Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Pink skýtur föstum skotum: „Aldrei fokking hlusta á tónlistina mína framar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Höfum eitt á hreinu: Ef þú trúir því að ríkið hafi eitthvað að gera með leg kvenna, einkalíf eða hjónaband samkynhneigðra, eða að kynþáttafordómar séu í lagi – ÞÁ VINSAMLEGAST, Í GUÐS ÞÍNS NAFNI, ALDREI FOKKING HLUSTA Á TÓNLISTINA MÍNA FRAMAR,“ skrifaði bandaríska tónlistarkonan Pink á Twitter eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmisgefandi dómi Roe gegn Wade fyrir helgi, en dómurinn hafði tryggt bandarískum konum rétt til fóstureyðinga frá árinu 1973. „OG FOKKAÐU ÞÉR LÍKA. Erum við góð?“

Þetta kemur fram hjá E-News.

Íhaldssami Hæstaréttardómarinn Clarence Thomas, sem kaus með viðsnúningi Roe gegn Wade, bætti um betur í álitsgjöf sem hann sendi frá sér. Þar sagði hann meðal annars að rétturinn ætti ekki að láta staðar numið þarna, heldur að „endurskoða öll fordæmi réttarins, að Griswold, Lawrence og Obergefell meðtöldum.“ Fordæmin sem hann nefnir tryggja rétt fólks til aðgengis að getnaðarvörnum, samkynja nándar og samkynja hjónabanda.

Tíst tónlistarkonunnar Pink hefur vakið mikla athygli og hafa viðbrögðin bæði verið jákvæð og neikvæð.

Nokkrum klukkustundum síðar sendi hún tveimur öðrum tónlistarkonum kveðju í gegnum forritið, þeim Oliviu Rodrigo og Lily Allen, en þær komu fram saman þennan dag á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í Bretlandi. Þær tileinkuðu Clarence Thomas og hinum dómurunum sem kusu með tillögunni lag Lily Allen, „Fuck You“.

„Takk, Olivia og Lily,“ sagði Pink.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -