Flakið frumsýnd á næsta ári | Mannlíf

Flakið frumsýnd á næsta ári

Tökur standa nú yfir á íslensku kvikmyndinni Flakið og eru leikarar og aðstandendur myndarinnar duglegir að birta myndir úr ferlinu undir kassamerkinu #flakidthemovie á samfélagsmiðlum.

Myndin fjallar um stúlku sem vill komast að leyndarmáli ömmu sinnar, sem legið hefur í þagnargildi í sextíu ár. Flakkað er á milli fortíðar og nútímans í myndinni, en nútímaparturinn er að mestu á ensku og að miklu leyti tekinn upp á Hesteyri.

Tökur eru langt komnar og stefnt er að því frumsýna myndina á næsta ári. Fyrsta stiklan úr Flakinu er væntanleg á næstunni, en meðal leikara í myndinni eru Anna Hafþórsdóttir, Víking Kristjánsson og Vignir Rafn Valþórsson. Leikstjóri myndarinnar er læknirinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Lýður Árnason.

Aðalmynd: Hér frá vinstri eru Anna Hafþórsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson, Víkingur Kristjánsson, Hákon Jóhannesson og Vignir Rafn Valþórsson.

Sjá einnig

Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Vinsæl íslensk og vegleg tímarit

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift