Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

„Þetta verða ansi fátækleg jól“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylduhjálp Íslands fæddi 1.450 munna á Suðurnesjum í síðasta mánuði. Á heildina er um 681 fjölskylda sem fékk þar mataraðstoð í september. Verkefnisstjórinn segir stöðuna skelfilega og óttast að staðan um jólin verði enn verri.

Fréttablaðið greindi frá því að bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar væru enn að bíða eftir því að sjá bókhald samtakanna og þannig hafi verið í næstum eitt og hálft ár. Fyrir vikið hafi reynst ómögulegt að hjálpa Fjölskylduhjálpinni. Anna Valdís Jónsdóttir, varaformaður og verkefnisstjóri Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum, hafnar því alfarið og segir bókhald samtakanna galopið. Hún segir lífsnauðsynlegt að fjárhagsaðstoð fáist hið fyrsta frá sveitarfélaginu. „Þessi fréttaflutningur var afbökun á stöðunni því við erum með galopið bókhald. Því miður er alveg rosalega mikið að gera hjá okkur og verður án efa miklu meira þegar nær dregur jólum. Staðan er alveg hrikaleg hjá okkur, það er hreint hörmungarástand á Suðurnesjum,“ segir Anna.

Aðspurð merkir Anna mun dag frá degi á versnandi stöðu fjölskyldna á Reykjanesinu. „Já, já, já. Það eru svo margir sem fá engar bætur og fólk er gjörsamlega peningalaust. Það hefur ekki einu sinni haft efni á því að kaupa plastpoka hjá okkur á 30 krónur þannig við höfum þurft að gefa þá líka því fólk á einfaldlega ekki fyrir því. Fólkið sem leitar nú til okkar veit bara ekki hvernig það á að komast af. Í gær kom til dæmis til mín ungt barnafólk sem í byrjun mánaðarins hefur ekki efni á mjólkurpotti,“ segir Anna.

Verkefnastjórinn leggur áherslu á að sveitarfélagið bregðist fljótt við og aðstoði samtökin við að hjálpa nauðstöddum íbúum sem eiga ekki aur til að brauðfæða fjölskyldur sínar. „Þeir vísa á okkur en við erum ekki með neitt peningatré til að ganga í. Við þurfum aðstoð strax því ástandið á bara eftir að versna virkilega. Ég sé bara jólin fyrir mér og spyr mig hvernig verður þetta eiginlega. Getur fólk yfirhöfuð haldið jól? Ég er ansi hrædd um að jólahátíð þetta árið verði ansi fátækleg á Suðurnesjum og miklir erfiðleikar,“ segir Anna Valdís.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -