Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Sara lætur hvatvísina leiða sig áfram: „Eins og að mála með garni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sara Matthíasdóttir er ekki þekkt nafn í listaheiminum en hún er án nokkurs vafa ein sú mest spennandi í dag. Sara er á góðri leið með að skapa sér stöðu og stall í nútímalist landsins með óhefðbundnum listaverkum úr akríl, garni og ull. Í dag starfar Sara sem félagsfræðikennari við Fjölbrautaskólanum við Ármúla en hún ólst upp í Laugardalnum og býr þar ennþá með Pálmari, eiginmanni sínum, og drengjum þeirra tveimur. Mannlíf ræddi við Söru um lífið og listina.

„Ég byrjaði að vinna í listinni fyrir rúmlega tveimur árum, en þá var auðvitað Covid og ég var mikið heima hjá mér,“ sagði Sara um hvenær hún byrjaði að gera listaverk í þeim stíl sem hún er að gera þess stundina. „Ég er mikill brasari og elska að prufa mig áfram í alls konar handavinnum. Ég byrjaði að prjóna fyrir 5 árum þegar vinkona mín sagði mér að það væri „cool“ að prjóna. Hún fékk okkur vinkonurnar til að hittast og kenndi okkur að prjóna eftir uppskrift. Ég gjörsamlega fékk þetta á heilann og prjónaði þó nokkrar peysur. En gallinn við prjónið er að ég þurfti að vera með alla einbeitinguna í þessu og auk þess þá er ekki gott að gera mistök í pjóninu. Svo ég fór að skoða hvað annað væri í boði sem tengist prjóni og fann þar aðferð sem kallast á ensku Punch needle, þetta hefur verið kallað þrykkjanál og er það eflaust fín þýðing. Ég prufaði mig aðeins í því og fannst það æðislega skemmtilegt og í framhaldinu fékk ég Tufting vélbyssu frá manninum mínum í afmælisgjöf. En ég var búin að dreyma um að komast í þannig vél í einhvern tíma.“

Stílinn hennar Söru er nokkuð óhefðbundin en hvað fer í svona verk?

„Þetta er ákveðið ferli sem fer í að búa til verk, ég varð sem dæmi að smíða minn eigin
ramma sem ég vinn verkin mín á. Ég vinn með akríl, garn og ull. Þetta er smá eins og að
mála með garni.“

 

- Auglýsing -

„Þetta er fyrsta sinn sem ég tel mig vera búa til eitthvað sem hægt er að kalla list,“ sagði Sara um hvort hún hafi verið mikil listamaður í gegnum árin. „Ég er mikill brasari eins og ég nefndi áðan. Hef sem dæmi föndrað sjónvarpsskápinn heima, bólstrað gamla barstóla sem ég fékk í Góða Hirðinum, gert upp tekk kommóðu og margt fleira. En þetta byrjaði allt saman sem áhugamál og hef ég aldrei litið á mig sem listamann. Sú hugsun þurfti að breytast þegar hún Guðfinna, sem er í Endó samtökunum, hafði samband við mig og bauð mér að taka þátt í listaverkauppboði til styrktar samtakanna. Þá fengu mín verk að hanga með öllum hæfileikaríku listafólkinu sem tók þátt. Það var rosalega stórt og er ég mjög þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í því.“

Listamenn eru oft feimnir við að tala um innblástur en Sara er mjög opin með það.

„Það var í byrjun þessa árs sem mig datt í hug að hanna forstofuskápinn minn. Það var
ótrúlega skemmtilegt, ég er ekki viss hvaðan sú hugmynd kom, en ég fer oft af stað án þess að hugsa, vinn sem sagt mjög mikið með hvatvísinni minni. Elska að sjá hvert hún leiðir mig. Annars er minn helsti innblástur bara mitt nánasta umhverfi. Fjölskyldan, vinnustaðurinn og vinir.“

- Auglýsing -

„Ég er með ótal hugmyndir en var þó lítið að hugsa út í sýningar, þá er kannski helsta ástæðan þekkingarleysið. Listauppboð Endó vakti upp áhugann og er ég með ákveðna sýn hvernig ég myndi vilja hafa sýninguna mína, en það er á langtímaplaninu,“ sagði Sara um markmið og framtíðaráætlanir hennar í listaheiminum. „Ég er í fullri vinnu sem
kennari og ég dýrka það starf. Svo er ég með fjölskyldu og heimili svo það er helst kvöldin sem ég get unnið í minni list og þá finnst mér ég ná að nýta daginn mjög vel ef ég kemst í það. Annars er markmið mitt að setja upp vefsíðu sem gerist vonandi á þessu ári. Á meðan vefsíðan er ekki komin í loftið þá er hægt að sjá hvað ég er að gera á Instagram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -