Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Hatari sem heillast af japönskum mínimalisma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andrean Sigurgeirsson starfar sem dansari hjá Íslenska dansflokknum. Flestir þekkja hann sem dansara hljómsveitarinnar Hatara en einnig hefur hann unnið til fjölda verðlauna fyrir framúrskarandi árangur í dansi. Það er því tilefni til að kynnast þessum hæfileikaríka manni aðeins betur og spyrja hvað sé helst á óskalistanum?

 

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast? Laglegan persneskan kött og kannski alvöru persneskt teppi með því, í fallegri bjartri íbúð sem að væri innblásin af japönskum mínimalisma.

Andrean langar í ekta persneskt teppi og persneskan kött í stíl.

Ef þú ættir að óska þér einhvers í fataskápinn þinn hvað væri þá efst á óskalistanum? Ég reyni nú til dags að kaupa mér góðar flíkur sem endast vel og er alltaf að heillast meira og meira að slow fashion. Ég er mjög hrifinn af hönnun Older Brother. Ég hef verið að kaupa flíkur sem að eru lífrænar, sjálfbærar og fair trade. Það væri næs að geta fyllt fataskápinn af svoleiðis vörum í bland við flottar vintage/second-hand flíkur til að poppa upp útlitið af og til.

Hvaða stóll væri draumastóllinn þinn? Ég hef átt ódýrustu týpuna af stólum frá IKEA í 5 ár og þeir hafa nýst mér fjandi vel. Ég hef ekki verið að skoða stóla neitt sérstaklega en ætli ég myndi ekki vilja helst kaupa þá frá fyrirmyndafyrirtækjum eins og DeVorm, Offect eða Environment eða að reyna finna djásn úr Góða hirðinum.

Er eitthvert ljós eða lampi á óskalistanum þínum?
Ég þrái að fá Vertigo-ljósið frá Petite Friture.

Vertigo-ljósið frá Petite Friture þráir Andrean að fá inn á heimilið.

Hvert myndir þú fara í ferðalag ef þú værir að fara í draumaferðina þína? Ég hef verið með Son Doong-helli á heilanum undanfarið. Son Doong er stærsti hellir í heimi og er staðsettur í Víetnam. Hann er 5 kílómetra langur og nær 200 m á hæð og gríðarlega fallegur hellir með eintakt vistkerfi. Það komast aðeins um nokkur hundruð manns í þetta ferðalag á ári vegna strangra laga um varðveitingu á einstöku lífríki þar og náttúru.

- Auglýsing -

Málverk eftir hvaða listamann væri á þínum óskalista? Mig hefur alltaf langað í ósvikið kínverskt gongbi verk frá Song-tímabilinu en ef ég á aðeins að vera í samtímanum þá að langar mig að fylla húsið af verkum eftir vini mína og ég er svo heppinn að vera í kringum ansi mörg hæfileikabúnt. Ég hef líka lengi verið hrifinn af Henri Michaux.

Ósvikið kínverskt gongbi verk frá Song-tímabilinu er ofarlega á óskalistanum.

Óskar þú þér einhvers í eldhúsið? Uppþvottavél, það er ein vanmetnasta lúxusvara í heimi. Ég hef meira en minna vaskað upp allt mitt líf og þegar maður kynnist þessari töfravöru þá gjörbreytist líf manns, haha!

Stærsta óskin væri? Að ójöfnuður myndi minnka í heiminum og það minnsta að enginn þyrfti að líða hungur. Einnig að fólk taki gróðurhúsaáhrifunum alvarlega, ekki aðeins í orði heldur líka í verki því það varðar okkur öll.

- Auglýsing -

Uppáhaldshönnuður? Þeir eru líka ansi margir en undanfarið, þegar það kemur að fatnaði, þá hef ég verið mjög hrifinn af Older Brother og nýjasta lína Virgil Abloh fyrir Louis Vuitton var sjúk. Þegar það kemur að vöruhönnun þá er Portland hérna heima að gera mjög spennandi hluti en þeir eru að vinna með sjálfbæra hönnun.

Áhrifaríkasta bók sem þú hefur lesið? Sjálfstætt fólk og einnig las ég oft bókina Kötturinn í örbylgjuofninum sem barn, hún hafði mjög skaðleg áhrif á myrkfælni mína.

Fallegasta bygging á Íslandi? Ásmundarsafn.

Ásmundarsafn er fallegasta bygging Íslands að mati Andreans.

Uppáhaldsborg og hvers vegna? Það er mjög erfitt að gera upp á milli allra þeirra borga sem maður hefur komið til. Það er alltaf eitthvað sem að heillar mann upp úr skónum en fyrir mér standa Yogjakarta og Tókýó upp úr. Yogjakarta iðar af lífi enda listaborg Indónesíu og nálægt henni eru sögulegu hofin Borabudur og Prambanan. Tókýó er ýkt, hröð, stórskrýtin, sjúklega skipulögð, módern en varðveitir gamla siði.

Besta kaffihúsið? Reykjavík Roaster í Brautarholti og Kattarkaffihúsið.

Flottasti veitingastaðurinn? Ég er fórnalamb Egg Florentine-réttarins á Coocoo’s Nest og þar er ég flestar helgar í góðum félagsskap að háma í mig, spjalla um yfirborðskennda hluti og súpandi Mimosa. Það er fallegur veitingastaður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -