Fimmtudagur 25. maí, 2023
8.1 C
Reykjavik

Vaxtahækkunin mikill skellur fyrir skuldara: Mánaðarreikningur hækkar um 45 þúsund krónur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íbúðareigandi sem skuldar 60 milljónir í óverðtryggðu húsnæðisláni, þarf að greiða rúmlega 45 þúsund krónum meira í mánaðarlega afborgun eftir stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands í morgun.

Það má því gera ráð fyrir að stýrivaxtahækkunin muni koma sér illa fyrir heimilin í landinu. Þetta er í tólfta sinn í röð sem Seðlabankinn hækkar stýrivexti, sem nú eru í hæstu hæðum eða 7,5 prósent.

Mannlíf leitaði til Steinunnar Bragadóttur, hagfræðings, hjá Alþýðusambandi Íslands og fékk upplýsingar um hvað þetta myndi þýða fyrir mánaðarlega greiðslubyrði af óverðtryggðu húsnæðisláni.

Við gefum okkur að aðeins sé um eitt lán að ræða og að að lánið sé til 40 ára og á jöfnum greiðslum.

Greiðslubyrði af 20 milljón króna lán myndi að jafnaði hækka um rúmlega 15 þúsund krónur. Af 40 milljón króna láni má gera ráð fyrir 30 þúsund króna hækkun afborgana á mánuði, og um rúmlega 45 þúsund króna hækkun á afborgunum á 60 milljón króna láni.

Steinunn útskýrir nánar það sem gerist við hækkunina.

- Auglýsing -

„Til að segja til um mánaðarlegar afborganir lána eru ákveðnar forsendur sem við þurfum að gefa okkur í þessu samhengi. Stýrivextir hækka um 1 prósent í dag og við gefum okkur það að bankarnir bregðist við með sömu hækkun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána, þ.e. um 1 prósent á næstu vikum ( t.d. Landsbankinn úr 8% í 9% og Íslandsbanki úr 8,25% í 9,25%). Og eins og kom fram hér að framan þá er þetta reiknað miðað við núverandi vaxtastig í bönkunum á óverðtryggðu láni til 40 ára með jöfnum greiðslum og að bankarnir hækki sína vexti um það sem nemur stýrivaxtahækkun,“ segir Steinunn.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -