Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Ýmsar einfaldar og sniðugar leiðir til að bæta heimilið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sandra Dís Sigurðardóttir er menntaður innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður. Síðustu ár hefur hún aðallega starfað við lýsingarhönnun en á síðasta ári fór hún út í sjálfstæðan rekstur og starfar nú bæði sem innanhússarkitekt og lýsingarhönnuður. Hér gefur hún lesenum nokkur góð ráð.

 

Hver eru algengustu mistökin sem fólk gerir þegar kemur að því að innrétta heimilin?

„Það gleymir að spá í lýsingunni og er stundum ekki búið að hugsa hlutina til enda áður en farið er í framkvæmdir.“

Algeng mistök sem fólk gerir er að gleyma að spá í lýsinguna segir Sandra.

Hvar á maður að spara og hvar á maður að splæsa?

„Hugsið til þess hvað þið notið mest og eyðið mestum tíma ykkar á heimilinu. Það á að eyða í þá hluti en spara annarstaðar. Einnig þar að hugsa út í hvað fólk vill að endist sem lengst þá er gott að vanda valið á því eða eyða aðeins meira og fá betri endingu úr þeim hlut.“

Hvað þarf fólk að hafa helst í huga áður en það ræðst í framkvæmdir á heimilinu?

- Auglýsing -

„Vera búin að ákveða hvað það ætlar að eyða í framkvæmdirnar og vera búin að láta hanna það sem á að gera áður en byrjað er á framkvæmdunum.“

Hvernig myndir þú skipuleggja hið fullkomna þvottahús?

„Hið fullkomna þvottahús er rúmgott.  Þvottavélin og þurrkarinn er lyft uppfrá gólfinu og sett í rétta vinnuhæð, það eru flokkunarkörfur fyrir þvottinn. Góð aðstaða til að hengja þvott upp til þerris, plás fyrir strauborð, borðpláss til að geta brotið saman þvott og að lokum góð geymsluaðstaða fyrir ryksugu, skúringadót o.fl.“

- Auglýsing -

Hvernig er best að nýta gang eða hol á milli herbergja?

„Sniðugt er að nýta þessi rými fyrir stóran spegill, myndavegg eða bókahillu.“

Þig langar að hafa eitthvað annað á veggjunum en myndir og hillur, hvað gæti það verið?

„Veggvasar fyrir blóm, vegglampi, speglar og kertastjakar á vegginn.“

Hvaða ráð myndirðu gefa þeim sem er með allt grátt, svart og hvítt en langar að bæta við litum?

„Fá sér púða í sófann í lit, fá sér einn stakan stól í áberandi lit, plöntur gefa líka mikla hlýju og lit inn á heimilið. Fá sér lampa hvort sem það er hangandi-, borð- eða vegglampi í lit. Það eru svo margar leiðir til að færa lit inn á heimilið, það er sniðugt að hafa bara nokkra hluti í lit til að fá smá tilbreytingu og þá er líka auðvelt að skipta þeim hlutum út ef maður fær leið á litnum.“

Sófar og stólar í lit geta gert mikið fyrir rýmið að sögn Söndru.

Áttu einhver leyniráð þegar kemur að því að hressa upp á heimilið?

„Auðvelt er að mála, kaupa nýja púða í sófann og endurraða inni hjá sér hvort sem það eru bara skrautmunir eða breyta skipulaginu á húsgögnunum.“

Hvað er það allra mikilvægasta að þínu mati þegar kemur að eldhússkipulaginu?

„Að flæðið sé gott, nóg af skápaplássi og vinnuplássið á borðinu sé gott.“

Hvað þarf helst að hafa í huga varðandi lýsingu á heimilinu og áttu þér uppáhalds ljós?

„Gott er að blanda saman almennri lýsingu inn á heimilinu með nokkrum tegundum af hangandi-, borð- eða standlömpunum til að geta skapað stemningu inn á heimilinu. Ég á svo marga uppáhalds lampa að ég get ekki valið einn.“

Myndir / Hallur Karlsson og aðsendar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -