst alltaf bollum á sig bætt.

Skiptir umhverfisvernd þig máli?

Ég á börn og þrjú barnabörn þannig að það er ekki annað en hægt en hugsa um umhverfisvernd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -