Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Big Bang Theory-stjarna greindist með krabbamein – Aldrei reykt sígarettur á ævinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan og uppistandarinn Kate Micucci greindi frá því um helgina að hún hafi greinst með krabbamein í lungum. Hún deildi þessum upplýsingum með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum TikTok og en hún var í aðgerð til að láta fjarlægja krabbameinið. Samkvæmt Micucci gekk aðgerðin vel og að krabbameinið hafi greinst snemma.

Það sem leikkonunni finnst furðulegast er að hún hefur aldrei reykt sígarettu á ævinni en hún segist vera bjartsýn á framhaldið. Micucci er þekktust fyrir að leika í þáttunum The Big Bang Theory en þættirnir eru með þeim vinsælustu sem hafa komið á þessari öld. Þar lék hún Lucy og átti persóna hennar í rómantísku ástarsambandi með Rajesh Koothrappali. Persónurnar glímdu báðar við erfiðleika í lífi sínu og hættu saman.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -