Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Svona getur þú bætt einbeitinguna – 7 leiðir til að koma hlutum í verk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á vefsíðunni healthline.com er áhugaverð grein eftir rithöfundinn og uppistandarann Ash Fisher sem greind hefur verið með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD). Hún ræðir þar sjö aðferðir sem hafa hjálpað henni mikið við að ná betri einbeitingu og koma hlutum í verk.

  • Bullet dagbók (Bullet journal). Um er að ræða aðferð til að halda skipulagi á eigin forsendum. Ekki er notast við skipulagsbók með sniðmátum heldur byrjað með tóma bók og notandinn teiknar sjálfur upp þá flokka sem hann vill halda utan um og gera lista út frá. Það eina sem þarf er stílabók og penni en margir nota áherslupenna, myndir og límmiða til skrauts og áhersluauka.
  • Lifandi verkefnalisti. Ash segist senda sjálfri sér tölvupóst þegar henni dettur eitthvað í hug sem hún vill muna eða koma í verk. Þá hefur hún heiti verkefnis í efnislínunni (t.d. „panta tíma hjá dýralækni“) svo hún þurfi ekki að opna póstinn. Hún gefur sér 10 mínútur tvisvar í viku til að renna yfir ólesnu póstana sína og koma verkefnunum á einn stað. Það sem hún getur gert hratt setur hún á lista yfir verkefni dagsins og það sem hún getur gert strax drífur hún í að klára. Önnur atriði fara í Bullet dagbókina hennar.
  • Mikilvægustu verkefnin (MIT). Þó að Ash segist vera háð verkefnalistum telur hún þá stundum erfiða viðfangs. Henni detta svo mörg verkefni í hug en veit jafnframt að ekki er raunhæft að ná að gera allt á listanum. Því velur hún þrjú brýnustu verkefnin til að vera í forgangi þann daginn og gengur strax í þau.

 

 

  • Pomodoro tímastjórnun. Hugmyndin er að stilla niðurteljara á 25 mínútur og vinna markvisst á þeim tíma að tilteknum verkefnum. Þegar tíminn er liðinn er hlé gert í 5 mín. og eftir það er tekin önnur 25 mín. törn og svo koll af kolli þar til verkefnum er lokið. Ash notar þessa aðferð við að þrífa og vinna og segist ná góðri einbeitingu og afkasta miklu. Í vinnutörninni lætur hún ekkert trufla einbeitinguna (svo sem samfélagsmiðla eða tölvupóst).
  • Aðeins ein snerting (OHIO). Hún mælir með að ganga strax í mál eftir að fólk fær þau í hendur. Fara t.d. strax í gegnum póst sem kemur inn um lúguna, henda því sem má henda, skjala annað og svara bréfum. Þetta tekur oftast stutta stund og málið er úr sögunni. Ef pósturinn er látinn safnast upp þarf daglega að hafa áhyggjur af bréfahrúgunni og fletta jafnvel margoft í gegnum hana. Það sama á við um nær öll önnur verk sem þarf að sinna.
  • Tilkynning um mikilvægan póst (VIP alerts). Ash segir að oft fari mikilvægir tölvupóstar fram hjá henni innan um allt annað sem berst. Hún skilgreindi því „mikilvæga“ sendendur í símanum sínum og fær tilkynningu þegar þeir (og aðeins þeir) senda póst.
  • 5 mínútna reglan. Við könnumst flest við að fresta ákveðnum verkefnum dögum eða vikum saman og þau virðast sífellt óárennilegri eftir því sem tíminn líður. Þetta þekkir höfundur vel og notar þá aðferð að gefa óvinsælu verkefnum 5 mínútur af tíma sínum. Á þeim stutta tíma verður hún oft svo upptekin af viðfangsefninu að hún klárar það samdægurs. Ef hún hatar það enn hættir hún eftir fimm mínúturnar en gefur því aftur 5 mínútur næsta dag og þann næsta allt þar til verkinu er lokið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -