• Orðrómur

Undarleg verðlagning hjá Nettó – Sögðust hafa lagað þetta hjá sér

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Neytandi varð var við undarlega verðlagningu á ostsneiðum hjá Nettó í Mjóddinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Annars vegar er um laktósafrían ost að ræða en hins vegar hefðbundinn ost.

Það sem vekur furðu er að laktósafríar vörur eru ávallt dýrari en þær venjulegu, auk þess er þessi hefðbundni á tilboði. Verðið á laktókafría ostinum er 981 króna en hefðbundni tilboðsosturinn er á 999 krónur. Tilboðsosturinn er því 18 krónum dýrari en sá laktósafríi. Báðar pakkningarnar eru 500 grömm að þyngd.

Hefðbundin ostur á tilboði kostaði 999 krónur

- Auglýsing -

Sá laktósafríi kostar 981 krónur

Neytandinn sendi Nettó athugasemd um málið. Nettó sagði honum að búið væri að laga þetta svo hann fór að athuga málið. Þá var búið að hækka verðið á þeim laktósafría og tilboðsosturinn var orðinn 10 krónum ódýrari en sá laktósafríi. Nettó virðist því hafa hækkað þann laktósafría og lækkað verðið á þeim hefðbundna tilboðsostinum, sem þá minnkar verðmunin en er samt sem áður enn undarlegt því tilboðsosturinn er enþá dýrari en sá laktósafríi.

Þetta er því miður ekki í fyrsta sinn sem svona nokkuð kemur upp hjá Nettó á skömmum tíma svo það er gott að neytendur séu glaðvakandi eins og þessi sem gómaði þetta tilfelli.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -