Laugardagur 18. maí, 2024
9.8 C
Reykjavik

Sonur Yngva var greindur með bráðahvítblæði – Meðferðin lituð af mistökum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þarna er hann fullur af krabbameinslyfjum, með enga mótstöðu og engar náttúrulegar varnir í líkamanum og fær þessi hrikalegu sýkingu ofan á það. Hann var með 41 stigs hita og þegar ég var hjá honum í eitt skiptið hjartað hætti að virka og herbergið fylltist að hjúkrunarfræðingum. Hann var við það að deyja,“ segir Yngvi Ómar Sighvatsson um baráttu sína lífi sonar síns.

Sonur Yngvar var greindur með bráðahvítblæði og við tók afar erfið meðferð sem lituð var ítrekuðum mistökum.

Yngvi er þungorður um ferlið sem tók verulega á. „Þetta er fáránlegt og ég var sár og reiður yfir því að sonur minn væri alvarlega veikur út af einhverju sem aldrei hefði eða þurft að gerast. Ég fór því til sjúkrahússprestsins og ræddi þetta við hann og úr varð að við ákváðum að fá krabbameinsteymið með okkur á fund í kapellunni og ræða þetta. Læknarnir mættu ekki. Einn hjúkrunarfræðingur kom en enginn læknir.

Mér hefur, í alvöru talað, alltaf þótt það frekar skítt af þeim“.

Ítarlegt viðtal um baráttu þeirra feðga í Kvöldviðtali Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -