Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Tveggja ára stúlka á Þórshöfn lést úr Covid: „Við margsögðum að hún ætti erfitt með andardrátt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 telja læknisþjónustu víða á landsbyggðinni óásættanlega en eru þau búsett á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu ásamt börnum sínum. Þá segja þau heilbrigðiskerfið hafa brugðist og velta því fyrir sér hvort það hefði verið hægt að bjarga dóttur þeirra ef hlustað hefði verið á þau.

hún er að reyna að gráta og hún getur það ekki

Þau Arnar Þór Ómarsson og Petra Bergrún Axelsdóttir foreldrar Berglindar Bjargar lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvernig heilbrigðiskerfið brást þeim þegar Berglind,dóttir þeirra, veiktist fyrsta sunnudag í mars.
Fyrr um daginn segja þau að Berglind hafi verið með tiltölulega lítil einkenni, smá kvef, hálsbólgu og hæsi. Það breyttist skyndilega um kvöldið þegar henni versnaði hratt og hringdu þau þá á Læknavaktina til þess að leita ráða en þá var hún með 38,8 stiga hita.
Ráðleggingarnar sem þau fengu var að vera með hana við opinn glugga en þegar þau sjá að það ber ekki árangur hringja þau aftur á vaktina og óska eftir að ræða við lækni.

„Ég fæ að tala við lækninn. Hann talar um það að það séu 70 kílómetrar að keyra til mín og hvort það megi ekki koma hjúkrunarfræðingur til mín,“ segir Arnar.
Læknirinn hringir þá út hjúkrunarfræðing sem er starfsmaður á dvalarheimili á Þórshöfn og mætir hann til fjölskyldunnar í kjölfarið.

„Hún kemur til okkar og stoppar stutt. Hún hlustar á henni bakið og segir að þetta sé bara eiginlega í nefinu á henni. Hún reynir að taka súrefnismettun á puttanum á henni sem að gengur ekki af því hún er með svo lítinn putta, þannig að hún sleppir því bara alfarið,“ segir Arnar og bætir við að þau hafi nú heyrt að það eigi að mæla súrefnismettun á stóru tá á litlum börnum.
„Hún er með Covid-test sem hún segir að þurfi ekki að taka. Ég spyr þá hvort hún vilji ekki taka Covid-test á okkur en henni finnst það líka bara vera óþarfi.“
Hjúkrunarfræðingurinn ráðleggur þeim að gefa henni Nezeril og hitalækkandi en þar með lýkur heimsókninni.

Petra segir að Berglind hafi ekkert talað eftir að hjúkrunarfræðingurinn fór og átti hún erfitt með andadrátt. „Svo gef ég henni hitalækkandi þannig ég finn að hitinn lækkar. Hún sofnar og sefur svo á bringunni á mér. Ég treysti mér ekki til þess að fara að sofa því ég vildi bara fylgjast með henni,“ segir hún.

Berglind svaf illa og vaknaði upp aftur og aftur um nóttina en þegar Petra stendur upp með hana sér hún að varirnar eru farnar að blána.
„Þá sé ég að hún er að reyna, að hún getur ekki, hún er að reyna að gráta og hún getur það ekki. Þá fara varirnar að blána. Þá vek ég pabba hennar og segi honum að hann verði að hringja á Neyðarlínuna,“ segir Petra

- Auglýsing -

„Ég legg hana bara strax niður á gólfið og byrja að blása og hnoða. Hún deyr bara hjá mér meðan ég er að reyna að blása í hana lífi,“ segir Arnar og bætir við að sjúkraflutningamennirnir hafi komið og barist og gert allt sem þeir gátu.

„Hún kemur hálf tíu, tíu, hjúkrunarfræðingurinn og hún er dáin um þrjú leytið,“ segja Arnar og Petra en Berglind var úrskurðuð látin um klukkan fimm um nóttina.

Úr frumniðurstöðu krufningar kom í ljós afgerandi niðurstaða en var það Covid-19 sem hafði lokað barkanum á Berglindi. Arnar og Petra segja að Berglind hafi alltaf verið hraust. Hún var ákveðin, stjórnaði eldri bræðrum sínum og fékk þá til þess að leika við sig.
„Það eru foreldrar sem að þekkja börnin sín best. Við margtöluðum um að þetta væri í barkanum á henni og margsögðum að hún ætti erfitt með andardrátt og það er bara hundsað,“ segja Petra og Arnar sem hafa nú ákveðið að flytja til Akureyrar þar sem þau dvelja núna. Ástæðan sé sú að þau hreinlega treysti sér ekki til þess að búa með syni sína eins langt frá spítala og þau hafa gert hingað til en ljóst er að heilbrigðskerfið  brást fjölskyldunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -