Útför ástsæla leikarans Matthew Perry var haldin í gær, föstudaginn 3. nóvember. Vinir hans og mótleikarar út sjónvarpsþáttaseríunni Friends/Vinir voru viðstaddir og náðu ljósmyndarar myndum af þeim þar sem þau heilsuðu og fögnuðu hvert öðru.

Matthew Perry var 54 ára fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa drukknað í heitum potti. Útförin fór fram steinsnar frá kvikmyndaveri Warner Brothers þar sem þættirnir voru teknir upp, segir í frétt á The Mirror. Einungis nátengdir og fjölskylda leikarans héldu tölu við athöfnina.

Í lokin var spilað hugljúfa lagið: Don’t give up (Ekki gefast upp) eftir lagahöfundinn Peter Gabriels. Má líta á að texti lagsins höfði til við áralanga baráttu Matthews við áfengis- og fíkniefnavanda.