Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

VERÐKÖNNUN VIKUNNAR – 149 prósent verðmunur á pítsum – Spaðinn ódýrastur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verðkönnun vikunnar leiddi í ljós að gríðarlegur munur er á verði á pítsum. Frá 35 prósent upp í 149 prósent verðmunur. Á 2 lítra gosi reyndist munurinn 100 prósent.

Í verðkönnun vikunnar skoðaði Mannlíf verð á pítsum og 2 lítra gosi á höfuðborgarsvæðinu. Verð var athugað hjá 24 stöðum sem bjóða upp á pítsur. Verð voru fengin á vefsíðum veitingastaðanna nema í tveimur tilfellum þurfti að hringja eftir upplýsingunum. Megnið af stöðunum gefa ekki upp stærðir á bökunum sem er mjög óþægilegt, sérstaklega ef fólk þekkir ekki til staðanna og hvaða stærðir eru í boði. Algengast var að stærðirnar væru gefnar upp svona: lítil, mið og stór. Ekki virtist vera 2 lítra gos í boði nema á 14 af 24 stöðum. Tekið var niður verð á Margarítuböku í öllum stærðum sem í boði voru á hverjum stað fyrir sig. Verðin voru tekin eftir uppgefnu verði á matseðli. Sumir af þessum stöðum bjóða afslátt sé um sóttar pítsur að ræða.

Niðurstöður  

Spaðinn reyndist vera með lægsta verðið í flokkunum miðstærð og stór. Duck & Rose var með dýrustu bökuna í flokknum miðstærð, 149 prósent hærra verð en hjá Spaðanum. Eldsmiðjan var með hæsta verðið í flokknum stór, 66 prósent hærra verð en hjá Spaðanum. Í 18“ flokknum voru ekki nema fimm staðir og var Costco með lægsta verðið. Vegna þess að ekki eru allir með aðgang að Costco eru tveir staðir jafnir sem næst ódýrustu, Sbarro og Pizza King. Dýrasti staðurinn í flokknum er því Plútó en þar er verðið á 18“ böku 42 prósent hærra en hjá Costco en 35 prósent hærra en hjá Sbarro og Pizza King.  Staðurinn með lægsta verð á 2 lítra gosi er Spaðinn en hæsta verðið er hjá Flatbökunni. 2 lítra gos er því 100 prósent dýrara hjá Flatbökunni en hjá Spaðanum.

Afhverju þessi gríðarlegi munur

Auðvitað er munur á hvernig deig er notað og hvernig pítsurnar eru bakaðar en það varpar alls ekki ljósi á þann mikla verðmun sem blasir við. Það að 2 lítra gos og drykkir yfirhöfuð séu seldir á svimandi háu verði er bara óskiljanlegt. Auðvitað er álagningin ekki sú sama og út úr lágvöruverðsverslun en svona álagning er til skammar. Nú virðist Spaðinn geta selt 2 lítra gos á mjög sanngjörnu verði, afhverju geta ekki allir gert það sama ?

- Auglýsing -

Hér að neðan má sjá öll verð:

 

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -