Miðvikudagur 15. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Simmi Vill segir réttlætið á Íslandi bara fyrir þá ríku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, oftast kallaður Simmi Vill, telur það ekki á færi hvers sem er að sækja réttlæti fyrir íslenskum dómstólum. Það sé í raun aðeins fyrir þá ríku.

Sigmar hefur staðið í áralöngum deilum við fyrrverandi viðskiptafélaga sinn, Skúla Gunnar Sigfússon, sem oftast er kenndur við Subway, vegna reksturs þeirra á Hamborgarafabrikkunni á sínum tíma. Hann segist hafa þurft að punga út 26 milljónum króna í dómsmálin gegn Skúla og enn sjái ekki fyrir endann á fjárútlátunum því Hæstiréttur hefur vísað málinu aftur heim í hérað vegna formgalla. „Það sem er erfitt við minnihlutaverndina er að sá sem sækir rétt sinn, sem er ég í þessu tilfelli, ég þarf að vera aflögufær um ansi mikið fjármagn til að standa á rétti mínum og þess vegna hafa menn ekki lagt í þessa vegferð,“ sagði Sigmar í samtali við Vísi.

Sigmar segir að það verði að laga í íslensku dómskerfi að einungis þeir sem eigi peninga geti farið í mál. Það eigi ekki að vera forréttindi hinna ríku. „Þetta er líka sorgarferli því þú ert að missa vin, þú ert með viðskiptafélaga sem þú treystir og svo gómarðu hann bara með höndina ofan í kökukrúsinni. Ég kæri og þarf þar af leiðandi að kosta það dómsmál og ég vinn það í héraði og þá eru mér dæmdar málsbætur, en ég fæ ekki greiddar málsbætur því hann áfrýjar. Ég þarf þá að hafa líka efni á vörninni upp landsréttinn, þar vinn ég aftur og dæmdar málsbætur og hann áfrýjar til Hæstaréttar og ég þarf aftur að borga. Ég fæ aldrei til baka neitt sem ég legg út, ég þarf að hafa efni á öllum þremur dómstigunum ef ég ætla að standa á rétti mínum. Og Hæstiréttur sendir málið aftur til baka vegna formgalla, mistaka, hjá réttinum og ég þarf að borga það þá í annað skiptið. Þetta er orðin engin smá upphæð og það er ekki á færi allra minnihluta að reka svona mál og það finnst mér eitthvað sem á að skoða,“ segir Sigmar og bætir við:

„Það eiga ekki að vera forréttindi þeirra sem eiga peninga sem eiga að geta leitað réttar síns. Þetta er eitthvað mál sem ég mun örugglega fara með eitthvað lengra þegar þessu er máli er lokað. Það er ekki réttarríkið sem ég held að sé réttlátt, að eingöngu þeir sem eiga pening geta farið í mál, alls ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -