Föstudagur 19. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Samskiptareglur í jólaboðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Íris Eik Ólafsdóttir, réttarfélagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Jólin geta verið flókin fyrir suma og það getur verið eðlilegt að kvíða þeim. Á jólum vilja flestir eiga samverustundir við sitt nánasta fólk þrátt fyrir að á sama tíma geti vaknað kvíði fyrir samskiptunum. Þegar við kvíðum erfiðum samskiptum en ætlum að ganga inn í þau og mæta í jólaboð er gott að hafa uppbyggilegar samskiptareglur að leiðarljósi:

  • Ég ber ábyrgð á mér og minni hegðun.
  • Ég stjórna ekki öðrum. Ég get einungis stýrt mínum viðbrögðum í aðstæðum hverju sinni en ekki viðbrögðum annarra.
  • Ég umber aðra með það í huga að taka það góða sem ég get úr samskiptunum hverju sinni þrátt fyrir krefjandi aðstæður.
  • Gagnlegt er að byrja setningar á „mér finnst“ eða „mér líður“ í stað þess að leita í setningar eins og „þú ert alltaf“. Með því tek ég ábyrgð á mér en varpa ekki ábyrgð á minni líðan á aðra.
  • Hafðu í huga að það hvernig aðrir haga sér hefur yfirleitt ekkert með þig að gera heldur er birtingarmynd af líðan þess sem tjáir sig.

Reynum að skrifa ekki handrit jólanna fyrirfram heldur leyfa okkur að njóta, staldra við og upplifa það sem að höndum ber. Hætta á óhamingju eykst þegar gerðar eru óraunhæfar kröfur og væntingarnar verða of miklar. Stundum þarf einfaldlega að láta lífið hafa sinn gang. Það skerðir lífsgæði þín að hafa áhyggjur af hlutum sem þú hefur ekki stjórn á. Reyndu að slaka á og taktu því óvænta opnum örmum. Leyfðu öllum að vera eins og þeir eru og gefðu frá þér þörfina fyrir að stjórna.

Um leið og við hjá Domus Mentis – geðheilsustöð óskum þér gleðilegra jóla minnum við á að gott er að temja sér að njóta augnabliksins með því að einbeita sér að raunaðstæðum í stað þess að láta hugsanir um fortíð eða framtíð stela frá sér ánægjulegri stund með fjölskyldunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -