Mánudagur 28. nóvember, 2022
1.1 C
Reykjavik

Þetta er gæludýrið sem íslenska þjóðin kýs

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kettir hafa kárlega vinningin hjá Dómnefnd Mannlífs þegar lögð var fyrir þau spurningin hvort þau kysu frekar hunda eða ketti sem gæludýr.

Kettirnir geta þó ekki mjálmað hátt yfir stórsigri því aðeins munaði einu stigi. Kom þar til svar eins meðlims dómstólsins sem var afar ákveðinn í afstöðu sinni að elska öll dýr. Nema karlmenn.

Mannlífsdómstóllinn samanstendur af 10 ólíkum einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að vera skondin og skemmtileg og síðast en ekki síðan en ekki síst, hafa  skoðanir á hlutunum. Eins og áður er ekki vitað hver á hvaða svar svo lesendur verða bara að giska.

Hér má sjá svör dómstólsins og spurt er hvort lesendur séu sammála meðlimum dómstólsins? 

Kettir allan daginn og þrisvar á þriðjudögum, útaf hæfileika þeirra til að geta ekki verið meira sama.

Elska öll dýr nema karlmenn.

- Auglýsing -

Kettir, ég á þrjá innikettir.

Hundar allan daginn. Kettir eru afundin merkikerti og ólíkindatól en hundar eru dásamlegur félagsskapur. Aumur er hundlaus maður. 

Hundar, hvurslags spurning er þetta eiginlega? Er svo augljóst. 

- Auglýsing -

Kettir! Þeir eru krúttlegir og fer lítið fyrir þeim.

Kisur. Þær eru sjálfstæðar og láta engan stjórna sér. Þú setur ekki kisu á hlýðninámskeið.

Ég á hvorugt en myndi frekar fá mér hund. Dóttir mín á hund sem gefur mér ókeypis fótsnyrtingu þegar hann sleikir á mér tærnar. Það finnst mér óskaplega gott, væri alveg til í að eiga einn svoleiðis. 

Ég elska bæði hunda og ketti og hef haldið báðar dýrategundir sem gæludýr. Að mínu mati eru hundarnir meiri félagsskapur og þess vegna meira gefandi. Kettir á hinn bóginn kunna að skapa sér rúm og vera til staðar svo heimilið verður einstaklega tómt þegar maður missir köttinn sinn.“

Kettir, vegna þess að maður þarf að ávinna sér vinskap þeirra og traust. Ef maður nær að vingast við kött er það á jafningjagrunni. Hlakka til að kynna köttinn minn fyrir ryksuguróbótinum, það verður örugglega gullfalleg vinátta!

Eftirfarandi einstaklingar skipa dómstól Mannlífs: 

Gassi Kling, DJ

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður

Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur

Sigga Kling, lífskúnstner

Kolbrún Hafsteinsdóttir, framhaldsskólanemi

Birna Magnadóttir, upplýsingafulltrúi

Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri,

Gógó Starr, dragdrottning

Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri

Jón Heiðar Ragnheiðarson, umhverfisvinur og markaðsmaður

Birna Magnadóttir
Eva Magnúsdóttir
Gassi Kling
Gógó Starr
Jakob Bjarnar Grétarsson
Jón Heiðar Ragnheiðarson
Kolbrún Hafsteinsdóttir
Nanna Rögnvaldardóttir
Sigga Kling
Steingerður Steinarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -