2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Stútur undir reiðhjólastýri

Ölvaður og alblóðugur innbrotsþjófur var handtekinn í Mosfellsbæ af lögreglu á miðnætti í gær. Maðurinn er grunaður um innbrot og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu meðal annars með því að neita að gefa upp nafn sitt. Þá segir í tilkynningu lögreglu að maðurinn hafi haft í hótunum við lögregluþjóna. Klukkustund fyrir innbrotið hafði yfirvaldið afskipti af manninum er hann hjólaði á ljósastaur.

Maðurinn var blóðugur í andliti þegar lögregla handtók hann sökum þess að hann hafði slasast töluvert í samskiptum sínum við ljósastaur í borginni.

Slysið átti sér stað í Breiðholti. Maðurinn var talsvert ölvaður við hjólreiðarnar. Hann hlaut áverka á andliti en vildi enga aðstoð frá sjúkrabifreið sem kom á vettvang.  Maðurinn var beðinn að leiða hjól sitt eða skilja það eftir vegna ástands hans.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is