Laugardagur 20. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Þjóðverjar skylda foreldra til að bólusetja börnin sín

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þýska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem skyldar foreldra til að bólusetja börnin sín gegn mislingum. Þeir foreldrar sem trassa þessa skyldu geta átt von á sekt sem nemur allt að 350 þúsund krónum.

Frá og með mars á næsta ári verða allir foreldrar að leggja fram sönnun þess efnis að börnin hafa verið bólusett áður en þau eru innrituð í skóla eða leikskóla. Það sama á við alla umsækjendur um störf í barnaummönnun, hvort sem það er á daggæsluheimilum, heilbrigðisstofnunum eða flóttamannamiðstöðvum.

Þann 31. júlí árið 2021 eiga allir nemendur, kennarar og starfsfólk í skólum og leikskólum landsins að vera bólusettir og geta lagt fram sönnun þess efnis.

Lögin eru viðbrögð við útbreiðslu mislinga í landinu. Í fyrra greindust 543 einstaklingar með mislinga sem var 350 prósent aukning frá árinu áður. Það sem af er þessu ári hafa 400 greinst með mislinga. Heilbrigðisráðherrann, Jens Spahn, vonast til þess að með þessu fari bólusetningahlutfall upp í 95 prósent.

Frumvarpið verður lagt fyrir þingið til samþykktar en samkvæmt frétt The Local er ekki búist við að það mæti andstöðu þar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -