Miðvikudagur 17. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Kudrow minnist Perry: „Takk fyrir að mæta í vinnuna þegar þér leið ekki vel“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lisa Kudrow minnist Matthew Perry í fallegri færslu á Instagram.

Kudrow, sextug, hefur nú bæst í hóp vinanna í Vinum (e. Friends), í að minnast Matthew Perry sem lést á dögunum, aðeins 54 ára að aldri. Kudrow birti hjartnæma færslu á Instagram en með henni birti hún gamla mynd af þeim Perry.

Við myndina skrifaði Kudrow um það er þau mættu í prufu fyrir þáttinn Friends Like Us, sem síðar varð bara Friends: „Tókum upp prufuþátt fyrir Friends Like Us, vorum valin um leið, við vorum hjá NBC Upfronts. Og þá… stakkstu upp á við spiluðum póker OG gerðir þetta svo skemmtilegt á meðan við tengdumst fyrst, Takk fyrir það. Takk fyrir að láta mig hlæja svo mikið út af einhverju sem þú sagðir, að ég fékk harðsperrur, og grét á HVERJUM DEGI. Takk fyrir þitt opna hjarta í sex manna sambandi sem krafðist málamiðlanna. Og helling af „samræðum“. Takk fyrir að mæta í vinnuna þegar þér leið ekki vel og fyrir að vera, þrátt fyrir það, stórkostlegur. Takk fyrir bestu 10 ár sem nokkur manneskja getur fengið. Takk fyrir að treysta mér. Takk fyrir allt sem ég lærði varðandi náð og kærleika með því að þekkja þig. Takk fyrir tímann sem ég fékk að eiga með þér Matthew. “

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lisa Kudrow (@lisakudrow)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -