Föstudagur 19. júlí, 2024
13.8 C
Reykjavik

Shane MacGowan er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Írski söngvarinn Shane MacGowan dó í nótt, 65 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við veiruheilabólgu.

Mannlíf sagði frá því í fyrradag að hinn goðsagnakenndi söngvari Shane MacGowan væri kominn heim eftir að hafa glímt við sjaldgæfa veiruheilabólgu. Nú er komið ljós að sennilega hafi hann fengið að fara heim svo hann gæti dáið þar. Shane var 65 ára að aldri.

Shane glímdi mest alla ævi sína við gríðarlegan áfengis- og fíkniefnavanda en hafði verið edrú frá árinu 2016. Naut hann gífurlegrar hylli með þjóðlagapönksveitinni The Pogues en frægasta lag þeirra er sennilega jólalagið Fairytale of New York, sem Shane söng með Kirsty MacColl heitinni árið 1987.

Þá söng hann með fleirum listamönnum en samstarf hans með Nick Cave and the Bad Seeds er hvað þekktast en þeir félagar sungu saman lagið It´s a Wonderful Life.

Í desember í fyrra veiktist hann illa af veiruheilabólgu en síðustu mánuði hefur hann dvalið á gjörgæsludeild síðustu mánuði en var á dögunum leyft að fara heim. Það var kona hans, Victoria Mary Clarke, sem tilkynnti um andlát Shane í morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -