2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tyra Banks vill ekki að sonur hennar verði fyrirsæta

Ofurfyrirsætan Tyra Banks, sem er hvað þekktust fyrir að stýra þáttunum America’s Next Top Model, mætti á rauða dregilinn fyrir upptöku á þáttunum America’s Got Talent nýverið, enda kynnir þáttanna.

Blaðamaður Us Magazine náði tali af fyrirsætunni á rauða dreglinum. Í viðtalinu sagði hún meðal annars að hún vildi ekki að sonur sinn yrði fyrirsæta, en hún á hinn tveggja ára gamla York með fyrrverandi kærasta sínum, Erik Asla.

„Ég vil ekki að hann verði fyrirsæta en ég segi ekki við hann: Ekki gera það, því þá myndi hann vilja það enn meira. Ég ætla að styðja hann í því sem hann vill gera en ég vona bara að það verði ekki fyrirsætustörf. En ef hann velur þá braut kenni ég honum að brosa með augunum,“ sagði Tyra á dreglinum, en henni er tíðrætt um að brosa með augunum, eða smize, í þáttunum þar sem hún leitar að næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna.

Tyra veit hvað hún syngur.

AUGLÝSING


Tyra segir að lítil virðing sé borin fyrir karlfyrirsætum í tískubransanum.

„Ég held að karlfyrirsætur séu ekki í sömu stöðu og kvenfyrirsætur. Kvenfyrirsætur grínast stundum og kalla karlfyrirsætur fylgihlutina sína. Ég er með eyrnalokka og í skóm og með karlfyrirsætu í tökunum. Svona grínast stelpurnar með þá,“ sagði Tyra.

Þá ræddi hún einnig um hve klár York er, og sagði hann langt á undan sínum jafnöldrum.

„Hann hefur kunnað að telja uppá tuttugu síðan hann var átján mánaða. Hann er rosalega, rosalega gáfaður. Hann talar spænsku, norsku og ensku. Hann er klár. En hann er samt brjálaður og veltir sér um gólfið og hlustar oftast ekkert á mig.“

Lestu meira

Engar færslur fundust.

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is