Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Vigdís fór í leiðangur: „Miðbærinn skítugur og ógeðslegur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er sorgmædd yfir því hversu skítugur og ógeðslegur miðbær höfuðborgarinnar er orðinn. Hún fór í göngutúr um miðborgina og tók af því tilefni rafmagnskassamyndasyrpu.

Syrpuna birti Vigdís svo sem færslu á Facebook. Þar undrast hún stefnu meirhluta borgarinnar þegar kemur að miðbænum. „Miðbærinn er orðinn mjög skítugur og ógeðslegur. Þetta er víst það sem meirihlutinn vill …!!! Hvaða stefna er þetta?
Fór í rafmagnskassagöngutúr – Laugvegur frá Hlemmi að Lækjargötu og Hverfisgata að Hlemmi Fyrir ykkur sem aldrei farið í miðbæinn – þá er ástandið svona,“ segir Vigdís.

Hér má sjá nokkrar af myndum Vigdísar úr miðbæjarsyrpunni. Mynd / Skjáskot Facebook.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem veggjakrot í miðborginni er til umræðu. Stefanía Guðjónsdóttir borgari velti upp þeirri spurningu á dögunum hvort barátta fyrir nýrri stjórnarskrá gefi fólki rétt á að skemma eigur annarra. Þar vísar hún til veggjakrots víða í miðborginni sem finna megi á veggjum, rafmagnskössum og gagnstéttum.

Þó að Stefanía sé ósátt við veggjakrotið tekur hún það fram að færsla sín í hópi íbúa í miðborginni á Facebook endurspegli ekki skoðun sína á stjórnarskrám. „Það að vilja nýja stjórnarskrá gefur það manni rétt að skemma eigur annarra? Þetta er aldeilis fínt veggjakrotsfordæmi sem nú er sett út um allan bæ. Á veggjum, rafmagnskössum og gangstéttum. Það að nota stensil eða vilja nýja stjórnarskrá gerir þetta ekki að minni skemmdaverkum,“ sagði Stefanía.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -