2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Hátíðarblaðið er komið út: Fjölbreytt innlit og litið yfir farinn veg

  Hátíðarblaðið er komið út! Við heimsóttum fimm falleg heimili sem eru hvert öðru ólíkara. Íbúð hjónanna Erlu Báru og Egils prýða forsíðuna en húsið stendur við sjóinn í Hafnarfirði. Þau fluttu inn fyrir níu mánuðum síðan og hafa unnið hörðum höndum að endurbótum sem berja má augum í blaðinu.

  Við kíktum einnig í heimsókn til listakonu á Lindargötu. Hún býr í fallegri útsýnisíbúð þar sem list og einstakir munir eru á hverju strái.

  Í sögulegu húsi á Langholtsvegi búa lögmennirnir Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurður Lárusson ásamt syni þeirra Andra. Húsið hefur verið í eiga fjölskyldunnar í um 50 ár og hafa þeir nú gert húsið að sínu. Fallegir munir og mublur í anda hússins eiga sinn stað á heimilinu í bland við nýrri hönnun.

  Kíkt heim til Sævars Þórs Jónssonar og Lárusar Sigurðar Lárussonar. Mynd / Hákon Davíð

  AUGLÝSING


  Rúna Kristinsdóttir hönnuður opnaði einnig dyrnar fyrir okkur en hún hefur búið sér öðruvísi heimili í Kópavoginum þar sem íburðamiklir hlutir og list eru í forgrunni.

  Halldóra Sif hönnuður sem hannar undir merkinu Sif Benedicta býr í glæsilegu húsi í Mosfellsbæ ásamt manni sínum og þremur börnum. Fjölskyldan flutti inn fyrr á þessu ári en þá var húsið á byggingarstigi fimm. Þau hafa komið sér einstaklega vel fyrir á stuttum tíma en Halldóra sá sjálf um að teikna upp og hanna allar innréttingarnar.

  Heima hjá Halldóru Sif. Mynd / Unnur Magna

  Einnig fengum við hönnuði til þess að horfa yfir veginn 2019/2020.

  Leifur Ýmir Eyjólfsson myndlistarmaður opnaði nýverið sýninguna Handrit III þar sem hann sýnir verk sem innihalda hversdagslega heimspeki sem við verðum flestöll vör við á einn eða annan hátt í daglegu lífi. Hann opnaði vinnustofu sína fyrir okkur og fengum við að skyggnað örlítið á bak við tjöldin.

  Heiðdís Buzgó ung listakona búsett á Akureyri hannaði póstkortið fyrir okkur að þessu sinni. Hún leitast við að skapa það óvenjulega og myndskreytti hún til að mynda sína fyrstu barnabók á þessu ári.

  Hugmyndir að jólaskreytingum er einnig að finna í blaðinu ásamt svo mörgu öðru – innblástur inn í hátíðirnar. Mynd / Hákon Davíð

  Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is