Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

„Þetta er grjóthart fag“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bylgja Kærnested, deildarstjóri hjúkrunar á hjartadeild Landspítala (LSH), segir að þörf á sérþekkingu hjúkrunarfræðinga hafi aldrei verið meiri og hvetur til þess að fagstéttin nýti fjórðu iðnbyltinguna til gera starf hjúkrunarfræðinga enn skilvirkara.

 

Ein helsta áskorun hjúkrunarfræðinnar sem fagstéttar er að höfða betur til karla til að auka nýliðun í faginu en 97 prósent hjúkrunarfræðinga á Íslandi eru konur.

„Við þurfum að breyta þessari ímynd um að hjúkrunarfræði sé krúttlegt kvennastarf, því það gæti ekki verið lengra frá sannleikanum. Þetta er grjóthart fag, það eru alvöruhlutir að gerast alla daga og hjúkrunarfræðingar bjarga mannslífum alla daga og en líka efla og viðhalda lífsgæðum sjúklinga,“ segir Bylgja og bætir við að auk þess ættu margir hlutar fagsins að höfða til karla, sérstaklega tæknilegi hluti starfsins.

„Ég held að þegar fagið var ungt voru þetta mest konur sem sóttu í og sinntu þessu starfi. Síðan hefur okkur ekki tekist að markaðssetja starfið fyrir karla hér á Íslandi eins og víða annars staðar,“ segir hún og bendir á að það starfi mun fleiri karlar við fagið á hinum Norðurlöndunum.

Bylgja segir að það sé vöntun á hjúkrunarfræðingum sem tala erlend tungumál eins og pólsku og filipínsku, þeim þurfi að fjölga í stéttinni sem og körlunum. „Við sinnum alls konar fólki, bæði konum og körlum, hvaðan sem er úr heiminum og það er mjög gott að hafa blöndun í umönnunarstéttunum.“

Tækifærin felast í fjórðu iðnbyltingunni

- Auglýsing -

Bylgja útskýrir að sjúkrahús séu farin að beita sífellt flóknari meðferðum, þá segi það sig sjálft að þörf fyrir sérþekkingu hjúkrunarfræðinga sé alltaf að aukast. „Kannanir sýna líka fram á að þar sem fleiri hjúkrunarfræðingar starfa fyrir hvern sjúkling, þar er einnig lægri dánartíðni, styttri legur, minni byltur og færri sýkingar. Þannig að þessi sérþekking sem hjúkrunarfræðingar búa yfir er ótrúlega mikilvæg.“

Gott skipulag, nýjasta tækni og góð vinnuaðstaða er meðal þess sem Bylgja nefnir sem mikilvæga þætti sem stuðla að hámarksnýtni hverrar vinnustundar hjúkrunarfræðings.

„Hjúkrunarfræðingar eru takmörkuð auðlind og við þurfum að fara vel með hana. Við höfum meðal annars gert það með því að ráða inn aðstoðarfólk af því að rannsóknir sýna að stór hluti af tíma hjúkrunarfræðinga fer í að sinna störfum sem aðrir gætu gert. Eins er hægt að láta tæknina hjálpa sér meira. Það er hægt að nota lyfti- og léttitækni og ýmislegt sem léttir vinnu starfsfólks og nýtir tíma þess betur. Þetta eru hlutir sem við erum byrjuð að laga. Það er um að gera að nýta þessa fjórðu iðnbyltingu sem mikið er verið að tala um.

„Vélmenni geta sinnt hluta skurðaðgerða en það verður líklega enn lengra í að þörf á hjúkrunarfræðingum minnki.“

- Auglýsing -

Við þurfum að vera óhrædd við að henda okkur á vagninn varðandi tæknina. Tæknin og gervigreindin getur gert það að verkum að það verði jafnvel minni þörf fyrir til dæmis lækna eftir nokkur ár. Vélmenni munu geta sinnt hluta skurðaðgerða en það verður líklega enn lengra í að þörf á hjúkrunarfræðingum minnki miðað við það sem nú er. Hins vegar er líklegt að störfin breytist samhliða tækniþróun en þá hefur hjúkrunarfræðingurinn meiri tíma til að sinna störfum sem enginn annar getur gert og sitja gjarna á hakanum,“ segir Bylgja að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -