Þriðjudagur 29. nóvember, 2022
4.1 C
Reykjavik

Dómstóll Mannlífs um Júróvisjón – „Er kannski fýlupúkinn sem er á móti öllu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég elska Júróvisjón meira en börnin mín,“ sagði einn meðlimur Dómstóls Mannlíf um skoðun á Júróvisjón.

Það er alveg á hreinu hvar Íslendingar standa í viðhorfum sínum gagnvart Júróvisjón að mati Mannlífsdómstólsins. Þeir elska keppnina. Það er að segja flestir.

Dómararnir voru beðnir um að koma með álit sitt á viðburðinum, hvort þeir væru aðdáendur eða vildu sjá á bak keppninni hið fyrsta. Átta dómstólameðlimir voru harðir Júróvisjón aðdáendur, tveir voru það ekki og einn sá báða fletina á keppninni.

Mannlífsdómstóllinn samanstendur af 10 ólíkum einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að vera skondin og skemmtileg og síðast en ekki síðan en ekki síst, hafa  skoðanir á hlutunum. Eins og áður er ekki vitað hver á hvaða svar svo lesendur verða bara að giska.

Hér má sjá svör dómstólsins og spurt er hvort lesendur séu sammála meðlimum dómstólsins? 

  • Auðvitað! Við hvern heldurðu að þú sért að tala. Glimmer og gleði og bjútífúl, lúmsk pólitík. Sýnir vel íslensku senuna á alþjóðasviði en við tökum þetta alltof alvarlega. 
  • Guð! Aðdáandi (myndi aldrei þora að viðurkenna annað).
  • Eurovision er alltaf já. Öll góð tækifæri til að halda partí ber að nýta. Svo er staðreynd, sama hversu hátt menn hrópa um hallærisleika keppninnar, að hún gefur listamönnum færi á að láta ljós sitt skina svo um munar. Í þessa keppni hafa líka ratað mörg góð lög sem lifa þótt þau hafi ekki endilega unnið.
  • Já já já já JÁ JÁ JÁ!
  • Aðdáandi. Viðburður sem gerir það samfélagslega eftirsóknarvert að leikskólabörn klæði sig í BDSM galla á almannafæri hlýtur að hafa eitthvað við sig, eða hvað? Svo eru Eurovision partý alltaf skemmtileg, sérstaklega ef maður sleppir við að heyra lögin. Annars skora ég á alla að sjá heimildarmyndina A Song Called Hate um Hatara í Ísrael. Magnað dæmi. 
  • Ég var það en verð að viðurkenna að ég er komin með leið á því núna.
  • Hef ekki horft á Júróvisjón í 20 ár. Ef ég er einhvers staðar þar sem er Júróvisjón, fer ég eitthvað annað. Fylgist heldur ekki landsliðinu né farið að eldgosinu. Reyndar geri ég ekkert að því sem allir gera. Kannski er ég fýlupúkinn sem er á móti öllu.“
  • Eeeeelska Eurovision en er alltaf ósammála öðrum Íslendingum um val á lagi.
  • Ég elska Júróvisjón meira en börnin mín. Það er bara svo gaman að sjá Íslendinga keppa á alþjóðavettvangi. Þetta Covid er að skemma alla ánægju fyrir mér. 
  • Þetta er verulega úrkynjað dæmi og auðvelt að fyrirlíta það. En ef þú fellst á forsendurnar, gefur þig þeim á vald þá er þetta gott grín.

Eftirfarandi einstaklingar skipa dómstól Mannlífs: 

- Auglýsing -

Gassi Kling, DJ

Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður

Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur og rithöfundur

- Auglýsing -

Sigga Kling, lífskúnstner

Kolbrún Hafsteinsdóttir, framhaldsskólanemi

Birna Magnadóttir, upplýsingafulltrúi

Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri

Gógó Starr, dragdrottning

Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri

Jón Heiðar Ragnheiðarson, umhverfisvinur og markaðsmaður

Birna Magnadóttir
Eva Magnúsdóttir
Gassi Kling
Gógó Starr
Jakob Bjarnar Grétarsson
Jón Heiðar Ragnheiðarson
Kolbrún Hafsteinsdóttir
Nanna Rögnvaldardóttir
Sigga Kling
Steingerður Steinarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -