Laugardagur 18. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Vantar bakhjarla: „Frumkvæði okkar er fáheyrt og það er kominn tími til að taka upp hanskann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frumkvæði þeirra Eddu Guðmundsdóttur hönnuðar og Auðar Elísabetar Valdimarsdóttur margmiðlunarhönnuðar er ákaflega fallegt og einstakt. Þær  hafa hug á að standa fyrir nýjum námskeiðum fyrir fatlaða og öryrkja, bæði börn og fullorðna. Námskeiðin verða undir nafninu SamVera. Hjá SamVeru eru heimsmarkmiðin, samfélagsábyrgð, umhverfi og  virðing í aðalhlutverki.

 

Edda Guðmundsdóttir, hönnuður
Auður Elísabet, margmiðlunarhönnuður ásamt fjölskyldu sinni

 

Þær Edda og Auður, kalla sig samfélagslega meðvitað hönnunarteymi sem nýtir þekkingu sína og drifkraftinn sem þær búa yfir til þess að sameina og efla sköpunarkraft og umhverfismeðvitund fólks. Þær reka saman Vera Coworking sem er vinnustofurými fyrir konur sem vilja vinna að  sköpun sinni og deila þar krafti og þekkingu í gefandi og fallegu umhverfi. Nú hafa þær stofnað SamVeru og kalla eftir stuðningi bæði frá almenningi og fyrirtækjum til þess að koma til móts við mjög takmarkaða greiðslugetu og framboði á niðurgreiðslu sem er lítil sem engin fyrir þessa  hópa.

SamVera er sköpunarverk þeirra Eddu og Auðar

 

Hvað varð til þess að ykkur datt í hug að stofna SamVeru ?

- Auglýsing -

„SamVera varð til þegar við fórum að ræða um hversu lítið er í boði fyrir fatlað og langveikt fólk til afþreyingar og sköpunar. Auður er móðir fatlaðs drengs og þekkir hún því umhverfið og þarfir fatlaðra frá fyrstu hendi. Hönnunarverk okkar undanfarin misseri hafa snúist um að hanna nytjahluti úr endurnýtanlegum efnum frá fyrirtækjum og heimilum sem að öllu jafna væri fargað. Með þekkingu, sköpun, þörf og vilja hafa þær sameinað þessi hjartans mál undir nafninu SamVera“.

 

Það verður ýmislegt skemmtilegt í boði á námskeiðunum
Endurnýting er í hávegum höfð hjá SamVeru

 

- Auglýsing -

Segið aðeins frá þessu verkefni ykkar, SamVeru

„SamVera eru nýtt hönnunarnámskeið fyrir fatlað og langveikt fólk og börn þar sem þeim er kennt að nýta eigin sköpunarkraft til að hanna og útfæra sína eigin nytjahluti úr endurnýtanlegum efnum. Lagt er upp með að kenna á hverju námskeiði hvernig nýta skal áhuga sinn og innblástur í hönnun sem talar frá hjarta hvers og eins þátttakanda. Námskeiðin eru 7,5 – 10 kennslustundir og fara fram í aðgengilegu og vel upp settu rými í Faxafeni 10 þar sem allir eiga að geta unnið að  hönnun sinni, á sínum hraða, undir faglegri handleiðslu og persónulegri nálgun“.

 

Sumarnámskeið sem fyrirhuguð eru

 

Hver eru markmið SamVeru  ?

 „Markmið SamVeru er að þátttakendur á námskeiðinu öðlist þekkingu og færni til að halda áfram að vinna með og þróa sína eigin hönnun úr endurnýtanlegum efnum og þar með haldið kostnaði í lágmarki, sköpun í hámark og umhverfismál í forgangi. Útkoman eru praktískir og skemmtilegir nytjahlutir sem nýtast í daglegu lífi fólks“.

 

Í boði verður að gera skartgripi
Fallegur órói

 

 

Leita eftir bakhjörlum og styrktaraðilum

„Það er mikil þörf á því að þessir hópar hafi aðgang að námskeiðum sem þessum og afþreyingu
almennt. Það sem hins vegar er alltaf flöskuháls er kostnaðurinn fyrir þessa aðila sem ekki hafa
mikið til skiptanna af örorkubótum sínum. Aðgangur að styrkjum til námskeiða sem okkar er afar
takmarkaður fyrir þennan hóp. Okkar heitasta ósk er að geta boðið upp á þessi námskeið
gjaldfrjálst fyrir fatlaða, lamaða, langveika og öryrkja. Þess vegna sendum við ákall til
einstaklinga og fyrirtækja um aðstoð við verkefnið.

Sú aðstoð getur falist í tvennu:
Við erum að leita að bakhjörlum til að styrkja verkefnið til framkvæmdar. Kostnaður á ekki að standa í veg fyrir framkvæmd og þátttöku í samfélags-og umhverfismeðvituðum verkefnum sem þessu það er okkar markmið! Hjá SamVeru eru heimsmarkmiðin, samfélagsábyrgð og umhverfi virðing í forystuhlutverki. Við köllum sérstaklega til fyrirtækja sem hafa samfélagsábyrgð að leiðarljósi í sínum rekstri.

Við erum í leit að fyrirtækjum eða einstaklingum sem eru með efni sem er reglulega fargað sem hægt væri að nýta í hönnun á nytjavöru. Hérna er sérstakt tækifæri til að taka ábyrgð og koma þessum efnum í endurnýtingu hjá okkur undir góðum málstað.

Allir bakhjarlar fá stað á heimasíðu okkar og í allri markaðssetningu hjá SamVeru en við teljum það göfugt að ganga til stuðnings við verkefnið eins og okkar.
Við erum að leitast við að koma boðskapnum út! Kíkið við á heimasíðuna okkar og við hvetjum alla sem eru áhugasamir til að skrá sig á póstlistann okkar og fylgjast með ferlinu“.

 

 

Það er nauðsynlegt fyrir fatlaða og öryrkja að hafa greiðan aðgang að námskeiðum sem þessum
Sköpun er mjög gefandi fyrir alla

   

Hér má sjá heimasíðu SamVeru og skoða námskeiðin og fleira.

Hér er Facebook – síða SamVeru.

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -