Mánudagur 29. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

Svona spara áhrifavaldarnir: Rúmar 100 þúsund í mat á mánuði fyrir níu manna fjölskyldu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Neytendur vikunnar eru parið Auður Ýr Guðjónsdóttir, áhrifavaldur og ofurmamma, og Svanhildur Björgvinsdóttir leikskólakennari sem leggur stund á mastersnám í lögfræði. Þeirra á milli eiga þau sjö börn á ýmsum aldri af báðum kynjum þannig að oft er setið þétt við kvöldverðarborðið og á stóru heimili þarf að ríkja gott skipulag.

Hve miklu eyðir fjölskyldan í mat og aðrar rekstrarvörur heimilisins á mánuði og hvar verslar hún helst?

Við eyðum um 100-120 þúsund krónum í stórinnkaupin, alla jafna. Krónan er í næsta húsi þannig að við nýtum okkur stundum að geta skoppað þangað en helst viljum við versla í Bónus því við finnum mikinn mun á innkaupakörfunni þar og annarsstaðar.

Við erum svo heppnar að börnin okkar borða eiginlega allt sem við leggjum á borð fyrir þau þannig að við getum eldað góðan og hollan heimilismat, en auðvitað reynum við að stíla inn á þá sem eru í mat hjá okkur hverju sinni og eldum eftir því. Börnin fara til feðra sinna sumar helgar. Stundum kemur sá elsti með kærastann og þegar við erum flest sitja tíu manns við borðið.

Áhrifavaldarnir Auður Ýr og Svanhildur.

Okkur finnst geggjað að nýta okkur „Eldum Rétt“ reglulega því það er svo auðvelt að kaupa rétt magn og þannig höfum við verið að spara á því. Svo eldum við stundum aðeins umfram svo krakkarnir geti tekið með sér mat í skólann því stundum er einfaldlega ekki matur í boði handa þeim sem þau geta hugsað sér að borða.

Við lágmörkum það að fara út að borða með alla hersinguna þó það komi alveg fyrir. Við skjótumst auðvitað af og til saman tvær í smá rómó.

- Auglýsing -

Hvað með sparnað í matarinnkaupum og hverju vilt þú breyta sem neytandi?

Aðallega myndum við vilja sjá holla kostinn á betra verði og aðgengilegri. Við leggjum mikið upp úr því að stunda heilbrigðan lífsstíl og þá skiptir maturinn svo miklu máli. Okkur er gert miklu auðveldara fyrir að grípa sorpfæði.

Telur þú álagningu verslana sanngjarna og gerir þú verðsamanburð á vörum og þjónustu?

- Auglýsing -

Við erum kannski ekkert að rúnta á milli matvöruverslanna til að gera verðkannanir en við sjáum alveg heildarkostnaðinn á matarkörfunni. Þegar við kaupum stærri hluti, eins og raftæki og húsgögn, þá skoðum við málin alltaf mjög vel og miðum við að kaupa gæði á góðu verði.

Við söfnum yfirleitt alltaf fyrir því sem við kaupum

Álagningin hérna heima er rosalega há; við sáum það þegar við vorum á Tene fyrir stuttu. Það var mun ódýrara að versla í sömu búðum úti og eru hér heima og svo var matvaran miklu, miklu ódýrari.

Leggur þú fyrir, og hvaða leiðir notar þú ef svo er?

Já, það er nauðsynlegt. Við erum með sparnaðarreikning hjá viðskiptabankanum okkar sem við leggjum reglulega inn á. Aðstæður okkar eru þannig að við nýtum okkur ekki séreignarsparnað, ekki eins og er allavega. 

Verðtryggð lán, óverðtryggð lán eða engin lán?

Við erum með eitt bílalán og námslán, annars viljum við helst ekki taka lán. Við söfnum yfirleitt alltaf fyrir því sem við kaupum ef við getum því vextir á Íslandi eru himinháir.

Hvaða mál og málaflokka telur þið að þurfi að leggja meiri áherslu á?

Fólk þarf almennt að vera betra við sjálf sig og hvort við annað! Við teljum að Íslendingar séu almennt að drepast úr frekju og setja alltof háan standard á okkur.

Dómskerfið okkar má líka alveg fara að hugsa sinn gang því maður sér fáránlegar niðurstöður úr kynferðis- og heimilisofbeldismálum.

Annars þykir okkur gott að búa á Íslandi og miðað við flest lönd er gott að vera samkynhneigðar hér. Réttindabarátta samkynhneigðra er samt ekki unnin. Við sjáum ennþá heilmikla fordóma.

Umhverfisvernd, skiptir hún þig máli?

Auðvitað viljum við koma vel fram við náttúruna en við erum ekkert sérstaklega að pæla í þessu sem neytendur þó að við flokkum og gefum notuð föt.

Annað sem þú vilt taka fram?

Fyrir stórar fjölskyldur er mikilvægt að versla inn fyrir vikuna í senn, skoða vel hvað er til fyrir, passa upp á matarsóun og hafa skipulag á hlutunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -