Fimmtudagur 11. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Sólveig Anna fékk Bjarna Ben í gjöf: „Ég gleymdi alltaf að sýna ykkur afmælisgjöfina mína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sólveig Anna Jónsdóttir, verkalýðsforingi átti afmæli 29. maí en í dag birti hún eina af afmælisgjöfum sínum. Verður að segjast að hún sé ansi sérstök.

Sólveig Anna birti ljósmynd í dag á Facebook þar sem hún segir: „Ég gleymdi alltaf að sýna ykkur afmælisgjöfina mína.“ Afmælisgjöfin er í skemmtilegri kantinum en þó nokkuð víst að einhverjir geti móðgast. Verkalýðsforkólfurinn fékk veggmynd sem sýnir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, sem einhverskonar skrímsli. Fyrir ofan stendur THEY LIVE en myndin er skýrskotun í hryllingsmynd John Carpender frá árinu 1988, sem ber sama nafn. Fjallar hún um mann sem öðlast töfrasólgleraugu en í gegnum þau getur hann séð hvernig lífið gengur raunverulega fyrir sig. Hann sér hvernig kapítalisminn stjórnar öllum hugsunum almúgans og hann sér ákveðnar týpur, stjórnamálamenn og aðra valdadrifna einstaklinga sem skrímsli. Óþarft er að taka fram að kvikmyndin er ádeilumynd ofan á hryllinginn.

Auglýsingatextinn við myndina er: „Þau hafa áhrif á ákvarðanir okkar án þess að við vitum það. Þau deyfa skilningarvit okkar án þess að við finnum fyrir því. Þau stjórna lífi okkar án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Þau lifa.“

Hér má sjá afmælisgjöf Sólveigar Önnu:

Fín afmælisgjöf það.
Ljósmynd: Facebook

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -