Föstudagur 26. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Stokkseyrarmálið, eitt ógeðfelldasta ofbeldisbrot Íslandssögunnar -Frelsissvipting og misþyrmingar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stokkseyrarmálið er eitt af stærri sakamálum íslandssögunnar. Fimm menn voru meðal annars ákærðir fyrir þrjár stórfelldar líkamsárásir og frelsissviptingu, þeirra á meðal voru Stefán Blackburn og Stefán Logi Sívarsson en þeir eru báðir með langa sakaferla að baki. Þeir eru einir þekktustu glæpamenn landsins, bæði hjá almenningi og í undirheimunum og hafa framið sérstaklega ofbeldisfull brot.

Mennirnir námu á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrðu með hann á Stokkseyri, héldu honum föngnum og misþyrmdu í sólarhring.

Einn gerenda í málinu fór síðar með fórnalambið í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sagði fórnalambið vera mjög illa á sig komið. Hann var blóðugur, með skurði í andliti og það bólginn að hann átti erfitt með að tala. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör hans og var hann með áverka eftir svipu á baki. Fórnalambið var sprautað með lyfjum.

Rótin að árásinni var sögð vera persónulegar deilur Stefáns Loga við þolandann, en allir gerendurnir neituðu sök í málinu.

Í október 2013 voru tvær ákærur sameinaðar Stokkseyrarmálinu, önnur gegn Stefáni Blackburn þar sem hann ákærður fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistaðinn Faktorý og nefbrotið hann og auk þess fyrir líkamsárás af gáleysi með því að aka Bústaðaveginn á ofsahraða, undir áhrifum fíkniefna, og lenda í árekstri sem varð til þess að hinn bíllinn valt og ökumaður hans slasaðist alvarlega. Hin ákæran var á hendur Stefáns Loga en var hann sakaður um að skalla og bíta fyrriverandi tengdaföður sinn ásamt því að dælda bílinn hans.

Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn fengu báðir sex ára dóm fyrir málin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -