• Orðrómur

Velur íslenska hönnun fram yfir fjöldaframleiðslu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Dagskrárgerðarkonan Sunna Axelsdóttir lýsir stílnum sínum sem „komfí kúl“ .

„Ég held að ég myndi lýsa mínum persónulega fatastíl sem „komfí kúl“ en ég pæli mikið í efnum og sniðum og finnst best að versla í litlum búðum, helst beint frá hönnuði. Bæði af því að gæðin eru betri og miklu skemmtilegra að eiga færri vönduð föt sem maður elskar heldur en að fylla skápinn af drasli sem maður hendir síðan eftir nokkur ár. Að mínu mati er líka mun betra að styðja við íslenska hönnun og skapandi fatagerð heldur en fjöldaframleiðslu. Á Íslandi versla ég í Yeoman, Kiosk, Stefánsbúð og við ÝRÚRARÍ. Annars versla ég mikið á Netinu því oftast veit ég hvað ég vil og þá er þægilegt að leita það uppi fyrir framan tölvuskjáinn.“

„Að mínu mati er líka mun betra að styðja við íslenska hönnun og skapandi fatagerð heldur en fjöldaframleiðslu.“

Þegar talið berst að þekktum konum sem veiti innblástur segir hún þær margar. „Ef ég ætti að nefna nokkrar þá væru það: Karin Dreijer Andersson, Kate Bush, Iris Apfel, Miharu Koshi, Pussy Riot, Nawal El Saadawi og allar konur sem þora að vera tussur og druslur. Ef það er eitthvað sem allar konur ættu að eiga í fataskápnum sínum fyrir veturinn, og reyndar bara almennt í lífinu væri það eitthvað sem þeim finnst geggjað kúl en engum öðrum.“

Mynd / Aldís Pálsdóttir

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Klassísk hönnun fer aldrei úr tísku

Stefán Svan Aðalheiðarson og Dúsa Ólafsdóttir eru bæði menntaðir hönnuðir og hafa unnið í tískubransanum í áraraðir,...

Fjallað um hönnun Arnars Más á vef Vogue

Í nýrri grein á vef bandaríska Vogue er að finna viðtal við íslenska fatahönnuðinn Arnar Má Jónsson. Arnar Már og...

Sögulegir skór Elísabetar í nýrri útgáfu

Glæsilegir skór sem Elísabet Bretlandsdrottning klæddist þegar hún tók við bresku krúnunni þann 2. júní 1953 hafa nú verið endurhannaðir og...

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -