Föstudagskokteillinn – sumarlegur og svalandi

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Kokteilagerð hefur notið æ meiri vinsælda undan farin ár enda afar gaman að hrista sinn eigin kokteil og bera fram í fallegu glasi með klökum og skrauti. Hér er einn afar sumarlegur og viðeigandi kokteill á þessum árstíma en hann er úr rósavíni og jarðarberjum og hentar því vel sem fordrykkur í garðveislunni eða bara sem svalandi kokteill á pallinn.

 

Kaldur rósavínskokteill með jarðarberjum
fyrir 4-5

1 flaska (750 ml) rósavín
1 dl sykur
1 dl vatn
200 g jarðarber, snyrt og skorin í tvennt
1 dl nýkreistur greipaldinsafi

Hellið víninu í eldfast mót og setjið í frysti í 6 klst. eða yfir nótt. Setjið sykur og vatn í lítinn pott og náið upp suðu, sjóðið þar til sykurinn hefur leysts upp, tekur u.þ.b. 3 mín. Látið kólna þar til blandan hefur náð stofuhita og geymið svo inni í ísskáp. Setjið frysta rósarvínið í blandara ásamt sykursírópinu, jarðarberjum, greipaldinsafa og hnefafylli af klökum, blandið öllu saman í vélinni þar til vökvinn verður þykkur en þó kekkjalaus. Hellið í glerkönnu og setjið í kæli í 30 mín. svo að blandan þykkni. Blandið síðan aftur í blandaranum, skiptið á milli glasa og berið strax fram.

Uppskrift/Nanna Teitsdóttir
Stílisti/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir
Mynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira