Þriðjudagur 21. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Mogginn heldur upp á 110 ára afmæli: Fagnað með forseta í skugga stórtaps

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, fagnaði í gær 110 ára afmæli útgáfunnar. Þau tímamót eru þó í skugga þess að félagið tapaði 250 milljónum króna á síðasta ári. Milljarðar af almannafé hafa verið afskrifaðir af skuldum félagsins sem varð tæknilega gjaldþrota árið 2008 þegar Íslandsbanki endaði með því að afskrifa um 3 milljarða af skuldum félagsins, eins og sagt var frá í Kjarnanum.

Starfsfólk Morgunblaðsins safnaðist saman í gærmorgun til að fagna þessum umdeildu tímamótum. Davíð Oddsson flutti þar ræðu og fleiri stigu á stokk. Stefán Stefánsson siðfræðingur og einn umsjónarmanna vefsjónvarps Moggans tók af við þetta tækifæri viðtal við Harald Johannesson og Magnús Kristjánsson markaðsstjóra fyrir framan starfsfólkið.

Þrátt fyrir mikið tap Árvakurs hefur fyrirtækið verið duglegt við að tryggja samkeppnisstöðu sína. Þannig keyptu Moggamenn prentsmiðjuna af þrotabúi Fréttablaðsins, eyðilögðu hana, og tryggðu sér þannig einokun við prentun dagblaða. Lestur blaðsins hefur hrunið á undanförnum árum og er nú varla svipur hjá sjón. Fyrirtæki í eigu auðkonunnar Guðbjargar Matthíasdóttur hafa að miklu leyti staðið undir tapi af rekstrinum.

Athygli vakti að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð forsvarsmönnum Árvakurs á Bessastaði til samsætis. Guðni gjörsigraði Davíð á sínum tíma í baráttunni um forsetastólinn. Davíð var einstaklega harðorður í garð Guðna í kosningabaráttunni. Kaffiboðið gæti verið vísbending um sættir og að Guðni ætli hugsanlega að bjóða sig fram, þriðja kjörtímabilið. Þá þykir sú nýbreytni til fyrirmyndar að bjóða fyrirtækjum sem eiga afmæli til veislu á Bessastöðum. Sagt er frá heimsókninni á vef forseta Íslands.

 

Forseti tekur á móti fulltrúum Morgunblaðsins.Til Bessastaða fóru ritstjórarnir Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, Karl Blöndal aðstoðarritstjóri, Sigurbjörn Magnússon, formaður útgáfustjórnar, og Magnús Kristjánsson auglýsingastjóri. Mynd: Forseti Íslands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -