Föstudagur 26. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Þetta eru hneyklismálin úr íslenskum íþróttaheimi – „Vildu fá mig með á hóruhús“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn ein ásökunin er komin fram hjá íþróttahreyfingunni. Varðar hún ferð til Póllands 2016.

Landsliðsmenn í knattspyrnu hafa setið undir þungum ásökunum, staðfestum og óstaðfestum síðustu daga og virðist ekkert lát var á þeim. Þá hefur fráfarandi stjórn KSÍ legið undir ámæli ásamt framkvæmdarstjóranum, Klöru Bjartmarz, fyrir þöggun á málunum sem upp hafa komið.

 

Það sem komið hefur fram til þessa snýr að landsliðsmönnunum „strákunum okkar“ í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson, stjörnuleikmaður íslenska landsliðsins, sætir rannsókn í Englandi, grunaðum um kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Mannlíf opnaði á málið.

Greip í klof kvenna

- Auglýsing -

Kolbeinn Sigþórsson, framherji landsliðsins, beitti Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur árið 2017. Greip Kolbeinn í klof hennar á skemmtistaðnum og tók hana seinna um kvöldið hálstaki, svo á sást. Kolbeinn ku hafa viðurkennt brot sitt, iðrast og greitt Þórhildi Gyðu miskabætur, líkt og Mannlíf sagði fyrst frá.

Þá steig fram kona nýverið sem sagði að tveir landsliðsmenn, annar þeirra þjóðþekktur, hafi nauðgað sér inni á hótelherbergi erlendis árið 2010. Konan grunar þá um að hafa sett eitthvað í glasið sitt á skemmtistaðnum en hún ældi yfir annan þeirra í leigubílnum á leið á hótelherbergi þeirra. Hún hafi svo ælt í rúmið líka og yfir sig. Skeyttu þeir engu um þó hún hefði ælt yfir sig og rúmið og skiptust þeir á að nauðga henni. Daginn eftir sagði annar þeirra „vó, ekki kæra mig fyrir nauðgun“ og hló. Mannlíf sagði fyrst frá.

- Auglýsing -

Fjarlægður af lögreglu

Mynd / Skjáskot RÚV.

Ragnar Sigurðsson gekk berserksgang í íbúð þáverandi eiginkonu sinnar í Garðabænum, sumarið 2017 en kalla þurfti út lögreglu sem mætti á staðinn. Samkvæmt vitnum var Ragnar fjarlægður af heimilinu af lögreglunni en nágranninn sem hlúði að þáverandi maka Ragnars tilkynnti málið til KSÍ.

Hegðun Eiðs Smára Guðjónsen hefur einnig verið til umræðu en atvik í miðbæ Reykjavíkur vakti hneikslan margra en myndband af því fór á víð og dreif um samfélagsmiðlana. Þar sést Eiður Smári í annarlegu ástandi, kasta af sér vatni á almannafæri. Þá var grunur um að hann hefði mætt í Sjónvarp Símans undir áhrifum og hlotið tiltal hjá Guðna Bergs, fyrrverandi formanns KSÍ fyrir vikið. Mannlíf sagði fyrst frá.

Stjórn KSÍ hefur öllu sagt af sér í kjölfar ásakananna en upp hefur komist um lygar formannsins í fjölmiðlum og þöggun stjórnarinnar í þessum málum.

Nýjar ásakanir komnar fram

Ein af nýjustu ásökununum kom fram í gær á samfélagsmiðlinum Twitter en í þetta sinn er það á hendur háttsettra manna innan Handknattleiksheimsins. Eva Björk Ægisdóttir, íþrótta og fréttaljósmyndari, segir á Twitter aðgangi sínum eftirfarandi „Ég var á EM í Póllandi 2016 fyrir HSÍ. Núverandi framkvæmdastjórar HSÍ og Víkings á Ólafsvík vildu fá mig með sér á hóruhús, og suðuðu í mér.“ Hún heldur áfram og segir þá hafa þótt svo leiðinlegt að hafa hana með í svona ferðum því hún „tók ekki þátt í bullinu“. Að lokum bæti hún því við að hún hafi ekki látið platast.

Þá skrifaði Hulda Hrund á Twitter eftirfarandi færslu „Við getum þó gefið Klöru það að hún sagði satt og rétt frá að hópnauðgunarferlið gekk ekki betur en það að meintur gerandinn er enn í byrjunarliði FH og þjálfar yngri flokka.“

Semi Erla tvítaði í þetta í gær: „Næsta rökrétta skref hlýtur að vera að krefja klúbbana um að taka ofbeldisfullu fótb.mennina úr keppni. Nokkur ísl.félög gætu td. byrjað á að reka nauðgarana í liðunum sínum & jafnvel þann sem frelsissv. konu sína & læsti í kjallara vikum saman. Aðrar íþr. gætu svo fylgt eftir“ Aðspurði í athugasemd hvort hún geti sagt eitthvað meira um þetta mál svara Semi því til að í raun geti hún það ekki að svo stöddu en bæti þó við að maðurinn sé partur af „Strákunum okkar“ og að hann spili í Pepsídeildinni.

Það er því nokkuð ljóst að samfélagið sem og miðlar þess nötri þessa dagana vegna ásakana og hneikslis og ofbeldismála og nokkuð rökrétt að halda því fram að fleira grútskítugt mjöl muni finnast í íþróttahorninu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -