Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Óánægja meðal kvikmyndagerðarmanna

Reiði meðal kvikmyndagerðarmanna vegna ráðningar nýs ráðgjafa hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Mikil óánægja ríkir meðal kvikmyndagerðarmanna vegna ráðningar nýs ráðgjafa hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Felst óánægjan meðal annars í því að starfið skuli ekki hafa verið auglýst laust til umsóknar. Kvikmyndagerðarmaður sem Mannlíf ræddi við og ekki vill láta nafns síns getið segir marga kvikmyndagerðarmenn setja spurningamerki við faglega þekkingu og hæfi Önnu Maríu Karlsdóttur framleiðanda sem var ráðin til að gegna stöðunni. „Hún kemur í stað Martins Schlüter sem hefur farið yfir styrkumsóknir fyrir heimildamyndir,“ segir viðkomandi. „Margir voru ósáttir við að aðili sem hefur ekki víðtækari þekkingu en hún á heimildamyndagerð skuli vera ráðin í þá stöðu að veita ráðgjöf varðandi klippingu og handritagerð slíkra mynda. Þegar athugasemd var gerð við þetta var starfslýsingunni skyndilega breytt og hún einfaldlega titluð sem ráðgjafi og gefið í skyn að fyrirkomulagið væri bara til bráðabrigða til að fylla upp í eyðuna sem varð þegar Martin hætti. Þetta er allt saman stórskrítið, því eins og þetta lítur út núna er eins og þetta sé klíkustarfssemi og fólk er brjálað út af þessu. Það hefði klárlega mátt fyrirbyggja stöðuna sem er komin upp með því að auglýsa starfið laust til umsóknar.“

Misskilningur á ferð

Mannlíf náði sambandi við Laufeyju Guðjónsdóttur, forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem segir í skriflegu svari að um sé að ræða tímabundna ráðningu „til sex mánaða og heimilt að ráða þannig án auglýsingar. Sá sem gegndi starfinu þurfti að hætta með mjög stuttum fyrirvara vegna annarra starfa og því töldum við áríðandi að fylla í skarðið sem fyrst. Það er sem sagt millibilsástand núna en má vænta breytinga og verður auglýst eitthvað síðar.“

Laufey segir jafnframt að viðkomandi sem var ráðin búi yfir viðamikilli þekkingu á flestum sviðum kvikmyndagerðar síðastliðin u.þ.b. 25 ár auk þess að vera vel að sér í kvikmyndasögu og menningu. „Reynslan er meðal annars í þróun verkefna, framleiðslu, kynningu og markaðssetningu. Það er rétt að mestanpart hafa það verið leiknar myndir þótt hún hafi líka komið að heimildamyndagerð. Það má vænta þess að bakgrunnur hennar sé þannig að hún hafi forsendur til að vinna á faglegum nótum – þótt vissulega þurfi flestir að taka á þegar fengist er við nýtt starf,“ svarar hún og bendir m.a. á að handrit, efnistök og strúktúr hvers verkefnis sé metið af kvikmyndaráðgjafa auk framleiðslu-, kostnaðar- og dreifingarmáta, o.s.frv. Það gæti því ef til vill smámisskilnings „að viðkomandi eigi að veita rágjöf um klippingu og vinnslu myndarinnar, það er alltaf á höndum hvers leikstjóra eða þeirra sem hann velur með sér til verksins.“

Getur ekki tjáð sig um einstök mál

Mannlíf hafði samband við Margréti Örnólfsdóttur, formann Félags leikskálda og handritshöfunda vegna málsins. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um þetta einstaka mál, en það láðist að koma því á framfæri við vinnslu fréttarinnar. Margrét sagði að almennt væri gott ef allir verkferlar væru skýrir til að fyrirbyggja misskilning. „Ég tel mjög mikilvægt að starf ráðgjafa sé auglýst. Að það sé farið eftir verkferlum sem eru gegnsæir,“ segir Margrét. „Þetta er lítill sjóður, fáir ráðgjafar og mikið undir hjá fólki, því ráðgjafarnir hafa úrskurðarvald um framtíð verkefnanna sem fólk er að vinna að. Það er því skiljanlegt að fólki sé ekki sama hvernig staðið er að þessu. Þetta verður að vera faglegt og uppi á borðum og það er slæmt ef einhver vafi leikur á því að þetta sé í lagi,“ bendir hún á. „Ég get ekki tjáð mig um ráðningar einstakra ráðgjafa, en það er mikilvægt að svona ferli séu skýr svo það komi ekki upp einhver misklíð sem fer að beinast að persónum sem eiga í hlut. Því á endanum snýst hlutverk Kvikmyndasjóðs um að styðja við íslenska kvikmyndagerð, svo við höldum áfram að eflast og þroskast sem atvinnugrein.“

 

Hitaði upp fyrir Jessie J

Söngkonan Karitas Harpa bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttaröðinni The Voice Ísland 2017. Síðan þá hefur hún komið víða við en fyrsta sólóplata hennar er væntanleg innan skamms.

Hún segir síðastliðið ár hafa verið ævintýri líkast en nú síðast hitaði Karitas upp fyrir stórsöngkonuna Jessie J. „Ég vissi að Jessie hefði verið dómari í The Voice Britian og sendi í einhverri óskhyggju skilaboð á tónleikahaldarana hér á landi með von um að stækka samfélagsmiðlanetið mitt en átti ekki von á miklum viðbrögðum.”

„Þeir tóku lygilega vel í hugmyndir mínar og örskotstund síðar var ég fengin í viðtal og spurð hvort ég gæti hitað upp fyrir hana á tónleikunum hér heima.”

„Ég hreint út sagt hrópaði upp yfir mig og hringdi samstundis í vinkonu mína sem er álíka mikill aðdáandi, hennar fyrstu orð voru að þrátt fyrir að samgleðjast mér í einu og öllu yrði hún að viðurkenna að nú fyndi hún líka ögn af afbrýðisemi, svo hlógum við saman í algjörri geðshræringu. Lengi á eftir var ég þó fullviss um að þetta myndi detta upp fyrir því íslensku tónleikahaldararnir þurftu staðfestingu frá aðilum úti en þrátt fyrir að vilyrði frá þeim væri í höfn var tilfinningin samt óraunveruleg. Ég trúi þessu varla enn þá.”

Óhætt er að segja Karitas hafa verið iðna við kolann því á innan við ári hefur hún komið víða fram, meðal annars sem meðlimur sönghópsins Fókus og nú síðast sem hluti af GRL PWR hópnum sem hélt fyrstu íslensku tónleikana tileinkaða bresku hljómsveitinni Spice Girls á dögunum. Hún vinnur hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu auk þess að sinna nýju starfi í útvarpi en hennar fyrsta lag All the things you said, er þegar komið í útvarpið.

„Mér fannst vera kominn tími til að gefa út eigin tónlist, finna minn stíl og láta loksins verða af þessu.”

„Fyrsta ákvörðunin var hvort ég vildi hafa efnið á íslensku eða ensku en hingað til hef ég gefið út tónlist á íslensku. Ég ólst upp í Bandaríkjunum sem barn og því er enskan mér líka eðlislæg, þess vegna ákvað ég að breyta til og snúa mér að enskunni. Ég setti mig í samband við strákana í Stop Wait Go og saman gerðum við tvö lög. Það var skemmtileg upplifun enda eru þeir klárir í sínu fagi. Fyrsta lagið mitt má túlka á ýmsa vegu en það er það sem ég elska við tónlist, hvernig hver og einn getur túlkað hlutina út frá sínum upplifunum. Lagið fjallar á vissan hátt um það hvernig ég hef lært að segja skilið við gamla fjötra og fundið sátt í sjálfri mér.”

Ítarlegt viðtal við Karitas má lesa í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Gæti grætt fúlgur fjár á látlausri íbúð

||||
||||

Tónlistarkonan PJ Harvey er búin að setja íbúð sína í Vestur-Hollywood í Kaliforníu á sölu. Íbúðin er búin einu svefnherbergi og einu baðherbergi og er rétt rúmlega hundrað fermetrar.

Það mætti hressa aðeins upp á íbúðina.

Tæplega þrjár milljónir dollara, eða rúmlega þrjú hundruð milljónir króna, eru settar á íbúðina. PJ keypti hana hins vegar á 649 þúsund dollara, tæplega sjötíu milljónir króna, árið 2003.

Næntís svipur yfir eldhúsinu.

Innréttingar í íbúðinni eru látlausar en útsýnið úr henni er algjörlega dásamlegt. Íbúðin er í byggingunni Sierra Towers, en byggingin hefur verið vinsæl með stjarnanna, til að mynda Cher, Elton John og Joan Collins. Meðal stjarna sem eiga íbúðir í byggingunni núna eru Sandra Bullock, Courteney Cox, Adam Sandler og Kelly Osbourne.

Æðislegt útsýni.

PJ Harvey er hvað þekktust sem tónlistarkona, en er einnig skáld og myndhöggvari. Hún hefur verið tilnefnd sjö sinnum til Grammy-verðlauna á ferlinum, fyrst árið 1996 og síðast í fyrra fyrir níundu plötu sína, The Hope Six Demolition Project.

Björt og falleg íbúð.

Fyrsta hátíðin á Íslandi með eingöngu snertilausar greiðslur

|
|

Nú styttist í tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verður haldin í Laugardalnum dagana 21. til 24. júní. Hátíðin hefur verið í sífelldri þróun síðustu ár en í ár er gripið til nýbreytni þar sem sölustaðir á hátíðinni taka ekki við reiðufé. Í frétt á heimasíðu hátíðinnar stendur að hátíðin sé sú fyrsta á Íslandi með eingöngu snertilausar greiðslur.

Samkvæmt fréttinni verður ekki hægt að fá neitt keypt á hátíðarsvæðinu, hvorki mat né varning, nema með snertilausum greiðslum. Hátíðargestir geta greitt með sérstökum RFID-armböndum sem hægt er að fylla á fyrir hátiðina, eða á meðan henni stendur. Stendur í frétt á vef Secret Solstice að með þessari nýbreytni verði öll viðskipti á hátíðarsvæðinu einfaldari og hraðari.

Matarmenningin á Secret Solstice er ávallt blómleg.

„Það er okkar mat að langar biðraðir, að telja klink og ganga um með fullt af reiðufé í vösum ætti ekki að hindra þig í að njóta hátíðarinnar til fulls. Þannig að við vildum breyta því og verða fyrsta og eina hátíðin á Íslandi án reiðufés,” segir í fréttinni.

Þeir sem ætla á hátíðina geta farið inn á heimasíðu Secret Solstice og fengið leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að fylla á fyrrnefnt armband, en hátíðargestir eru auðkenndir með miðanúmerinu sínu. Þannig geta gestir fyllt á inneign sína rafrænt og fylgst með eyðslu sinni á svæðinu á netinu.

Smellið hér til að lesa leiðbeiningar um þessa nýbreytni.

Hún myndar alls konar feður og afraksturinn er dásamlegur

|||||||||
|||||||||

Ljósmyndarinn Giedre Gomes er búin að búa til myndaseríu af bandarískum feðrum, en með seríunni vill hún heiðra alls konar menn sem gegna föðurhlutverkinu.

Myndaseríuna vann hún á frekar stuttum tíma og þakkar eiginmanni sínum, vinum og nágrönnum fyrir hjálpina, enda afraksturinn afskaplega skemmtilegur.

Markmið Giedre er að sýna alls konar mismunandi feður, en nokkrar af myndunum má sjá hér fyrir neðan. Á heimasíðu Giedre er síðan að finna fleiri myndir.

Myndir / Giedre Gomes

Hvað er betra en nýbakaðar kleinur?

Gestgjafinn er kominn út, fjölbreyttur og sumarlegur! Hér má skyggnast inn í blaðið og horfa á myndband með íslenskum kleinubakstri.

Í blaðinu eru gómsætar og sniðugar uppskriftir að nesti í gönguna ásamt frábærum útileguréttum og fleiri girnilegum uppskriftum. Meðal efnis er matarboð í íslensku húsi í Los Angeles ásamt skemmtilegri umfjöllun um Grand Central markaðinn í sömu borg. Við fjöllum um íslenskt bygg og kjötsúpu ásamt samkeppni í þjóðlegum réttum sem Matarauður Íslands hélt á dögunum. Ferðagrein um bandarísku bílaborgina Detroit og ýmis ferða- og útileguráð er að finna í blaðinu. Kassavínin í útileguna og vínsíður Dominique ásamt rabarbara fróðleik og uppskriftum. Þetta og margt, margt fleira. En hvað er betra en nýbakaðar kleinur?

Elstu heimildir um kleinubakstur Íslendinga eru frá lok 18. aldar en þá voru kleinur bakaðar á jólum og til hátíðarbrigða en urðu síðar að hversdagsbakkelsi. Margir halda að kleinur séu séríslenskar en þær þekkjast víða í Evrópu. Áður fyrr voru kleinur steiktar upp úr tólg hérlendis en núna er notuð plöntufeiti eða olíur af ýmsum gerðum.

Það er alls ekki nein kúnst að baka kleinur eins og sjá má í myndbandinu og er á færi flestra. Sniðugt að baka stóran skammt af kleinum og eiga í frystinum og skella svo í örbylgjuofninn eftir þörfum. Eins eru kleinur góðar í útilegurnar í sumar. Nákvæma uppskrift að kleinunum má finna í þessu litríka og fjölbreytta blaði.

Myndataka og klipping / Hallur Karlsson

Leikstjórn og stílisering / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Fyrsta og mikilvægasta máltíð dagsins

Nokkrar góðar hugmyndir að morgunverði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Chia-grautur

Chia-fræ eru einstaklega næringarrík fæða en þau innihalda bæði nóg af kalki og pró­tíni og hafa oftar en ekki verið kölluð ofurfæða. Þau geta dregið í sig allt að tífalda þyngd sína af vökva og eru þannig seðjandi en jafnframt auðmeltanleg. Gott er að undirbúa chia-graut kvöldið áður og setja kúfaða matskeið af chia-fræjum og 100 ml af vökva, hægt að nota vatn, möndlumjólk eða hvað sem þig lystir, í skál eða nestisbox og inn í ískáp. Morguninn eftir munu chia-fræin hafa drukkið í sig mestallan vökvann og þá má bæta við þeim ávöxtum sem eru við höndina.

Hafragrautur

Hafragrautur er ákaflega hollur og saðsamur morgunmatur. Hann inniheldur mikið af trefjum en þær eru ekki meltar eða frásogaðar heldur fara þær í gegnum meltingarkerfið og draga í sig vökva. Hafrar geta ýmist verið litlir og stórir, grófir og fínir, glúteinlausir eða lífrænir, hver og einn verður að velja þá hafra sem hentar honum best. Sumum þykir hafragrauturinn bestur upp á gamla mátann, soðinn með ögn af salti, en einnig er hægt að bæta ávöxtum og skyri saman við eftir að grauturinn er soðinn eða sjóða epli og kanil með höfrunum.

Hristingur

Undanfarin ár hafa vinsældir hristinga og safa aukist til muna og algengt er að fólk fái sér slíkt í morgunmat eða í millimál seinnipart dags. Þó að það sé hægt að kaupa góða hrisitinga í ýmsum verslunum er einnnig auðvelt að gera gómsætan hristing heima, það eina sem til þarf er blandari eða matvinnsluvél. Blandaðu um það bil 300-400 ml af vökva, hægt að nota kókosvatn, möndlumjólk, kranavatn eða safa, og þeim ávöxtum og grænmeti sem þú vilt nota saman í blandara. Ekki sleppa grænmetinu því það gerir hristinginn hollari og næringarríkari, gott er að hafa það fyrir reglu að hafa að minnsta kosti eina tegund grænmetis. Einnig getur verið gott að nota prótínduft eða einhvers konar hnetusmjör út í en þá er betra að bæta dálitlu vatni saman við. Til þess að auka sætu er hægt að nota döðlur eða fljótandi steviu.

Egg

Egg eru einstaklega prótínrík og holl fæða sem er tilvalið að neyta á morgnana. Gerðar hafa verið nokkrar rannsóknir á ávinningi þess að fá sér egg í morgunmat, fram yfir kornmeti, og hafa þær allar sýnt að eggin verða til þess að fólk borðar færri hitaeiningar í hádeginu og það sem eftir er af deginum. Eggin eru einfaldlega svo mettandi að einstaklingar borða minni skammta. Einfalt er að grípa með sér eitt eða tvö harðsoðin egg og borða í morgunmat ásamt einhverju góðu grænmeti, til dæmis avókadó, en einnig er sniðugt að útbúa eggjahræru með því grænmeti og kjöti sem maður vill.

„Tími þagnar og afvegaleiðinga er liðinn. Við krefjumst breytinga“

Hópurinn Aktívismi gegn nauðgunarmenningu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Helgu Elínar og Kiönu, en fjallað hefur verið ítarlega um mál þeirra í Mannlífi síðustu vikur. Helga Elín og Kiana eru tvær af þremur stúlkum sem kærðu lögreglumann fyrir kynferðisbrot. Málin voru látin niður falla og lögreglumaðurinn starfar enn í lögreglunni.

„Í gegnum þetta mál virðast rannsóknaraðilar og ríkissaksóknari skiptast á að vísa ábyrgð hvort á annað. Sagt er að það þurfi heimildir frá ríkissaksóknara til að gera nokkuð og ríkissaksóknari segir að ekki séu lagaheimildir til að aðhafast. Málin gegn lögreglumanninum voru öll felld niður og aldrei var manninum vikið úr starfi, ekki einu sinni á meðan rannsókninni stóð. Móðir Helgu Elínar hefur lagt fram kvörtun til Nefndar um eftirlit með lögreglu, og vill að málsmeðferðin verði rannsökuð,“ segir í yfirlýsingunni. Móðir Helgu Elínar, Halldóra Baldursdóttir, hefur mikið út á rannsókn málsins að setja og í vetur skrifaði hún bréf til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún óskar eftir því að málsmeðferðin verði skoðuð og gripið til viðeigandi ráðstafana.

„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“

Hópurinn Aktívismi gegn nauðgunarmenningu sendir þeim Helgu Elínu, Kiönu og stúlkunni sem ekki hefur stigið fram, styrk.

„Nú þegar bera þolendur kynferðisofbeldis lítið traust til lögreglu og dómskerfis, og þessi opinberun er enn önnur staðfestingin á því hvernig kerfið hefur brugðist þeim sem mest þurfa á því að halda.

Þess vegna viljum við undirritaðar, úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu, styðja Helgu Elínu Herleifsdóttur, Kiönu Sif Limehouse og þeirra nánustu í þessu máli. Við sendum þeirri sem er enn ónefnd, þessari þriðju sem kærði sama mann, samstöðustyrk og baráttukveðjur.“

„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í seinasta skiptið“

Þá krefst hópurinn breytinga og það tafarlaust.

„Ríkissaksóknari, lögregla, ráðherrar á Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu: ábyrgðin er ykkar. Tími þagnar og afvegaleiðinga er liðinn. Við krefjumst breytinga.“

„Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar“

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Umfjöllun um mál lögreglumanns sem var kærður fyrir að misnota tvær barnungar stúlkur í sumarbústað hefur komist í hámæli, eftir að dregnar voru fram í dagsljósið margar óásættanlegar staðreyndir um hvernig rannsókn málsins og eftirmálar fóru fram. Helga Elín Herleifsdóttir og Kiana Sif Limehouse hafa af mikilli þrautseigju og hugrekki komið fram til að segja frá, og nú í gær, 10. júní 2018, krefjast þær þess að lögreglan viðurkenni þau mistök sem þau gerðu á þessum erfiða tíma, eins og kemur fram í fréttum RÚV.

Í gegnum þetta mál virðast rannsóknaraðilar og ríkissaksóknari skiptast á að vísa ábyrgð hvort á annað. Sagt er að það þurfi heimildir frá ríkissaksóknara til að gera nokkuð og ríkissaksóknari segir að ekki séu lagaheimildir til að aðhafast. Málin gegn lögreglumanninum voru öll felld niður og aldrei var manninum vikið úr starfi, ekki einu sinni á meðan rannsókninni stóð. Móðir Helgu Elínar hefur lagt fram kvörtun til Nefndar um eftirlit með lögreglu, og vill að málsmeðferðin verði rannsökuð.

Nú þegar bera þolendur kynferðisofbeldis lítið traust til lögreglu og dómskerfis, og þessi opinberun er enn önnur staðfestingin á því hvernig kerfið hefur brugðist þeim sem mest þurfa á því að halda.

Þess vegna viljum við undirritaðar, úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu, styðja Helgu Elínu Herleifsdóttur, Kiönu Sif Limehouse og þeirra nánustu í þessu máli. Við sendum þeirri sem er enn ónefnd, þessari þriðju sem kærði sama mann, samstöðustyrk og baráttukveðjur.

Einnig krefjumst við þess að Nefnd um eftirlit með lögreglu taki þetta mál föstum tökum til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki og að ríkissaksóknari leiti leiða til að taka málið upp að nýju, enda ljóst að rannsókn þess var mjög ábótavant. Við viljum biðja öll sem sitja á Alþingi að beita sér fyrir því að lagaramminn í kringum þetta sé skoðaður og að lögin séu aðgengileg og skýr fyrir öllum. Ef lagaheimildir vantar, að skrifa þau lög svo þetta endurtaki sig ekki aftur.

Það er nauðsynlegt fyrir lögreglu að njóta trausts þeirra sem hún á að þjóna. Þessar kröfur eru gerðar svo að það sé hægt að byggja upp þetta traust, svo að það sé hægt að skapa verklag og lagaheimildir til að koma í veg fyrir svona vinnubrögð. Það er ekki lengur ásættanlegt að benda hvert á annað og segja að lagaheimildir vantaði, það er kominn tími til að taka ábyrgð.

Ríkissaksóknari, lögregla, ráðherrar á Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu: ábyrgðin er ykkar. Tími þagnar og afvegaleiðinga er liðinn. Við krefjumst breytinga.

Undirskriftir:
Elísabet Ýr Atladóttir
Kristín Vilhjálmsdóttir

Halldóra Jónasdóttir


Birta Rós Antonsdóttir


Bryndís Inga Pálsdóttir


Hrafnhildur Ragnarsdóttir


Lilja Björnsdóttir


Þórey Guðmundsdóttir

Lísa Björk Valgerður Saga
Helga Vala Garðarsdóttir
Sigurbjörg Magnúsdóttir

Agnes Bára Aradóttir


Katrín Hauksdóttir

Bergljót María Sigurðardóttir

Fanney Halla
Kristín Jónsdóttir

Sóley Tómasdóttir
Elín Eddudóttir

Matthildur G. Björk Einarsdóttir


María Hjálmtýsdóttir

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir

Helga Gestsdóttir


Ragnhildur Jóhanns

Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir

Harpa Júlíusdóttir


Áslaug Hauksdóttir


Sigríður Árnadóttir


Júlía Garðarsdóttir


Ólöf Helga Pálsdóttir Woods


Erna Sigrún


Særún Ösp Þorláksdóttir


Elín Jósepsdóttir


Sigríður Guðnadóttir


Erla Guðrún Gísladóttir


Ragnheiður Sigurbjörg

Jóhanna Perla Gísladóttir

Guðný Kristleifsdóttir


Eva Dögg Sigurðardóttir


Emma Á. Árnadóttir


Særún Magnea Samúelsdóttir

Hrafnhildur Alfreðsdóttir

Greta Ósk Óskarsdóttir

Sunna Björg

Aðalheiður Jóhannsdóttir


Sif Traustadóttir


Emma Kamilla Finnbogadóttir


Sara Mansour


Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir

Kristín Inga Jespersen

Lóa Baldvinsdóttir Andersen


Halla Norðfjörð Guðmundsdóttir


Kristín Elfa Guðnadóttir


Sigríður Björk Bragadóttir


Sigurbjörg María Kristjánsdóttir


María Lind Oddsdóttir


Linda Björg Guðmundsdóttir


Gunnhildur Vala Valsdóttir

Bryndís Anna Ólöf Sigurgeirsdóttir

Edda Rún Aradóttir


Hafdís Magn


Guðný Elísa Guðgeirsdóttir


Kristín Sævarsdóttir

Valgerður Haraldsdóttir
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Bergný Ösp Sigurðardóttir


Osk Mubaraka

Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir

Kristín Þóra Henrysdóttir


Hafdís Arnardóttir


Anna Íris Pétursdóttir


Kristín Stefánsdóttir

Sóley Anna Benónýsdóttir

Aldís Coquillon


Hafdís Eyjólfsdóttir

Steinunn Ýr Einarsdóttir

Freyja Vals Sesseljudóttir

Kolbrún Jónsdóttir
Sigrún Ósk Arnardóttir

Helga Ólöf Þórdísardóttir


Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir


Hildur Rós Guðbjargardóttir


Heiða Sigurðardóttir

Kristín Kristjánsdóttir

Sigrún Sif Jóelsdóttir


Erla E. Völudóttir


Klara Þórhallsdóttir

Anna Lind Vignisdóttir

Sigríður Björk Einarsdóttir


Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir


Elín Jóhanna Bjarnadóttir


Hildur Guðbjörnsdóttir

Auður Ösp Magnúsdóttir

Þórlaug Borg Ágústsdóttir

Elva Dögg Blumenstein

Sigríður Fossberg Thorlacius


Astrós Hreinsdóttir


Steinunn Valbjörnsdóttir


Guðrún Ágústa Kjartansdóttir


Guðný Rós Vilhjálmsdóttir


Sigurbjörg Sæmundsdóttir

Svana María

Gyða Dröfn Laagaili


Fríða Líf Vignisdóttir


Auður Ásbjörnsdóttir


Steinunn Lilja Draumland


Vera Dögg Antonsdóttir


Sigrún Antonsdóttir

Steinunn Hákonardóttir

Rakel Sölvadóttir


Fríða Bragadóttir

Erla Kr Bergmann
Rut Sumarliðadóttir

Ásdís Helga Jóhannesdóttir


Sædís Hrönn Samúelsdóttir


Kristín Margrét Ingibjargardóttir


Saga Kjartansdóttir


Aþena Mjöll Pétursdóttir


Tara Margrét Vilhjálmsdóttir


Melkorka Huldudóttir

Frigg Thorlacius

Karen Linda


Kristín I. Pálsdóttir


Þórhildur Sif Þórmundsdóttir


Matthildur Helgadóttir Jónudóttir


Sigríður Tinna Ben Einarsdóttir


E Karen Ingibergsdóttir


Rut Einarsdóttir


Oddný H. Arnold


Þorgerður María Halldórsdóttir


Guðrún Línberg Guðjónsdóttir


Guðrún Ósk


Þóra Kristín Þórsdóttir

Halla Björg Randversdóttir

Fanndís Birna Logadóttir


Fríða Líf Vignisdóttir


Linda Björk Einarsdóttir


Rakel Tanja Bjarnadóttir


Ylfa Kristín Pétursdóttir


Sigríður Ásta Árnadóttir


Elín Hulda Harðardóttir


Anna Bentína Hermansen

Sumarleg berjabaka með súkkulaði

|11. tbl. 2017
|

Súkkulaðibaka með ferskum berjum sem er auðvelt að baka.

Bakan er tilvalin sem eftirréttur í matarboðið en auðvelt er að baka og fylla bökuna fyrirfram og geyma í kæli.

Bökur með stökkri deigskel eiga rætur sínar að rekja til Frakklands þar sem þær eru oft bakaðar í formum með skeljamynstri. Slíkar bökur prýddu borð hefðarfólks og gáfu matreiðslumönnum þess tækifæri til að skreyta matinn með því fallegasta og ferskasta sem var í boði hverju sinni. Skeljamynstur bakanna gefur til kynna nostursamlega aðferð og kunnáttu þess sem ber hana á borð en þó er hálfur sigur unninn með því að nota rétt bökumót og restin er hægur leikur fyrir áhugamanninn í eldhúsinu. Bakan er tilvalin sem eftirréttur í matarboðið en auðvelt er að baka og fylla bökuna fyrirfram og geyma í kæli.

Súkkulaðibaka með ferskum berjum
fyrir 4-6

Súkkulaðiskel
150 g hveiti
20 g kakó
60 g flórsykur
½ tsk. salt
130 g ósaltað smjör, kalt og skorið í teninga
1 egg, hrært

Setjið hveiti, kakóduft, flórsykur, salt og smjör í matvinnsluvél. Vinnið saman í stuttum slögum, 10-15 sinnum, eða þar til blandan tekur á sig kornótta áferð. Setjið eggið út í og vinnið saman í stuttum slögum þar til eggið hefur blandast saman við. Deigið verður líkt og sandur á þessu stigi en mun loða saman þegar því er þrýst ofan í botninn á forminu. Hvolfið blöndunni ofan í 25 cm bökunarform með fjarlægjanlegum botni og þrýstið deiginu vel ofan í botninn og með fram hliðunum. Gætið samt að hafa skelina ekki of þykka, ef notað er minna bökunarmót gæti þurft að henda hluta af deiginu. Setjið skelina í frysti í eina klukkustund.

Hitið ofninn í 180°C. Leggið svo bökunarpappír ofan á skelina og hellið því næst þurrkuðum baunum eða öðru fargi ofan á. Bakið í 20 mínútur. Fjarlægið þá pappírinn og fargið og setjið aftur inn í ofn og bakið í 15-20 mínútur. Látið skelina kólna alveg á vírrekka áður en hún er fjarlægð úr forminu.

Súkkulaðifylling og ber
250 g 70% súkkulaði (eða suðusúkkulaði), saxað
3 dl rjómi
60 g smjör, við stofuhita og skorið í teninga
100 g blönduð ber, t.d. jarðarber, bláber og hindber
20 g sneiddar heslihnetur, ristaðar

Setjið súkkulaðið í meðalstóra skál. Hellið rjómanum í lítinn pott og hitið yfir meðalháum hita þar til rjóminn nálgast suðumark. Hellið helmingnum af heitum rjómanum yfir súkkulaðið. Bíðið í smástund til að leyfa súkkulaðinu að mýkjast. Hrærið með písk og hellið síðan restinni af rjómanum ofan í skálina og blandið öllu vel saman. Skiptið yfir í sleikju og hrærið smjörinu saman við þar til blandan verður kekkjalaus og gljáandi, látið standa í u.þ.b.15 mínútur.

Hellið súkkulaðiblöndunni ofan í skelina og smyrjið jafnt yfir. Skreytið með berjum og sneiddum heslihnetum. Pensla má bökuna með volgri apríkósusultu til að fá fallegan gljáa á berin. Látið bökuna jafna sig í kæli í u.þ.b. 30 mínútur áður en hún er borin fram. Bakan geymist vel í kæli í u.þ.b. 2 daga.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Marokósk áhrif í Hlíðunum

Í fallegri íbúð á besta stað í Reykjavík búa hjónin Tinna Gilbertsdóttir sölustjóri hjá Iceland Seafood og Vilhjálmur Svan verslunarstjóri, ásamt fjórum börnum sínum.

Tinna segir að íbúðin hafi heillað þau því hún sé óvenju stór miðað við íbúðir í Hlíðunum.

„Það er sjaldgæft að finna íbúð á þessum stað með 4 svefnherbergjum. Svo fannst okkur hún strax björt og heillandi og bjóða upp á skemmtilega möguleika þegar við skoðuðum hana og skipulagið gott.“

Heillast af hönnun klassísku snillingana

Blaðamaður bað Tinnu að lýsa stílnum á heimilinu:

„Ég myndi segja að stíllinn á heimilinu væri ansi blandaður. Það er þó nokkuð um skandinavíska klassík á heimilinu í bland við marókósk áhrif.“

Tinna segist almennt hrífast af skandinavískri hönnun. „Ég er alltaf jafn hrifin af hönnun snillinganna Arne Jacobsen, Louis Poulsen, Hans Wegner, Verner Panton o.fl. en undanfarið hef ég verið að dást mikið af hönnun Tine K og heimilislínu Malene Birger,“ segir hún.

Óþægilegur sófi verstu kaupin

Hvað er mikilvægt í þínum huga þegar kemur að því að innrétta fyrir heimilið?

„Að reyna sem best að samræma útlit og praktík. Mín verstu kaup voru sófi sem leit vel út en engum leið vel á honum. Hann staldraði ekki lengi við á heimilinu og var fljótlega skipt út fyrir annan mun þægilegri,“ svarar Tinna og hlær.
En myndirnar sem birtast með þessari grein eru þær myndir sem ekki var pláss fyrir í blaðinu.

Ekki missa af júníblaði Húsa og híbýla sem er smekkfullt af fallegum innlitum, hönnun og fleiru.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Bóndinn sem sló í gegn á samfélagsmiðlum

||
||

Hvernig dettur ungu fólki í hug að gerast bændur í dag? Mannlíf hitti að máli ungan bónda sem hefur slegið í gegn á Snapchat. Viðtalið er það fjórða og síðasta í greinaröð Mannlífs um unga bændur á Íslandi.

Axel Sæland sló í gegn á samfélagsmiðlum í fyrra þegar hann sá um Snapchat-reikning ungra bænda, ungurbondi.

Axel Sæland sló í gegn á samfélagsmiðlum í fyrra þegar hann sá um Snapchat-reikning ungra bænda, ungurbondi. Margir spurðu þó sömu spurningar og viðtalið hefst á: Eru blómabændur alvörubændur? „Ég var spurður að þessu og því hvort ég væri nógu ungur til að vera ungur bóndi,“ segir Axel og hlær, en hann er fæddur 1980. „Í þessari grein er ég reyndar mjög ungur, það er því miður ekki mikil nýliðun í greininni. En blómabændur eru náttúrlega hluti af bændastéttinni, við erum í Bændasamtökunum og erum með okkar hagsmunasamtök sem heita Samtök garðyrkjubænda svo að sjálfsögðu erum við bændur þótt við séum ekki með stórar jarðir, tún og beitilönd. Við erum með lögbýli og gróðurhús, sem er bara annars konar ræktun. Mörg okkar vinna einnig í takt við árstíðirnar þótt við hér á Espiflöt stílum inn á jafna sölu allt árið.“

Hér verður Axel dálítið vandræðalegur. „Með jafnri sölu þá á ég svolítið við jarðarfarir, ég veit ekki hvort maður á að segja það en það er stöðugur bisness. Það eru engar stórar sveiflur í því hér á Íslandi því við erum friðsæl þjóð og dílum sem betur fer hvorki við farsóttir né stríð. Eins manns dauði er annars brauð, eins og þar stendur, og þetta er náttúrlega það sem fólk vill í jarðarförum, að hafa hlýlegt umhverfi og blómin hafa mikið að segja þar. En svo eru það stórmarkaðirnir, sem taka alltaf stærri hluta af markaðnum. Þar eru þessir tilbúnu litlu vendir sem fólk grípur með sér og aðgengið er alltaf að batna að því leyti, þannig að fólk gerir minna af því að fara í blómabúð til að kaupa blóm handa sjálfu sér. Þegar fólk fer í blómabúð er það fyrst og fremst að kaupa blóm til að gefa öðrum, fyrir samkvæmi, skírn eða brúðkaup. En blóm fyrir sjálft sig kaupir fólk í stórmörkuðum og einkaneyslan hefur aukist undanfarin ár.“

„Með jafnri sölu þá á ég svolítið við jarðarfarir, ég veit ekki hvort maður á að segja það en það er stöðugur bisness.“

Axel er meira og minna alinn upp í blómabransanum, afi hans og amma stofnuðu Espiflöt í Reykholti árið 1948 en stunduðu þá meira ræktun á grænmeti. „Það var svo upp úr 1977 sem fókusinn færðist aðallega yfir á afskorin blóm. Ég er fæddur og uppalinn í þessari grein þótt ég hafi prófað ýmislegt um ævina og árið 2006 tókum ég og konan mín þá ákvörðun að ganga inn í fyrirtækið með foreldrum mínum. Ég er síðan orðinn meirihlutaeigandi og er að leyfa foreldrum mínum að stíga til hliðar. Þau vinna þó enn hérna, enda hafa þau ánægjuna og starfsorkuna enn og þá reynir maður að nýta sér það sem lengst, þeirra þekkingu.“

Engin hætta á að íslensk blóm deyi út

Að sögn Axels hefur svipuð þróun orðið í blómarækt og öðrum landbúnaðargreinum, búin stækka og þeim fækkar. „Í kringum 1985 voru yfir 40 blómabændur á Íslandi en við erum rétt um tíu í dag. Hins vegar framleiðum við meira en þá var, svo það er engin hætta á að íslensk blóm deyi út, langt í frá.“

Að Espiflöt er stunduð blönduð ræktun, þannig að Axel ræktar ekki bara eina tegund af blómum eins og sumir. „Ég er með fimm megintegundir í ræktun, gerberu, rósir, liljur, kursa og sóllilju. Ástæðan fyrir því að ég er með blandaða ræktun er sú að ég bý til alla blómvendina hér á staðnum og sendi frá mér. Mínir helstu viðskiptavinir eru stórmarkaðir, bensínstöðvar og stóru blómakaupmennirnir, eins og Blómaval og Garðheimar, sem bjóða upp á tilbúna blómvendi. Hinn hlutinn af framleiðslunni, sá flottasti, er skreytingavara og hana kaupa blómabúðir til að nota í skreytingar og slíkt. Öll okkar ræktun fer hins vegar í Grænan markað sem er heildsala sem sér um að dreifa og selja okkar framleiðslu.“

Garðyrkjustöðin að Espiflöt er rétt tæpir 7000 fermetrar að stærð og þar starfa að jafnaði 14 manns. Axel viðurkennir að að því leytinu sé blómabóndi öðruvísi en „hefðbundinn“ bóndi. „Jú, ég er alltaf með hóp af fólki í vinnu, allt árið um kring, og framleiðslan er stöðug allt árið. Svo þarf ég að bæta við tveimur aukamanneskjum rétt fyrir konudag og stundum í maí líka, þegar mæðradagurinn og útskriftirnar eru.“

Að Espiflöt er stunduð blönduð ræktun, þannig að Axel ræktar ekki bara eina tegund af blómum eins og sumir.

Árið 2016 framleiddi Axel 1,6 milljónir blóma og gefur sér að framleiðslan hafi aukist síðan þá. „Ég er bara ekki búinn að taka saman tölurnar fyrir 2017 en ég er alveg  viss um að það hafi verið aukning. Ekki vegna þess að við séum að stækka heldur vegna þess að þekkingin er alltaf að batna og við náum að nýta hvern fermetra betur. Ég gæti trúað því að í ár förum við nálægt því að framleiða 2 milljónir blóma.“

Það þarf víst ekki að hafa áhyggjur af offramleiðslu því eftirspurnin og salan á afskornum blómum er alltaf að aukast. „Fólk er farið að kaupa meira blóm til að hafa í vasa heima hjá sér, til að lífga upp á heimilið. Og blóm eru að koma meira inn í dag, þessi hreini stíll er svolítið að hverfa aftur, mínimalismi sem var mikið í tísku er aðeins á undanhaldi og bæði pottablóm og afskorin blóm eru svolítið að ryðja sér til rúms. Maður er farinn að sjá þetta meira á veitingahúsum og bara heima hjá fólki,“ segir Axel og bætir kíminn við að silkiblóm og gervitúlípanar trufli hann ekkert, og lítil ógn sé í þeim.

Rómantíkin á bak við blómin kannski aðeins horfin

Eiginkona Axels, Heiða Pálrún Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur, er meðeigandi í framleiðslunni en starfar ekki að jafnaði við blómabúskapinn. Axel hlær þegar hann er spurður hvort hann færi konunni sinni blóm eða hvort þau séu orðin hversdagslegur hlutur fyrir þeim. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu. Við erum alltaf með blóm heima og til að byrja með fannst konunni það gaman – og henni finnst jú alltaf gaman að hafa blóm í kringum sig – en rómantíkin á bak við það er kannski aðeins horfin. Hún veit orðið að þegar ég er að koma með mikið af blómum heim til að setja í vasa þá er ég fyrst og fremst að athuga hvernig þau standa og hvað þau gera því ég þarf stöðugt að vera að athuga hvernig blómin standa sig í vasa, ég vil að það séu gæði á bak við mína vöru og fólk verði ánægt með það sem það fær. Það kemur náttúrlega fyrir að hún biður um að fá einhver ákveðin blóm heim og þá uppfylli ég þá ósk en vanalega er það frekar vísindatengt þegar ég kem með blóm heim.“

Konu- og bóndadagurinn fara sömuleiðis dálítið fyrir ofan garð og neðan hjá blómabændunum á Espiflöt. „Það eru svo stórir dagar í framleiðslunni hjá okkur að við höfum bara ekki haft tíma til að gleðja hvort annað þessa daga síðustu árin svo við reynum bara að nota aðra tíma ársins til að gera eitthvað saman. Þetta er bara vertíðin okkar!“

Sjá einnig: Bjartsýnir nýbændur.

„Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar“

||||
||||

Mannlíf hefur síðustu vikur fjallað ítarlega um mál þriggja stúlkna sem kærðu háttsettan lögreglumann fyrir kynferðisbrot. Mál stúlknanna voru felld niður vegna ónægra sannanna. Maðurinn var ekki leystur frá störfum meðan á rannsókn stóð og starfar enn í lögreglunni.

Umfjöllun Mannlífs hófst með forsíðuviðtali við mæðgurnar Halldóru Baldursdóttur og Helgu Elínu. Árið 2007 var dóttur Helgu Elínu, sem þá var tíu ára gömul, boðið í sumarbústaðaferð með skólasystur sinni, Kiönu Sif Limehouse, móður hennar og stjúpföður. Í kjölfar þessarar ferðar urðu breytingar á hegðun Helgu en Halldóra tengdi þær ekki við ferðina. Fjórum árum eftir umrædda sumarbústaðaferð, þann 5. október 2011 var Halldóra boðuð á fund í skóla dóttur sinnar.

„Skólastjórinn hringdi og ég heyrði strax á raddblænum að fundurinn snérist ekki um skróp eða heimavinnu. Á fundinum voru auk okkar umsjónarkennari Helgu og fulltrúi frá barnavernd. Þarna var mér tilkynnt hvað hafði gerst. Dóttir mín hafði trúað vinkonu sinni fyrir því að stjúpfaðir skólasystur þeirra hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðaferð fjórum árum áður. Vinkonan hvatti Helgu til að segja frá og saman fóru þær til umsjónarkennarans. Heimurinn hrundi. En á þessari stundu féllu öll púslin saman varðandi líf okkar síðustu ár á undan,“ sagði Halldóra í viðtali við Mannlíf.

„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“

Lögreglumaðurinn sakaði stúlkurnar um samsæri gegn sér

Þegar að Helga steig fram og sagði frá meintu broti höfðu tvær aðrar stúlkur kært lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot; fyrrnefnd stjúpdóttir hans, Kiana Sif Limehouse, og önnur stúlka. Halldóra hefur mikið út á rannsókn málsins að setja og í vetur skrifaði hún bréf til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún óskar eftir því að málsmeðferðin verði skoðuð og gripið til viðeigandi ráðstafana.

„Málin voru ekki rannsökuð saman sem hefði styrkt staðfastan framburð stúlknanna og málin í heild. Fram kemur í rannsóknargögnum að maðurinn saki stelpurnar um samsæri gegn sér. Ekkert var gert til að hrekja slíkt. Aðra stúlkuna þekki ég ekki en hin hafði verið vinkona Helgu. Með því að skoða Facebook-samskipti þeirra var augljóst að þær höfðu ekki verið í neinum samskiptum fyrr en eftir að málið kom upp. Við rannsókn málsins var mikið lagt upp úr nákvæmri tímasetningu sumarbústaðaferðarinnar og ég lagði fram símagögn sem sýndu símtöl milli mín og síma þeirra fyrir umrædda helgi. Ég mundi að Helga hafði hringt úr síma foreldra skólasystur sinnar þegar hún bað um að fá að fara í ferðina. Samskipti voru ekki við þau hvorki fyrr né síðar og því var tímasetningin nokkuð nákvæm. Mér fannst nákvæm tímasetning ekki skipta öllu máli, heldur að þessi atburður gerðist. Sakborningur lagði hins vegar fram ósannreynt vinnuvottorð sem niðurfelling málsins byggði meðal annars á. Excel-skjal sem sýndi að hann hefði verið í vinnunni á þessum tíma. Excel-skjal sem hann sendir lögfræðingi sínum sem áframsendir það. Ég meina, í hvaða bananalýðveldi heldur slíkt skjal fyrir dómi? Hver sem er getur farið inn í vinnustundir og breytt stimpilklukkunni eftir á. Ekkert annað var skoðað til að sjá hvort lögreglumaðurinn hefði í raun verið í vinnunni umrædda helgi,“ sagði Halldóra í umræddu viðtali við Mannlíf.

Mæðgurnar Halldóra og Helga sögðu sína sögu fyrir rúmum tveimur vikum.

Háttsettur embættismaður bar við minnisleysi vegna drykkju

Þá sagði hún einnig að sakborningurinn hafi farið með á vettvang þegar sumarbústaðurinn var rannsakaður. Vinahjón sakbornings voru með í ferð í umræddri sumarbústaðaferð, en vinur mannsins er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera. Skýrslutaka yfir þeim fór fram á skrifstofu embættismannsins, að sögn Halldóru, og báru þau hjónin við minnisleysi vegna drykku. Niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeim vitnisburði að sögn Halldóru, en við rannsókn málsins kom fram að klámefni hafði verið haft fyrir börnunum í ferðinnni. Þá gagnrýnir Halldóra að skýrslur úr Barnahúsi hafi ekki haft meira vægi.

„Fyrir liggja skýrslur frá sérfræðingum í Barnahúsi, sálfræðingum sem sérhæfa sig í áföllum barna og læknum sem staðfesta að Helga varð fyrir miklum skaða í þessari sumarbústaðaferð. Mér finnst óskiljanlegt að þessar skýrslur hafi ekkert vægi haft þegar tekin var ákvörðum um framhald málsins. Réttarkerfið er handónýtt þegar kemur að börnum. Það stíga endalaust upp tröll sem segja að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð. Þá spyr ég: Hvað þarf til að sanna sekt? Ég er með barn sem búið er að segja frá í Barnahúsi. Hún er trúverðug, hún hefur öll einkenni þess að hafa orðið fyrir broti. Hvað þarf meira?“

Enginn tekur ábyrgð á málinu

Þegar að málið kom upp sendi Halldóra póst á þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson. Hann vísaði erindingu á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra. Í samtali við Mannlíf lýsti Halldóra þeirri tilfinningu sinni að ríkislögreglustjóri hafi brugðist henni og dóttur hennar, þar sem hann vildi „ekkert fyrir okkur gera.“

Haraldur Johannessen hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs persónulega um þetta mál. Samkvæmt yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra fór embættið þess á leit við ríkissaksóknara að fá afhent rannsóknargögn málsins til þess að unnt væri að taka ákvörðun um hvort leysa skyldi lögreglumanninn frá embætti um stundarsakir eða að fullu. Ríkissaksóknari hafnaði erindi Embættis ríkislögreglustjóra með vísan til heimildarskorts í lögum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði hins vegar í samtali við Stundina að ríkissaksóknari hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum.“

Stefán Eiríksson starfaði sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn málsins stóð. Stefán kveðst ekki hafa fylgst með umfjöllun um málið og neitar að tjá sig um það við blaðamenn Mannlífs.

Segist ekki hafa brugðist dóttur Halldóru

Hrakti fullyrðingar ríkislögreglustjóra

Embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér yfirlýsingu sama dag og viðtal við mæðgurnar Halldóru og Helgu Elínu birtist í Mannlífi, þar sem embættið hafnaði þeirri fullyrðingu Halldóru að embættið hafi brugðist dóttur sinni. Í kjölfarið sendi Halldóra bréf til Mannlífs þar sem hún vísaði í bréf frá Innanríkisráðuneytinu:

Embætti ríkislögreglustjóra hefur andmælt þeirri fullyrðingu Halldóru að ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, hafi brugðist dóttur Halldóru,

„Samkv. 5. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 skipar ríkislögreglustjóri lögreglumenn til starfa til fimm ára í senn. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skal það stjórnvald sem skipar í embætti veita og lausn frá því um stundasakir. Þannig er það á ábyrgð ríkislögreglustjóra að veita lögreglumanni lausn frá embætti um stundasakir eða að fullu. Svo sem fram kemur í gögnum málsins taldi embætti ríkislögreglustjóra sér ómögulegt að veita viðkomandi lögreglumanni lausn um stundasakir þar sem embættinu var synjað um upplýsingar um rannsókn sakamáls á hendur honum.

Embætti ríkislögreglustjóra upplýsti ráðuneytið um ofangreint með bréfi dags. 21. nóvember sl. Með bréfi dags 13. mars sl. upplýsti ráðuneytið embætti ríkislögreglustjóra um þá afstöðu sína að það væri mat ráðuneytisins að engin réttarfarsleg rök væru fyrir hendi sem réttlætt gætu afhendingu rannsóknargagna í málum sem þessum. Þá kom það fram það mat ráðuneytisins að synjun á afhendingu gagna sakamáls leiði ekki til þess að ómögulegt verði fyrir veitingarvaldshafann að meta hvort forsendur séu til þess að veita embættismönnum lausn um stundasakir ….. “

Í stuttu máli þá var það mat ráðuneytisins að það væri á ábyrgð ríkislöreglustjóra að veita lögreglumanni lausn frá embætti um stundarsakir eða að fullu og að það væri ekki ómögulegt að meta hvort að forsendur væru til þess að veita embætismönnum lausn um stundarsakir þó embætti ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um gögn frá ríkissaksóknara.

„Hann sýndi að mínu mati ekki kjark og þor til að standa með barninu mínu”

Þá vísaði Halldóra einnig í bréf sem hún fékk frá Umboðsmanni Alþingis:

„….Samkvæmt framangreindu er það innanríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu. Það er hins vegar á herðum ríkislögreglustjóra að veita lögreglumönnum lausn frá embætti en lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að fara með daglega stjórn lögreglunnar í sínu umdæmi.“

Þá hrakti Halldóra þá fullyrðingu sem kom fram í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra um að embættið hefði fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum:

„Að lokum, þá segir ríkislögreglustjóri í fréttatilkynningu sinni: „Embættið fékk fyrst fregnir af málinu í fjölmiðlum og átti frumkvæði af því að óska upplýsinga um málið frá ríkissaksóknara, en embættinu hafði ekki verið tilkynnt um málið.“ Hið rétta er að 4. nóvember 2011 sendi ég ríkislögreglustjóra tölvupóst um málið en það var ekki fyrr en 7. nóvember 2011, eða þrem dögum síðar, sem fjölmiðlar fjölluðu fyrst um málið.““

Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir.

Embættismenn meta eigin hæfni

Í kjölfar þessa orðaskipta birtist viðtal í Mannlífi við núverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur. Í viðtalinu sagði hún að ekki væri venja að sakborningar færu með rannsakendum á vettvang.

„Lögregla rannsakar venjulega brotavettvang án þess að sakborningar eða vitni séu viðstödd, en undantekningar kunna að vera á því,“ sagði Sigríður Björk og bætti við að lögreglumaður eigi rétt á að starfa áfram sé mál gegn honum fellt niður.

„Sé mál gegn lögreglumanni fellt niður eða hann sýknaður í dómi þá á hann rétt á að halda sínu starfi enda er hver sá maður sem borinn er sökum saklaus uns sekt er sönnuð. Hingað til hefur sú framkvæmd verið viðurkennd að forstöðumaður geti fært starfsmenn í aðrar deildir eða önnur verkefni, svo fremi að launakjör og stöðuheiti séu óbreytt.“

Lögreglustjóri segir að verklagsreglum lögreglu hafi verið breytt

Halldóra sagði einnig frá atviki sem gerðist nýlega þar sem hún þurfti á lögregluaðstoða að halda. Þá átti lögreglumaðurinn sem var kærður fyrir að brjóta á dóttur hennar að mæta á vettvang, en Halldóra fékk því breytt. Sigríður Björk sagði í viðtali við Mannlíf að í slíkum tilvikum þyrftu embættismenn að meta sína eigin hæfni.

„Ef ekki hafa verið sett sérstök skilyrði fyrir því að viðkomandi annist ekki ákveðin verkefni, er ekki tilefni til tiltals, hins vegar þarf embættismaður að meta hæfi sitt hverju sinni, með tilliti til frændskapar eða annarra atriða sem áhrif geta haft á störf hans eða þjónustu viðkomandi yfirvalds.“

Varðandi skýrslutöku á skrifstofu háttsetta embættismannsins, vin sakbornings, sagði Sigríður Björk það alls ekki venju.

„Skýrslutökur á rannsóknarstigi fara fram fyrir luktum dyrum og helst á lögreglustöð sé þess kostur eða öðru sérútbúnu húsnæði. Skýrslutaka fer stundum fram á brotavettvangi eða öðrum stöðum, en ávallt skal gæta þess að spyrja án nærveru annarra. Það er sjaldgæft að skýrslutaka yfir vitnum fari fram á starfsstöð viðkomandi.“

Sagði að þetta væri leyndarmálið þeirra

Svo var það síðasta föstudag að Kiana Sif Limehouse prýddi forsíðu Mannlífs. Kiana er ein af stúlkunum þremur sem sökuðu lögreglumanninn um kynferðisbrot, en hún var stjúpdóttir mannsins þegar meint brot áttu sér stað. Kiana og Helga Elín voru vinkonur þegar þær voru börn og bauð Kiana Helgu Elínu í umrædda sumarbústaðaferð þar sem brotið var á Helgu Elínu að hennar sögn. Kiana sagði í viðtali við Mannlíf að brotin hafi byrjað þegar hún nálgaðist kynþroskaaldurinn.

„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í seinasta skiptið“

„Ég svaf alltaf uppi í rúmi hjá mömmu þegar hann var að vinna. Þegar hann færði mig á milli rúma man ég eftir að hann byrjaði að þukla brjóstin á mér. Ég var vakandi en lét sem ég svæfi. Ég vissi að þetta var ekki rétt en ég sagði ekki neitt. Ég var lítil og hafði ekki vit á því að þetta væri óeðlilegt. Síðan fór þetta að vinda upp á sig. Hann bauð mér að smakka áfengi og einhverju síðar man ég eftir honum standandi í dyrunum á herberginu mínu þegar ég var sofandi. Þá hafði hann verið að drekka og þuklaði á sjálfum sér. Eitt kvöldið tók hann það skref að koma inn í herbergið mitt og snerta mig. Hann setti puttana inn í píkuna á mér og hélt mér þannig að ég myndi ekki snúa mér við. Þegar ég bað hann um að hætta sagði hann að þetta væri bara leyndarmálið okkar. Ég man enn í hvernig buxum hann var þetta skiptið. Ég man enn hvernig rakspírinn hans lyktaði.“

„Hefði ég getað gargað og öskrað á hjálp? Já, en ég gerði það ekki“

Í viðtalinu rifjaði hún upp sumarbústaðaferðina.

„Við Helga sváfum á uppblásinni dýnu við hliðina á sófanum og þegar stjúpi minn og vinur hans héldu að við værum sofnaðar byrjuðu þeir að tala um kynlíf. Það næsta sem ég man er að seinna um nóttina kom stjúpi minn fram og allt í einu greip Helga í hendina á mér og bað mig um að hjálpa sér. Ég stirðnaði. Ég vissi nákvæmlega hvað var að gerast en ég gerði ekki neitt. Eins ógeðslegt og það hljómar þá var ég fegin að þetta væri ekki ég en í dag vildi ég að þetta hefði verið ég, í staðinn fyrir að þetta kæmi fyrir einhvern annan. Daginn eftir vildi Helga fá að hringja í mömmu sína en hún fékk það ekki. Restin af ferðinni er bara í móðu.”

Í kjölfarið flosnaði upp úr vinskapnum en þær stöllur náðu nýverið saman aftur. Kiana sagði að henni hafi lengi liðið eins og hún bæri ábyrgð á meintri árás.

„Ég lokaði á þetta í svo langan tíma. Mér fannst ég bera ábyrgð á að þetta hefði komið fyrir hana svo lengi og því fylgdi mikil skömm. Mér fannst eins og ég hefði valdið henni vonbrigðum og að ég hefði ekki verið sönn vinkona. Í dag veit ég að þetta var ekki mér að kenna. Langt frá því. Hefði ég getað gargað og öskrað á hjálp? Já, en ég gerði það ekki. Það er ein mín stærsta eftirsjá í lífinu.“

Kiana Sif Limehouse.

„Hvað ef þetta væri dóttir einhvers innan þessara embætta?“

Kiana sagði frá ofbeldinu ári eftir sumarbústaðaferðina en lögreglumaðurinn var ekki ákærður vegna ónógra sannanna. Í kjölfarið leiddist Kiana út í heim eiturlyfja og var farin að neyta þeirra daglega aðeins þrettán ára gömul. Hún er búin að vera edrú í tæp þrjú ár og segir, líkt og Halldóra og Helga Elín, að réttarkerfið hafi brugðist henni.

„Ég skil þetta ekki. Voru orð mín ekki nóg? Eða hinna tveggja? Ég bara fatta þetta ekki… Það benda allir hver á annan. Hvað ef þetta væri dóttir einhvers innan þessara embætta? Eða sonur? Væru þetta viðbrögðin þá? Ég efast um það. Ég fyllist viðbjóði að hugsa til þess að þessi maður fái enn að vinna innan veggja lögreglunnar. Að hann fái að vinna þar sem brotnir einstaklingar leita sér hjálpar. Það gerir mig bilaða. Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar. Það hefur ekki bara brugðist mér og Helgu, heldur svo ótal fleirum.“

Mannlíf mun halda áfram að kafa ofan í mál stúlknanna þriggja á næstu vikum.

„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“

|||||
|||||

Dóttir Halldóru Baldursdóttur var kynferðislega misnotuð á barnsaldri. Meintur gerandi, lögreglumaður, starfar enn innan lögreglunnar þrátt fyrir að hafa verið kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum.

Mæðgurnar Halldóra og Helga.

Árið 2011 sagði stúlkan frá brotinu sem átti sér stað fjórum árum áður. Málið var kært og síðan fellt niður en meintur gerandi var háttsettur lögreglumaður. Í viðtali við Mannlíf segist Halldóra vilja umbylta handónýtu kerfi sem hún segir hafa brugðist dóttur sinni.

„Það sem mér hefur þótt ólíðandi er að við höfum verið sett í þá stöðu að ef við þyrftum á aðstoð lögreglu að halda þá gætum við átt von á að maðurinn sem við kærðum fyrir að brjóta kynferðislega á dóttur minni kæmi á vettvang. Núna hefur sú martröð ræst.“

Þannig byrjar Halldóra frásögn sína en tveimur vikum kom upp atvik á heimili Halldóru sem varð til þess að hún þurfti að óska eftir aðstoð lögreglu. Kallaður var út rannsóknarlögreglumaður á bakvakt til að taka skýrslu. „Ég spurði fyrir rælni hvað sá maður héti og þá kom í ljós að þetta var umræddur maður. Ég sagði að þessi maður væri alls ekki velkominn í mín hús og útskýrði ástæðuna fyrir lögreglunni. Eftir skraf og ráðagerðir var hann sendur heim og kallað eftir rannsóknarlögreglumanni úr Reykjavík, sem reyndist okkur afar vel. En eftir situr að hinn mætti á svæðið.“

Afdrifarík sumarbústaðaferð
Árið 2007 var dóttur Halldóru, Helgu Elínu sem þá var tíu ára gömul, boðið í sumarbústaðaferð með skólasystur sinni, móður hennar og stjúpföður. „Ég hafði alltaf verið treg til að leyfa henni að gista annars staðar en lét undan þarna, þrátt fyrir að þekkja foreldrana lítið sem ekkert. Maðurinn væri jú varðstjóri hjá lögreglunni og því hlyti þetta að vera öruggt. Sonur minn var veikur og var langdvölum á sjúkrahúsi á þessum tíma. Helga var mikið með mér þar og skiljanlega stundum leið sem var meginástæða þess að ég leyfði henni að fara,“ segir Halldóra.

„Að fá ekki viðurkenningu fyrir dómi var annað áfall að takast á við. Afleiðingarnar sem það hafði í för með sér voru erfiðar. Helga upplifði það eins og henni væri ekki trúað.“

Í kjölfar þessarar ferðar urðu breytingar á hegðun Helgu en Halldóra tengdi þær ekki við ferðina. „Hún varð verulega kvíðin. Hún gat til dæmis ekki gengið ein heim úr skólanum án þess að vera með mig í símanum. Ef hún sá mann bíða í strætóskýli varð hún að vera með mig í símanum á leiðinni heim. Helga hætti að umgangast umrædda skólasystur eftir þessa ferð. Ég man ekki hversu oft hún kom á stökki inn til mín á nóttunni þegar hana var að dreyma illa. Hún varð hrædd við karlmenn. Ég hafði meira að segja samband við barnavernd og sagðist gruna að eitthvað hefði komið fyrir dóttur mína. Ráðin sem ég fékk voru ekki þau sem ég myndi gefa foreldrum með svipaðar áhyggjur. Mér var ráðlagt að þrýsta ekki á hana, ekki spyrja hana heldur leyfa henni að koma fram með þetta sjálfri og það var það sem ég gerði. Í dag myndi ég segja við foreldrið að fá sér góðan sálfræðing til að setjast niður með barninu til að spyrja það út í líðan þess.“

Fjórum árum eftir umrædda sumarbústaðaferð, þann 5. október 2011 var Halldóra boðuð á fund í skóla dóttur sinnar. „Skólastjórinn hringdi og ég heyrði strax á raddblænum að fundurinn snérist ekki um skróp eða heimavinnu. Á fundinum voru auk okkar umsjónarkennari Helgu og fulltrúi frá barnavernd. Þarna var mér tilkynnt hvað hafði gerst. Dóttir mín hafði trúað vinkonu sinni fyrir því að stjúpfaðir skólasystur þeirra hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðaferð fjórum árum áður. Vinkonan hvatti Helgu til að segja frá og saman fóru þær til umsjónarkennarans. Heimurinn hrundi. En á þessari stundu féllu öll púslin saman varðandi líf okkar síðustu ár á undan.“

Halldóra hefur mikið út á rannsókn málsins að setja.

Þrjár kærur fyrir barnaníð
Halldóra er ánægð með viðbrögð skólans og barnaverndar. Málið var strax sett í farveg, það kært til lögreglu og rannsókn hófst.

„Fram að þessum tíma taldi ég mig búa við réttarríki sem stendur með börnum. Það var mikill skellur að upplifa að svo er ekki því um það bil einu ári eftir að málið var kært var það fellt niður. Að fá ekki viðurkenningu fyrir dómi var annað áfall að takast á við. Afleiðingarnar sem það hafði í för með sér voru erfiðar. Helga upplifði það eins og henni væri ekki trúað. Andlegri heilsu hennar hrakaði og reiði bættist við kvíðann og þunglyndið. Ég fór að ofvernda hana því mér fannst ég hafa brugðist sem móðir og samviskubitið var mikið. Mér fannst ég þurfa að gæta hennar og sýndi henni ekki það traust sem hún þurfti á að halda á unglingsárunum. Að auki hélt maðurinn sínu starfi í lögreglunni og það í okkar sveitarfélagi þannig að við vorum í þeirri stöðu að geta ekki leitað til lögreglunnar án þess að eiga á hættu að hann kæmi á staðinn. Maðurinn var ekki leystur frá störfum meðan á rannsókn stóð,“ segir Halldóra og gerir hlé á máli sínu. „Til samanburðar má nefna að lögreglumaður sem grunaður var um að misfara með óskilamuni hjá lögreglunni var sendur í leyfi meðan á rannsókn hans máls stóð, málið var síðan fellt niður en hann fékk starfslokasamning í kjölfarið. Lögreglumaðurinn sem braut gegn dóttur minni hafði á þessum tíma verið kærður fyrir brot gegn annarri stúlku og nokkru síðar á þriðju stúlkunni en hann starfaði áfram á meðan á öllum þessum rannsóknum stóð og hélt starfinu eftir að málin voru felld niður. Þegar málið kom upp sendi ég póst á þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem vísaði erindinu á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, sem algerlega brást okkur að mínu mati og vildi ekkert fyrir okkur gera. Mér datt nú stundum í hug lagið góða „Ekki benda á mig“ þegar ég var í samskiptum við þá. Það þarf virkilega að skoða hvernig lögreglan tekur á kynferðisbrotamálum ef sakborningurinn er lögreglumaður,“ segir hún og bætir við: „Eftir að hafa leitað mér upplýsinga á Netinu sá ég að umræddur lögreglumaður fékk áður dóm fyrir brot í opinberu starfi árið 2005, af hverju fékk hann að halda starfinu í kjölfarið?“

Mannlíf hefur undir höndum fjölmörg gögn sem tengjast málinu. Lögfræðingur sem Mannlíf ræddi við segir að út frá þessum gögnum megi gera ýmsar athugasemdir við rannsókn lögreglu á málinu.

Brotalamir á rannsókn
Halldóra hefur mikið út á rannsókn málsins að setja og í vetur skrifaði hún bréf til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún óskar eftir því að málsmeðferðin verði skoðuð og gripið til viðeigandi ráðstafana. „Þegar málið kom upp í vetur með barnaverndarstarfsmanninn sem kærður hafði verið fyrir barnaníð, og lögreglan ekki staðið sig í að tilkynna málin áfram þannig að maðurinn starfaði með börnum, þá hugsaði ég bara; það hefur ekkert breyst. Við hristum af þeim skömmina og reisum upp æru þeirra. Það er alltaf slegin skjaldborg um brotamennina því það væri svo rosalegt ef þeir yrðu dæmdir og látnir axla einhverja ábyrgð því þeir segjast ekki hafa gert þetta,“ segir hún.

„Rannsóknin á máli dóttur minnar var illa unnin og ýmis lögvarin réttindi hennar voru brotin við málsmeðferðina. Eins og ég sagði áðan þá er dóttir mín ein þriggja stúlkna sem kærði lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot en þær voru allar skólasystur. Málin voru ekki rannsökuð saman sem hefði styrkt staðfastan framburð stúlknanna og málin í heild. Fram kemur í rannsóknargögnum að maðurinn saki stelpurnar um samsæri gegn sér. Ekkert var gert til að hrekja slíkt. Aðra stúlkuna þekki ég ekki en hin hafði verið vinkona Helgu. Með því að skoða Facebook-samskipti þeirra var augljóst að þær höfðu ekki verið í neinum samskiptum fyrr en eftir að málið kom upp.

„Við hristum af þeim skömmina og reisum upp æru þeirra. Það er alltaf slegin skjaldborg um brotamennina því það væri svo rosalegt ef þeir yrðu dæmdir og látnir axla einhverja ábyrgð því þeir segjast ekki hafa gert þetta.“

Við rannsókn málsins var mikið lagt upp úr nákvæmri tímasetningu sumarbústaðaferðarinnar og ég lagði fram símagögn sem sýndu símtöl milli mín og síma þeirra fyrir umrædda helgi. Ég mundi að Helga hafði hringt úr síma foreldra skólasystur sinnar þegar hún bað um að fá að fara í ferðina. Samskipti voru ekki við þau hvorki fyrr né síðar og því var tímasetningin nokkuð nákvæm. Mér fannst nákvæm tímasetning ekki skipta öllu máli, heldur að þessi atburður gerðist. Sakborningur lagði hins vegar fram ósannreynt vinnuvottorð sem niðurfelling málsins byggði meðal annars á. Excel-skjal sem sýndi að hann hefði verið í vinnunni á þessum tíma. Excel-skjal sem hann sendir lögfræðingi sínum sem áframsendir það. Ég meina, í hvaða bananalýðveldi heldur slíkt skjal fyrir dómi? Hver sem er getur farið inn í vinnustundir og breytt stimpilklukkunni eftir á. Ekkert annað var skoðað til að sjá hvort lögreglumaðurinn hefði í raun verið í vinnunni umrædda helgi.“

Klám haft fyrir börnunum
Brotið átti sér stað í sumarbústað foreldra sakborningsins. „Þegar lögreglan fór á vettvang til að rannsaka bústaðinn var eigendum ekki gert viðvart heldur fór sakborningur sjálfur á vettvang með rannsakendum. Mér þótti þetta óeðlilegt og spyr mig hvort þetta sé viðtekin venja í sakamálum, að taka sakborninga með sér á vettvang,“ segir Halldóra.

„Í umræddri sumarbústaðaferð voru einnig vinahjón sakbornings og eiginkona hans. Skýrslutaka yfir vinahjónunum tók aðeins örfáar mínútur og fór fram á skrifstofu mannsins sem er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera. Þau hjónin og eiginkona sakbornings báru fyrir sig minnisleysi vegna áfengisdrykkju og niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeirra vitnisburði – minnislausra vitna. Við rannsókn málsins kom fram að klámefni hafði verið haft fyrir börnunum í umræddri sumarbústaðaferð. Dómgreindarleysi fullorðinna í þessari bústaðaferð var því bersýnilega algjört og ekkert vafamál er að slíkt er klárt brot á lögum. Lögreglan gerði enga rannsókn á þeirri hlið málsins. Umrædd vinahjón voru aldrei spurð út í klámmyndaáhorfið og tölva sakbornings var ekki skoðuð þó að þekkt sé að menn sem níðast á börnum aðhafist eitthvað ólöglegt á Netinu. Þó það sannaði ekki verknaðinn hefði það stutt málið ef eitthvað hefði fundist.

„Dóttir mín er ein þriggja stúlkna sem kærði lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot en þær voru allar skólasystur. Málin voru ekki rannsökuð saman sem hefði styrkt staðfastan framburð stúlknanna og málin í heild.“

Fengnir voru lögreglumenn úr öðru bæjarfélagi til að rannsaka málið. Sakborningurinn tók virkan þátt í starfsemi Landsambands lögreglumanna á þessum tíma og það gerðu einnig rannsakendur málsins, eftir því sem ég best veit. Annar lögreglumaður sem ég ræddi eitt sinn við sagði mér að sakborningur og rannsakendur hefðu verið saman á einhverri ráðstefnu úti á landi á rannsóknartímabilinu. Mjög smart. Rannsóknin er því aldrei hlutlaus að mínu mati og tel ég hafið yfir allan vafa að hagsmunir barnsins hafi ekki verið í fyrirrúmi.

Fyrir liggja skýrslur frá sérfræðingum í Barnahúsi, sálfræðingum sem sérhæfa sig í áföllum barna og læknum sem staðfesta að Helga varð fyrir miklum skaða í þessari sumarbústaðaferð. Mér finnst óskiljanlegt að þessar skýrslur hafi ekkert vægi haft þegar tekin var ákvörðum um framhald málsins.

Réttarkerfið er handónýtt þegar kemur að börnum. Það stíga endalaust upp tröll sem segja að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð. Þá spyr ég: Hvað þarf til að sanna sekt? Ég er með barn sem búið er að segja frá í Barnahúsi. Hún er trúverðug, hún hefur öll einkenni þess að hafa orðið fyrir broti. Hvað þarf meira?“

Helga hefur glímt við afleiðingar brotsins frá því 2007.

Reyndi sjálfsvíg
Síðustu ellefu ár hafa verið erfið fyrir bæði Helgu og Halldóru móður hennar. Helga flosnaði upp úr framhaldsskóla og Halldóra var óvinnufær um tíma vegna bæði andlegra og líkamlegra einkenna. Báðar hafa þær sótt hjálp til sérfræðinga. Að auki hefur málið tekið mikið á bræður Helgu. „Fyrstu fjögur árin eftir brotið var Helga að burðast ein með afleiðingarnar og þá byrjaði að hún að þróa með sér þunglyndi og kvíða. Sá tími var skemmandi. Eftir að málið var fellt niður tók við enn verri tími og Helga átti erfið unglingsár. Hún leiddist um tíma í óreglu og ég var á vaktinni allar helgar að leita hana uppi og sækja hana. Annan í jólum 2014, tveimur árum eftir að málinu er vísað frá, reyndi hún að svipta sig lífi. Í kjölfarið fékk hún neyðarinnlögn á BUGL. Helga var áður glaðlyndur krakki og mikið fjör í henni. Frá því að brotið var gegn henni árið 2007 hefur hún verið að glíma við afleiðingarnar.“

Helga eignaðist barn í september í fyrra þá tvítug að aldri og búa þær mæðgur hjá Halldóru. „Það hefur þroskað hana mikið að eignast barn. Hún sýnir ábyrgð og stendur sig vel. Hún er sterkur karakter og getur gert allt sem hún vill, þarf bara að hafa trú á því sjálf,“ segir Halldóra og Helga sem er sest hjá okkur samsinnir því. „Núna langar mig meira að fara í nám, ég stefni að háskólabrú og svo jafnvel að námi í lögfræði. Ég er orðin virkari eftir að dóttir mín fæddist en áður hafði ég litla löngun til að gera nokkuð og hætti í framhaldsskóla eftir aðeins hálft ár. Núna langar mig að byggja upp gott líf fyrir okkur mæðgurnar. Þetta mál hefur tekið mikinn toll og mig langar að mín reynsla geti hjálpað einhverjum. Kynferðisbrotamál eru algengari en fólk heldur, flestar vinkonur mínar hafa lent í einhverju,“ segir Helga.

Þurfum að bylta kerfinu
Nú eru fimm ár síðan málið var látið niður falla og í vor sat Halldóra vinnustofu í vinnunni sinni sem haldin var í kjölfar metoo-byltingarinnar. „Þar hélt lögreglu- og sérsveitarmaður erindi og talaði meðal annars um að það þyrfti kjark og þor til að gera breytingar. Ég fann hvernig ég byrjaði að hitna, mér varð flökurt og var við það að fara að gráta. Ég varð fjúkandi reið; þú hefur ekki kjark og þor til að taka á þessum málum innan þíns vinnustaðar. Ég skrifaði helling um mál dóttur minnar á blað, fór með til hans í kaffipásunni og bað hann um að lesa það eftir vinnustofuna. Ég áttaði mig svo á því að hann átti enga sök á reiði minni. Ég skrifaði honum því afsökunarbeiðni á Facebook og tók hann mér mjög vel og þykir mér vænt um viðbrögð hans. Þarna rann upp fyrir mér að ég er enn á þessum stað, ég er brjáluð út í lögregluna. Ég hélt að ég væri komin lengra í sjálfsvinnunni,“ segir Halldóra.

„Við viljum skila skömminni til kerfisins sem brást dóttur minni. Ég vil sjá kerfið breytast, að við förum að hugsa kynferðisbrot gagnvart börnum upp á nýtt. Við erum alltaf að taka við fórnarlömbunum og setja plástur á sárin í staðinn fyrir að fókusera á brotamennina. Hvernig komum við í veg fyrir að menn brjóti á börnum árum og jafnvel áratugum saman?

Dæmdir barnaníðingar eiga að vera undir eftirliti, fá þá aðstoð sem þeir þurfa og það á ekki að gera þeim kleift að vinna með börnum. Við þurfum líka að gera eitthvað í því að fá þessa menn dæmda, að það þurfi ekki að menn séu hreinlega staðnir að verki til að til þess komi. Það á ekki að vera nóg að menn bara þræti fyrir verknaðinn og séu þar með lausir allra mála. Ég vil að skýrsla frá Barnahúsi verði sönnunargagn líkt og áverkavottorð frá lækni. Ég vil líka að lögreglan setji sér svolítinn „standard“ – að það sé ekki ásættanlegt að starfandi lögreglumaður fái á sig þrjár kærur fyrir barnaníð og starfi áfram. Því miður, hann verður bara að vinna við eitthvað annað. Ég spyr mig, ef gerandinn í máli dóttur minnar hefði verið annar, hefði rannsóknin verið öðruvísi?“ spyr Halldóra.

„Skýrslutaka yfir vinahjónunum tók aðeins örfáar mínútur og fór fram á skrifstofu mannsins sem er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera. Þau hjónin og eiginkona sakbornings báru fyrir sig minnisleysi vegna áfengisdrykkju og niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeirra vitnisburði – minnislausra vitna.“

Helga eignaðist dóttur síðasta haust. „Núna langar mig að byggja upp gott líf fyrir okkur mæðgurnar. Þetta mál hefur tekið mikinn toll og mig langar að mín reynsla geti hjálpa einhverjum,“ segir Helga.

„Við þurfum að bylta þessu kerfi og við þurfum fleiri sterka einstaklinga eins og Berg Þór Ingólfsson sem hefur sýnt ótrúlegt þrek til að berjast fyrir breytingum. Við foreldrarnir erum oft bara svo buguð og ekki í standi til að berjast fyrir svo ná megi fram bótum á handónýtu kerfi. Einnig þarf að vera einhver sem bendir fólki á hvernig það á að bregðast við þegar það lendir í svona, hvert það á að leita – fáðu þér harðan lögfræðing, passaðu þig á þessu og hinu. Maður er svo varnarlaus og brotinn. Það vantar eitthvað sem tekur foreldra í fangið og leiðir þá áfram. Við eigum að gæta hagsmuna barnanna, það er skylda okkar samkvæmt lögum. En kerfið stendur ekki með okkur. Ofbeldismaðurinn er oftast látinn njóta vafans í stað barnanna, eins og sýndi sig best í samskiptum við ríkislögreglustjóra sem virti málið að vettugi og lét eins og sér kæmi þetta ekki við. Til að taka allan vafa af hverjum bar að taka á málinu var leitað til umboðsmanns Alþingis og í svari hans kom það skýrt fram að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á að veita mönnum lausn frá embætti. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerði heldur ekki neitt og lét viðkomandi lögreglumann vera á vakt meðal annars í okkar hverfi, eins og við höfum nú fengið að kynnast. En málið sjálft fékk aldrei heiðarlega og hlutlausa rannsókn – og réttlætinu því ekki fullnægt. Við þurfum rétta fólkið á þing sem hefur kjark og þor til að taka á þessum málum og gera nauðsynlegar breytingar. Þær verða aldrei vinsælar. Við viljum ekki að önnur lítil börn þurfi að ganga í gegnum svona ósanngirni og að hlutunum sé klúðrað,“ segir Halldóra að lokum.

Myndir / Hallur Karlsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, National make up artist fyrir Yves Saint Laurent á Íslandi

Bjóst ekki við að frumsýna á Cannes

||
||

Leikkonan María Thelma fer með hlutverk í kvikmyndinni Arctic á móti Mads Mikkelsen. Hún segir það hafa verið mikla upplifun að vera viðstödd frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Leikkonan María Thelma fer með veigamikið hlutverk í hrakfaramyndinni Arctic, en hún var viðstödd frumsýningu hennar í Cannes.

„Ég viðurkenni það að vera viðstödd á frumsýningu fyrstu myndarinnar sem maður leikur í og það á stærstu og virtustu kvikmyndahátíð heimi var alveg grámagnað. Mér þótti vænt um að hitta alla sem komu að gerð hennar eftir allan þennan tíma og svo var auðvitað spennandi að sjá loksins lokaútkomuna á hvíta tjaldinu eftir alla vinnuna sem fór í hana,“ segir María Thelma, þegar hún er spurð hvernig tilfinning hafi verið að vera viðstödd frumsýningu myndarinnar á Cannes í Frakklandi nú á dögunum.

Arctic, sem flokkast sem svokölluð hrakfaramynd, fjallar um mann sem verður strandaglópur á Norðurskautsvæðinu eftir hræðilegt flugslys. Hann telur sig vera hólpinn þegar þyrla er send honum til bjargar en hlutirnir fara öðruvísi en á horfir og við tekur ófyrirsjáanleg atburðarás. Það er enginn annar en danski stórleikarinn Mads Mikkelsen sem fer með aðalhlutverkið en íslenskir áhorfendur ættu að kannast við hann úr kvikmyndum á borð við Jagten, Rogue One og Casino Royale. María Thelma fer með veigamikið hlutverk í myndinni en kveðst ekki geta rætt persónu sína að neinu ráði nema ljóstra upp söguþræðinum. „Það litla sem ég get sagt er að við fáum ekki að vita mikið um persónurnar, það er lítið talað og nánast engin baksaga. Við fáum varla að vita hvað persónurnar heita. Áherslan er á hvernig þeim gengur að reiða sig af í þessum „absúrd“ og hræðilegu aðstæðum.“

„Mads var algjörlega laus við hroka. Mætti mér alltaf á jafningjagrundvelli, virti mínar skoðanir á verkefninu og bar mikla virðingu fyrir minni vinnu og mér þótti ofboðslega vænt um það.“

Laus við stjörnustæla

Spurð hvort hún hafi verið stressuð fyrir að leika á móti stórstjörnu eins og Mikkelsen hristir María Thelma höfuðið og segist ekki hafa haft neinar fyrir fram hugmyndir eða skoðanir á leikaranum áður en tökur hófust. Hins vegar hafi munað öllu hvað hann hafi verið jarðbundinn og þægilegur í samskiptum. „Mads var algjörlega laus við hroka. Mætti mér alltaf á jafningjagrundvelli, virti mínar skoðanir á verkefninu og bar mikla virðingu fyrir minni vinnu og mér þótti ofboðslega vænt um það. Samstarfið einkenndist af einstaklega góðu trausti og skilyrðislausri virðingu. Það var bara æðislegt að vinna með honum, alveg ótrúlega góð og jákvæð reynsla. Við náðum mjög vel saman og urðum góðir félagar,“ segir hún og bætir við að það hafi auðveldað svolítið vinnuna því tökurnar, sem fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni í apríl í fyrra og stóðu yfir í 19 daga, hafi verið strembnar og tökudagarnir frekar ófyrirsjáanlegir. „En við Mads fórum vel yfir handritið og vorum stöðugt að minna hvort annað á hvaða sögu við værum að segja og pæla í því hvernig við gætum gert senunar sterkari,“ segir María sem á meðal annars að baki hlutverk í sjónvarpsþáttunum Föngum og nokkrum stuttmyndum, auk þess sem hún starfar um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu.

Ánægð með viðtökurnar

Þrátt fyrir að hafa landað hlutverkinu í Arctic má segja að María Thelma sé enn að stíga sín fyrstu spor í bransanum. Hún útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands 2016 en segist þó ekki alltaf hafa ætlað að verða leikkona og hafi í raun ekki leitt hugann að því fyrr en í framhaldsskóla. „Ég sá aldrei fyrir mér að ég ætti eftir að verða leikkona. það var ekki fyrr en að ég byrjaði á leiklistarbraut í FG þegar ég var 16 ára sem ég ákvað fyrst að leggja leiklistina fyrir mig og ég hef ekki litið um öxl síðan.“

Arctic, sem flokkast sem svokölluð hrakfaramynd, fjallar um mann (Mads Mikkelsen) sem verður strandaglópur á Norðurskautsvæðinu eftir hræðilegt flugslys. Pegasus og Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles eru á meðal framleiðenda myndarinnar, en ekki liggur ljóst fyrir hvenær hún verður sýnd á Íslandi.

Hvað var það eiginlega við leiklistina sem heillaði? „Ég hef nú gaman af flestum listforum,“ svarar hún hugsi, „en ætli leiklistin sé bara ekki það listform sem mér finnst komast næst kjarna hins mannlega eðlis.“

En skyldi það hafa einhvern tíma hafa hvarflað að henni þegar hún var í námi í leiklistinni að einn góðan veðurdag ætti hún eftir að standa á rauða dreglinum í Cannes. „Nei, ég velti því ekki einu sinni fyrir mér að ég ætti eftir að vinna eitthvað sértaklega í erlendum kvikmyndum,“ segir hún og hlær. „Hvað þá að ég kæmi til með að frumsýna mínu fyrstu bíómynd á stærstu og virtustu kvikmyndahátíð í heimi.“

Arctic hefur almennt hlotið góða dóma og er til að mynda fullt hús stiga eða 100 prósent á kvik-myndasíðunni Rotten Tomatoes. Sjálfri fannst Maríu Thelmu svolítið erfitt að njóta myndarinnar til fullnustu á frumsýningunni því hún var stöðugt að spá í hvers vegna sumum atriðum var sleppt og öðrum bætt við og fleiru í þeim dúr. Hún þurfi því eiginlega að sjá hana aftur til að geta myndað sér skoðun á henni. „Ég er samt mjög stolt af henni,“ tekur hún ákveðin fram. „Og ánægð með viðtökurnar.“

Þegar leikkonan unga er spurð hvaða verkefni séu síðan fram undan verður hún hins vegar svolítið dul. „Það er margt spennandi í gangi. En eins og staðan er þá er of snemmt að segja frá því strax.“

Aðalmynd: Mads og María Thelma náðu vel saman á meðan tökum stóð og eru góðir félagar í dag.

Cleveland – græna stálborgin

Á dögunum ferðaðist ég til borgarinnar Cleveland og átti ekki von á að þessi gamla iðnaðarborg í miðríkjum Bandaríkjanna myndi heilla mig upp úr skónum.

Cleveland er borg í Norður-Ohio-ríki og liggur við strönd stöðuvatnsins Erie sem þó er svo víðfemt að horfi maður út á það væri auðvelt að ímynda sér það sem opið haf. Hinum megin við vatnið er Kanada og á vorin fyllast græn svæði borgarinnar af farfuglum sem nýta sér þau sem áningarstað áður en þeir fljúga langa og strembna ferð yfir Erie á sumarvarpstöðvar sínar í norðri. Borgin er byggð með fram hlykkjóttri á sem nefnist Cuyahoga en talið er að nafnið sé komið frá móhíkönum og þýði snúið fljót. Cuyahoga-áin var forsenda þess að borgin þróaðist úr litlu sveitaþorpi þar sem hún tengdist með manngerðum skurðum og fljótum við Atlantshafið og Mexíkóflóa, með því móti var þetta litla svæði í Bandaríkjunum orðið að ákjósanlegum stað fyrir viðskipti og vöruflutninga sem stækkaði enn frekar með tilkomu járnbrautarlestarinnar.

Borgin státar af skemmtilegum hverfum, fjölbreyttri þjónustu og söfnum, íþróttaliðum í úrvalsflokki, útisvæðum, leikhúsum og nánast endalausum viðburðum allt árið um kring.

Cleveland verður borg iðnaðar
Árið 1870 stofnaði John D. Rockefeller iðnaðarveldi sitt undir nafninu Standard Oil í Cleveland og lagði þar með grunninn að ótrúlegri auðlegð Rockefeller-fjölskyldunnar. Hann flutti seinna höfuðstöðvar sínar til New York-borgar sem þá var orðin þungamiðja viðskipta í landinu. Í byrjun 20. aldar flykktust þó fleiri fyrirtæki að borginni og Cleveland varð þekkt fyrir stáliðnað sem og bílaframleiðslu. Sumir bílaframleiðendurnir voru mjög framúrstefnulegir og voru á þessum tíma að reyna að þróa bíla sem gengu fyrir gufu eða rafmagni. Þessi mikli uppgangur laðaði að sér fólk sem settist að í borginni og vann iðnaðarstörf og gætir menningaráhrifa þess enn í dag. Þetta voru aðallega innflytjendur frá Suður- og Austur-Evrópu ásamt fólki af öðrum uppruna frá Suðurríkjum Bandaríkjanna í leit að atvinnu og betra lífi.

Cleveland er borg í Norður-Ohio-ríki og liggur við strönd stöðuvatnsins Erie sem þó er svo víðfemt að horfi maður út á það væri auðvelt að ímynda sér það sem opið haf.

Blómlegt listalíf
Borgin þandist út á þessum tíma og var í byrjun 20. aldar fimmta stærsta borg Bandaríkjanna. Hluti af nýjum íbúum Cleveland voru listamenn og tónlistarfólk. Stór hópur innfluttra var frá New Orleans og færði með sér líflega djasssenu, djassklúbbarnir þóttu á tímabili svo góðir að frægir tónlistarmenn, eins og Miles Davis og Duke Ellington, lögðu reglulega leið sína þangað. Uppgangurinn í iðnaðinum og ofgnótt verkamanna gerði það einnig að verkum að byggðar voru tilkomumiklar byggingar í miðborginni og ríkari stétt samfélagsins gerðist bakhjarlar listamanna. Þetta tímabil lista er þekkt sem Cleveland-skólinn og er sérstaklega þekkt fyrir fallegar vatnslitamyndir ásamt prentverkum og skúlptúrum. Sum þessara verka má finna á listasafni borgarinnar sem fjallað er um hér til hliðar.

Mengunarslys veldur byltingu í umhverfisvernd
Allur þessi uppgangur, þensla í iðnaði og sístækkandi hópur innflytjenda hafði þó einnig neikvæð áhrif. Mengun frá iðnaði borgarinnar, skordýraeitur og áburður flæddi óáreitt út í Cuyahoga-ána og stöðuvatnið Erie ásamt skólpi og rusli íbúanna. Þetta hafði þau áhrif að reglulega var strandlengja vatnsins full af dauðum fiskum sem lifðu ekki af mengunina í vatninu. Áin var oft þakin olíubrák og það gerðist oftar en einu sinni að eldur geisaði í ánni. Straumhvörf urðu árið 1969 þegar áin stóð í ljósum logum og olli töluverðum spjöllum. Í kjölfarið var sett fræg löggjöf (the clean water initiative) sem á við um öll ríki Bandaríkjana og setur takmarkanir á úrgangslosun í vötn og ár. Í krafti löggjafarinnar var ráðist í hreinsunarstarf í ánni og stöðuvatninu sem tekist hefur einstaklega vel. Fallegir og grænir almenningsgarðar liggja nú með fram ánni og laða að sér unga sem aldna í ýmis konar útivist, fuglaskoðun og fiskveiðar. Ferskvatnsuppspretta borgarbúa er nú í stöðuvatninu og á því má sjá fiskibáta, kajakræðara og fjölbreytt dýralíf.

Frjálslynd borg í uppsveiflu
Breytingar á iðnaðarháttum og verksmiðjuframleiðslu hefur breytt Cleveland á undanförnum áratugum. Borgin býr nú við mun blandaðra hagkerfi en var áður og öllu hefur verið kappkostað til að styrkja innviði borgarinnar bæði fyrir íbúa hennar og þá sem hana heimsækja, en margir brottfluttir Cleveland-búar eru farnir að sækja aftur í heimahagana. Í dag eru flestir sem sækja borgina heim aðrir Bandaríkjamenn eða Kanadabúar en borgin er í mikilli sókn og úr ótalmörgu að velja fyrir veraldarvana ferðalanga. Borgin státar af skemmtilegum hverfum, fjölbreyttri þjónustu og söfnum, íþróttaliðum í úrvalsflokki, útisvæðum, leikhúsum og nánast endalausum viðburðum allt árið um kring. Gestir borgarinnar geta hlaðið niður Destination Cleveland-smáforritinu í símann sinn til að skipuleggja ferðalag sitt og fylgjast með því sem er á döfinni.

________________________________________________________________

Fjölbreytt afþreying í Cleveland

Rock and Roll Hall of Fame
Eitt aðalaðdráttarafl ferðamanna til Cleveland er rokksafnið Rock and Roll Hall of Fame. Safnið er við strönd vatnsins Erie og var teiknað af sama arkitekt og hannaði pýramídana við Louvre-safnið í París. Safnið er mjög stórt með bæði föstum sýningum og breytilegum sem spanna sögu rokktónlistarinnar í gegnum margmiðlunarsýningar, búninga og hljóðfæri tónlistarmanna og texta. Auðvelt er að verja heilum degi á safninu en þar má einnig finna veitingastað og bar til að fylla á tankinn milli þess sem skoðað er. Vefsíða: https://www.rockhall.com

Cleveland Museum of Art
Listasafn Cleveland er staðsett í hinu sjarmerandi University Circle-hverfi en þar má einnig finna dýragarð, grasagarð, tónleikahús og nútímalistasafn. Ókeypis aðgangur er að safninu og þar kennir ýmissa grasa. Það á gott safn verka impressjónistanna ásamt skemmtilegum nútímaverkum eftir bandaríska listamenn en þó er safnið þekkt fyrir stórt safn egypskra og suðaustur-asíska verka. Safnið er í gullfallegri byggingu með yfirbyggðu torgi í miðju safnsins og á fyrstu hæðinni má finna afþreyingarherbergi með gagnvirku efni fyrir yngstu kynslóðina. Vefsíða: http://www.clevelandart.org/

The Cleveland Orchestra
Forfallnir aðdáendur klassískrar tónlistar vilja margir meina að sinfóníuhljómsveit Cleveland sé sú besta í Bandaríkjunum. Hljómsveitin ferðast mikið bæði um Bandaríkin og önnur lönd en á þó heimili sitt í Severance Hall, fallegri byggingu frá árinu 1931 sem ber eftirnafn velunnara síns, John Severance, en hann lét reisa tónlistarhúsið í minningu heittelskaðrar eiginkonu sinnar. Finna má dagskrá og fréttir hljómsveitarinnar á heimasíðu hennar. Vefsíða: https://www.clevelandorchestra.com

Cleveland Cavaliers og Cleveland Indians
Óhætt er að segja að Cleveland-búar séu forfallnir áhugamenn um körfubolta enda er lið þeirra, Cavaliers, með þeim bestu í NBA-deildinni og keppir nú um meistaratitill deildarinnar. Frægasti leikmaður liðsins, LeBron James, er frá svæðinu og nýtur mikillar hylli. Þegar heimaleikir eru fyllist miðborgin af stuðningsmönnum liðsins og barir eru þéttsetnir af þeim sem ekki náðu miða á leikinn sjálfan. Borgin er einnig þekkt fyrir hafnaboltalið sitt, Indians, sem einnig nær ávallt langt í sinni leikjatíð og laðar að sér stóran hóp áhangenda. Gaman er að vera hluti af stemningunni sem myndast í miðbænum þegar leikir eru en einnig er hægt að kynna sér leikjatíðina og kaupa sér miða til að upplifa hughrifin og spennuna í beinni. Vefsíða Cavaliers.
Vefsíða Indians: https://www.mlb.com/indians

 

Skeljungsfléttan sem gerði fimm einstaklinga ofurríka

|
|

Embætti héraðssaksóknara réðst í umfangsmiklar aðgerðir í síðustu viku vegna Skeljungsmálsins svokallaða. Fléttan sem ofin var í málinu er talin hafa falið í sér sölu hlut á undirverði, ólögmæta nýtingu á fjármunum Skeljungs, þynningu á veði kröfuhafa og um 850 milljóna króna greiðslu til hvers þeirra þriggja starfsmanna banka sem seldu nýjum eigendum Skeljung.

Fimmtudaginn 31. maí réðst embætti héraðssaksóknara í umfangsmiklar aðgerðir vegna máls sem hafði verið til skoðunar þar frá miðju ári 2016. Málið snérist um meint umboðsvik, meint skilasvik, möguleg mútubrot og mögulegt brot á lögum um peningaþvætti þegar olíufélagið Skeljungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013. Við brotunum getur legið allt að sex ára fangelsisvist.

Fimm einstaklingar eru með stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Tvö þeirra, hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson, voru handtekinn á fimmtudag. Hin þrjú; Einar Örn Ólafsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Guðjónsson, sem unnu saman í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis fyrir um áratug, voru boðuð til skýrslutöku sama dag.

Fólkið er grunað um að hafa misnotað aðstöðu sína til að koma eignum út úr banka á undirverði, að hafa nýtt sameiginlegar eignir Skeljungs og bankans til að greiða fyrir kaup í félaginu, að hafa viljandi rýrt eignir Íslandsbanka og að hafa gert með sér samkomulag þar sem Svanhildur Nanna og Guðmundur afhentu hinum þremur sem seldu þeim Skeljung yfir 800 milljónir króna hverju fyrir sig fyrir þeirra aðkomu að málinu.

Á sama tíma og handtökurnar áttu sér stað fóru fram húsleitir víða um höfuðborgarsvæðið í tengslum við rannsókn málsins. Engar eignir voru þó kyrrsettar á þessu stigi málsins, en fólkið hefur allt efnast mjög hratt á síðustu árum. Og öll þau umsvif hófust með Skeljungsviðskiptunum sem nú þykir rökstuddur grunur um að hafi ekki staðist lög.

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir er í dag í stjórn VÍS, en hún og eiginmaður hennar eru stórir hluthafar í félaginu. Hún sagði af sér stjórnarformennsku fyrir viku síðan í kjölfar þess að hún var handtekin af embætti héraðssaksóknara.

Bestu og verstu viðskiptin

Salan á Skeljungi og P/F Magn vöktu eðlilega mikla athygli í lok árs 2013. Þau voru valin bestu viðskipti ársins 2013 af Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti. Í rökstuðningi dómnefndarmanna sagði m.a. „Ef rétt er að þau [hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson] hafi fengið tíu milljarða króna fyrir félagið (með skuldum) eru þau réttnefndir snillingar!“ og „Eigendur Skeljungs koma vel frá borði — fengu ríflega greitt fyrir sinn hlut.“

Viðskiptin voru líka ofarlega á blaði yfir verstu viðskipti ársins, en í þeim flokki lentu þau í öðru sæti. Þar var þó átt við að viðskiptin hefði verið léleg fyrir kaupendurna, sem að mestu voru lífeyrissjóðir. Í umsögn sagði að félagið hafi verið lítils virði nokkrum árum áður, en niðurfellingar skulda og kaupgleði fagfjárfesta hefði gert eigendum félagsins kleift að ná fram einum bestu viðskiptum síðustu ára. „Lífeyrissjóðirnir eru stútfullir af peningum og virðast vera að kaupa Skeljung á allt of mikið“ var haft eftir einum dómnefndarmanni Markaðarins.

Kjarninn fer ítarlega yfir fléttuna í fjórum skrefum í Mannlífi sem kom út föstudaginn 8. júní og á vef sínum.

Ný lög auðvelda allt ferli í kringum líffæragjafir

|
|

Alþingi samþykkti í vikunni ætlað samþykki líffæragjafa en það var þingmannsfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og Willums Þórs Willumssonar sem lagt var fram á Alþingi.
Mikill skortur er á líffærum í heiminum og hafa því margar þjóðir farið þessa leið en árið 2013 hafnaði Alþingi frumvarpi um ætlað samþykki. Þetta frumvarp mun því hafa töluverðar breytingar í för með sér.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Silja Dögg segir að mikil fræðsla og umræða í samfélaginu hafi haft þarna töluvert að segja um breytta afstöðu til frumvarpsins en hún var formaður í þverpólitískum hópi sem skipaður var á sínum tíma af Kristjáni Júlíussyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um líffæragjafir og vann ötullega að málinu ásamt fleirum. Tíð stjórnarskipti hafi þó haft áhrif á að málið fékk ekki framgöngu á þingi. Silja tekur fram að það þurfi að halda áfram að fræða fólk um líffæragjafir, upp koma ýmsar spurningar sem varði siðferð og trú og menningarlegur bakgrunnur hefur áhrif á afstöðu fólks til líffæragjafa. Hún segir að í Noregi sé sérstök skrifstofa sem sjái um fræðslu líffæragjafa. „Ég myndi kjósa að það yrði einn starfsmaður hjá Embætti landlæknis sem myndi hafa fræðslu og um líffæragjafir á sínum höndum. Við þurfum að halda áfram að fræða fólk og fara í skóla þó að lögin séu til staðar nú og fólk þarf að geta rætt þetta og afskráð sig, óski það ekki eftir að gefa líffæri við andlát. Svo þarf einnig að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í sambandi við allt ferli um líffæragjafir,“ segir Silja Dögg.

Löggjöfin mætir skorti á líffærum
En hvaða þýðingu hefur slík löggjöf fyrir almenning? „Samkvæmt rannsóknum hjá starfshópnum þá léttir slík lögleiðing mikið á bæði aðstandendum og auðveldar allt ferlið í kringum líffæragjöf, en það gildir líka um heilbrigðisstarfsfólk. Löggjöfin mun hafa miklar breytingar í för með sér til að mæta skorti á líffærum sem stöðugt eykst með hækkandi aldri þjóðarinnar,“ segir Silja Dögg.

„Við þurfum að halda áfram að fræða fólk og fara í skóla þó að lögin séu til staðar nú og fólk þarf að geta rætt þetta og afskráð sig, óski það ekki eftir að gefa líffæri við andlát. Svo þarf einnig að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í sambandi við allt ferli um líffæragjafir.“

Löggjöfin um ætlað samþykki var samþykkt af 52 þingmönnum en 2 sátu hjá. Lög frá 1991 byggðust á upplýstu samþykki, þ.e. að hinn látni hefði verið andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín.

Í ljós hefur komið að meginþorri þjóðarinnar er hlynntur ætluðu samþykki. Íslendingar hafa hingað til fengið líffæri úr sameiginlegum líffærabanka Norðurlandaþjóða, en líffæragjafir okkar hafa lengst af verið fáar í samanburði við aðra. Fjöldi líffæragjafa hefur aukist verulega síðastliðin þrjú ár og mikilvægt að viðhalda því til frambúðar en það er talið m.a. stafa af aukinni umræðu og fræðslu um líffæragjafir.

______________________________________________________________

– Mikill skortur er á líffærum í heiminum.
– Löggjöf frá 1991 gengur út frá að hinn látni hafi verið andvígur líffæragjöf.
– Nýju lögin ganga út frá að hinn látni gefi líffæri sín við andlát nema hann hafi komið annarri skoðun sinni áleiðis.
– Rannsóknir hafa sýnt að meginþorri þjóðarinnar er hlynntur því að gefa líffæri.
– Nýju lögin auðvelda bæði aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki allt ferli í kringum líffæragjöf.
– Með fram nýju lögunum verður bæði almenningur fræddur og heilbrigðisstarfsfólk þjálfað.
– Æskilegt er að Embætti landlæknis muni sjá um upplýsingar um líffæragjafir og þá sem eru andvígir.

Hér á landi getur fólk skráð vilja sinn ef það vill ekki gefa líffæri á vef Embættis landlæknis og á www.heilsuvera.is.

Fá ekki að spila tónlist á pósthúsum: „Ég hef ekki heyrt af óánægju“

Við á Mannlífi tókum Twitter-færslu Brynjars til okkar og völdum þessa fallegu mynd af honum

Það hefur verið sannað í mýmörgum rannsóknum um heim allan að tónlist hefur áhrif á kaupvenjur fólks og að hægt sé að hvetja til aukinna kaupa með ákveðinni tegund af músík. Það vekur því athygli að engin tónlist er spiluð á pósthúsum landsins. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir það helgast af því að ekki sé hægt að spila tónlist á pósthúsunum.

„Það er í raun enginn búnaður til að spila tónlist í afgreiðslum Póstsins sem er ein stærsta ástæða þess að ekki hefur verið ákveðið að fara í þessa átt. Bakrými eru svo annað mál og starfsmenn hlusta eflaust á tónlist og/eða útvarp þar,“ segir Brynjar en samkvæmt samtölum við starfsmenn pósthúsa fékk blaðamaður þær upplýsingar að Pósturinn vildi ekki greiða stefgjöld. Er það rétt?

„Stefgjöld eru ekki það sem er að koma í veg fyrir að tónlist sé spiluð á pósthúsum, alla vega ekki þegar þetta var skoðað síðast,“ segir Brynjar og útilokar ekki að þetta verði endurskoðað einhvern tíma í framtíðinni.

„Við höfum skoðað þetta en síðast var ákveðið að spila ekki tónlist í afgreiðslum, eitthvað sem getur auðvitað breyst, það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það að svo stöddu. Þetta getur að sjálfsögðu breyst í framtíðinni. Við erum ekki með þetta til skoðunar í augnablikinu en að sjálfsögðu er vert að endurskoða þetta eins og annað.“

Blaðamaður Mannlífs fór á stúfana og talaði við starfsmenn pósthúsa víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Töldu einhverjir það miður að ekki væri hægt að spila tónlist á vinnustaðnum á meðan öðrum fannst það kærkomið. Hefur Brynjar orðið var við óánægju meðal starfsfólk vegna þessa fyrirkomulags?

„Ég hef ekki heyrt af óánægju með þetta, hvorki hjá starfsmönnum né viðskiptavinum, en ég vil hvetja fólk að heyra í okkur ef það telur að við getum bætt okkur þegar kemur að þessu eða einhverju öðru.“

Aðalmynd / Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts.

Út fyrir þægindarammann

|
|

Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem kitluðu hláturtaugar landsmanna með sketsaþættinum Þær Tvær um árið, eru með splunkunýja gamanseríu í smíðum.

Sjónvarp Símans kemur að nýju þáttunum sem þær Vala Kristín og Júlíana eru að vinna að ásamt Fannari Sveinssyni.

„Þetta er sex þátta sería, framhaldsþættir, með gamansömum tón,“ lýsir Júlíana, en að hennar sögn fjalla þeir um ungar konur sem hafa verið vinkonur frá því í leiklistarskóla. „Önnur er orðin húsmóðir sem er gift delluóðum manni og löngu búin að gefa upp von um líf í leiklistinni en hin enn þá að elta leikaradrauminn í örvæntingu. Dag einn fá þær tækifæri lífsins þegar þeim er boðið að vera með sjónvarpsþátt á besta tíma. Óvæntir hlutir gerast og húsmóðirin slær í gegn á meðan hin klúðrar stóra tækifærinu.“

Vala segir að þau séu þrjú að skrifa seríuna, þær tvær og Fannar Sveinsson sem mun einnig leikstýra. Samstarfið hafi gengið vel og þau séu nú að móta hvaða stefnu þau vilji taka. „Þá verðum við öll á sömu blaðsíðu þegar við hefjum tökur, en Fannar stýrir skipinu og við Júlíana getum þá bara einbeitt okkur af því að leika þessar persónur,“ segir hún og viðurkennir að það geti verið örlítið kaótískt að skrifa og vera með annan fótinn í framleiðslunni því þá hafi maður skoðanir og áhyggjur af öllu. „En eina ráðið við því er að ráða í lið með sér fólk sem maður treystir og leyfa því að vinna sína vinnu.“

„Við erum að fara langt út fyrir okkar þægindaramma. Inn á ótroðnar slóðir.“

Spurðar hvort nýju þættirnir verði í svipuðum stíl og Þær Tvær segja þær að þeir verði gamansamir líka. Helsti munur sé kannski sá að meðan Þær Tvær hafi verið sketsaþáttur, sem byggðist upp á stuttum fyndum sögum sem tengdust ekki innbyrðist, þá verði tveimur persónum fylgt eftir allan tímann í gegnum nýju seríuna og þeirra saga sögð. „Í Þær Tvær var spurningin fyrir okkur alltaf bara sú hvort okkur þættu hugmyndirnar fyndnar,“ segir Vala. „Nú reynir meira á að gera persónur sem eru sannar og áhorfendur geta samsamað sig með, en setja þær síðan í aðstæður sem eru fyndnar.“

Þær játa að mun flóknara ferli sé að skrifa samhangandi sögu en sketsa. Persónur og aðstæður verði að vera trúverðugar og það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í sögunni til að atburðarásin gangi upp. „Við erum að fara langt út fyrir okkar þægindaramma,“ segir Vala „Inn á ótroðnar slóðir.“

Sem stendur eru þremenningarnir að vinna að handritinu. Vinkonurnar reikna með að þeirri vinnu ljúki í júní og þá taki framleiðslan við. „Draumurinn er svo að serían fari í loftið í haust,“ segja þær. Þó sé of snemmt að slá því á fast.

Gott rúm er gulli betra

Halldór Þ. Snæland er fæddur 1946 og er lyfjafræðingur en hann útskrifaðist frá HÍ, 1973. Hann ólst upp og hefur starfað við svampvinnslu og dýnuframreiðslu frá barnsaldri en hann er sonur Péturs V. Snæland og Ágústu Pétursdóttur Snæland, stofnenda og eigenda fyrirtækisins Péturs Snæland hf., sem stofnað var árið 1949.

Halldór Þ. Snæland.

,,Árið 1949 gangsettu foreldra mínir framleiðslu á náttúrulegum latexsvampi og var þessi verksmiðja ein af fyrstu latexverksmiðjum í Evrópu. Árið 1968 hófu þau framleiðslu á polyuretan-svampi og voru sömuleiðis meðal þeirra fyrstu í Evrópu sem það gerðu.“

Nú hefur þú upplifað tímana tvenna og fylgt fyrirtækinu eftir í áranna rás og fylgst með því vaxa og dafna. Getur sagt okkur aðeins frá þróun og vexti fyrirtækisins?

Miklar breytingar á rekstri fyrirtækisins hafa átt sér stað í áranna rás. Í upphafi var salan aðallega á hráefni til húsgagnaiðnaðarins sem var mjög blómlegur á þeim tíma og sala á tilbúnum dýnum til húsgagnaverslana, inn á sjúkrastofnanir og í fiskiskip. Minna var selt beint í almennri sölu til viðskiptavina. Síðar jókst sala til einstaklinga til mikilla muna þar sem margir voru að smíða sín eigin húsgögn bæði til nota inn á heimilum sem og í sumarbústöðum.“

Hefur margt breyst á þessum árum? 

„Eftir því sem tíminn leið fór samkeppnin á markaðinum að aukast með meiri innflutningi á tilbúnum húsgögnum og með inngöngu í EFTA átti sér stað mikið hrun í íslenskum húsgagnaiðnaði. Á árunum 1980-1995 hættu mörg góð bólsturfyrirtæki  og húsgangaverslanir rekstri. Þessar breytingar á markaðinum höfðu auðvitað mikil áhrif á okkar fyrirtæki þannig að breytinga var þörf. Árið 1991 sameinuðumst við Lystadún sem verið hafði í samskonar rekstri og Pétur Snæland hf. og úr varð Lystadún–Snæland ehf. með aðsetur í Skútuvogi. Þar var starfrækt svampframleiðsla, skurðarverkstæði, saumastofa og verslun þar sem seldar voru dýnur, rúm og svamphúsgögn og fleiri svampvörur.“

Kjarninn af fyrirtækjum sem myndar Vogue fyrir heimilið

„Árið 2000 keypti fyrirtækið verslunina Marco sem staðsett var í Mörkinni 8 og flutti fyrirtækið þangað með allan sinn rekstur. Þarna fékkst loksins gott verslunarhúsnæði þar sem betra var að markaðssetja vörur okkar til almennings. Valdimar Grímsson keypti Lystadún–Snæland og Marco árið 2001 og bætti síðan Vogue í safnið árið 2002. Þarna var kominn kjarninn af fyrirtækjunum sem mynda Vogue fyrir heimilið.“

Svampur er ekki bara svampur

„Ég hefði ekki starfað svona lengi hjá þessum fyrirtækjum ef ég mér þætti það ekki skemmtilegt. Svampur er ekki bara svampur eins og margir halda. Hann er til af ótrúlega mörgum gerðum og hægt er að nýta hann á ótal vegu enda er hann notaður í flest húsgögn, rúmdýnur, leikföng og margar hönnunarvörur.  Í verslunina koma mörg skemmtileg verkefni sem gaman er að glíma við. Í rauninni er mottóið hjá okkur það að ekkert sé ómögulegt fyrr en búið er að sannreyna að svo sé.“

Klæðskeraframleidd rúm og dýnur

„Þar sem mikil samkeppni er í sölu á rúmum og rúmdýnum höfum við kosið að velja okkur stað á markaðnum sem hentar okkur og okkar viðskiptavinum mjög vel. Þar á ég við „klæðskeraframleidd“ rúm og dýnur. Við höfum frá stofnun fyrirtækisins framleitt rúm og dýnur þar sem farið er í einu og öllu eftir þörfum viðskiptavina. Rúm sem við framleiðum eru ekki til á lager heldur er stuðst er við þarfir og óskir viðskiptavina hvaða efnisgerð er valin, það er að segja latex, kaldsvampur eða pokagormar og hvað varðar stífleika, stærð og útlit.“ Í dag á þetta enn betur við en áður, þar sem ný og betri efni til dýnugerðar eru komin á markað auk þess sem þekking manna á uppbyggingu góðrar dýnu er meiri. „Oft reynist það mönnum erfitt að velja réttan stíleika og gerð af dýnu í versluninni. Við gerum ráð fyrir þessu í framleiðslu okkar á dýnunum, þannig að það sé auðvelt að breyta þeim eftir á.“

Segðu okkur aðeins frá rúmunum, dýnunum sem þið eruð að selja, skiptir máli hvernig rúm/dýnu maður velur?

Þegar maður velur sér nýtt rúm þarf að vanda valið vel. Maður þarf að hugsa vel fram í tímann og reyna að ímynda sér hvernig rúmið reynist manni í náinni framtíð. Gott er að velja dýnu sem hægt er að breyta eftir að þú er búinn að kaupa hana og prófa í nokkra daga.“

Það sem ber að hafa í huga við val á dýnum:

 • Alltaf velja eins stífa dýnu og líkaminn þolir (án verkja).
 • Of stífum dýnum er oftast hægt að bjarga með mjúkri yfirdýnu.
 • Öll rúm mýkjast við notkun og því mýkra sem það er í upphafi þeim mun fyrr verður það e.t.v. orðið of mjúkt.
 • Svæðaskiptur stífleiki nýtist öllum mjög vel.
 • Gott er að dýnuver séu með rennilásum, þannig að hægt sé að taka dýnuver af og þvo og viðgerðir á dýnum eru auðveldari.
 • Ekki ákveða fyrir fram hvaða dýnu þú ætlar að kaupa.
 • Engin dýna er best fyrr en þú ert búinn að ganga úr skugga um að hún henti ÞÉR.
 • Dýna sem hentar frænda þínum er ekki endilega sú besta fyrir þig.
 • Dýrasta dýnan í búðinni er ekki alltaf sú sem hentar þér best.

„Að lokum segi ég þetta: „gott rúm er gulli betra“.  Þá er ég að tala um heilsurúmið þitt, sem þú velur sjálfur og líkama þínum líður vel á. Fátt er betra en að vakna úthvíldur að morgni, tilbúinn til að takast á við nýjan dag.“

 

Óánægja meðal kvikmyndagerðarmanna

Reiði meðal kvikmyndagerðarmanna vegna ráðningar nýs ráðgjafa hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Mikil óánægja ríkir meðal kvikmyndagerðarmanna vegna ráðningar nýs ráðgjafa hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Felst óánægjan meðal annars í því að starfið skuli ekki hafa verið auglýst laust til umsóknar. Kvikmyndagerðarmaður sem Mannlíf ræddi við og ekki vill láta nafns síns getið segir marga kvikmyndagerðarmenn setja spurningamerki við faglega þekkingu og hæfi Önnu Maríu Karlsdóttur framleiðanda sem var ráðin til að gegna stöðunni. „Hún kemur í stað Martins Schlüter sem hefur farið yfir styrkumsóknir fyrir heimildamyndir,“ segir viðkomandi. „Margir voru ósáttir við að aðili sem hefur ekki víðtækari þekkingu en hún á heimildamyndagerð skuli vera ráðin í þá stöðu að veita ráðgjöf varðandi klippingu og handritagerð slíkra mynda. Þegar athugasemd var gerð við þetta var starfslýsingunni skyndilega breytt og hún einfaldlega titluð sem ráðgjafi og gefið í skyn að fyrirkomulagið væri bara til bráðabrigða til að fylla upp í eyðuna sem varð þegar Martin hætti. Þetta er allt saman stórskrítið, því eins og þetta lítur út núna er eins og þetta sé klíkustarfssemi og fólk er brjálað út af þessu. Það hefði klárlega mátt fyrirbyggja stöðuna sem er komin upp með því að auglýsa starfið laust til umsóknar.“

Misskilningur á ferð

Mannlíf náði sambandi við Laufeyju Guðjónsdóttur, forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem segir í skriflegu svari að um sé að ræða tímabundna ráðningu „til sex mánaða og heimilt að ráða þannig án auglýsingar. Sá sem gegndi starfinu þurfti að hætta með mjög stuttum fyrirvara vegna annarra starfa og því töldum við áríðandi að fylla í skarðið sem fyrst. Það er sem sagt millibilsástand núna en má vænta breytinga og verður auglýst eitthvað síðar.“

Laufey segir jafnframt að viðkomandi sem var ráðin búi yfir viðamikilli þekkingu á flestum sviðum kvikmyndagerðar síðastliðin u.þ.b. 25 ár auk þess að vera vel að sér í kvikmyndasögu og menningu. „Reynslan er meðal annars í þróun verkefna, framleiðslu, kynningu og markaðssetningu. Það er rétt að mestanpart hafa það verið leiknar myndir þótt hún hafi líka komið að heimildamyndagerð. Það má vænta þess að bakgrunnur hennar sé þannig að hún hafi forsendur til að vinna á faglegum nótum – þótt vissulega þurfi flestir að taka á þegar fengist er við nýtt starf,“ svarar hún og bendir m.a. á að handrit, efnistök og strúktúr hvers verkefnis sé metið af kvikmyndaráðgjafa auk framleiðslu-, kostnaðar- og dreifingarmáta, o.s.frv. Það gæti því ef til vill smámisskilnings „að viðkomandi eigi að veita rágjöf um klippingu og vinnslu myndarinnar, það er alltaf á höndum hvers leikstjóra eða þeirra sem hann velur með sér til verksins.“

Getur ekki tjáð sig um einstök mál

Mannlíf hafði samband við Margréti Örnólfsdóttur, formann Félags leikskálda og handritshöfunda vegna málsins. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um þetta einstaka mál, en það láðist að koma því á framfæri við vinnslu fréttarinnar. Margrét sagði að almennt væri gott ef allir verkferlar væru skýrir til að fyrirbyggja misskilning. „Ég tel mjög mikilvægt að starf ráðgjafa sé auglýst. Að það sé farið eftir verkferlum sem eru gegnsæir,“ segir Margrét. „Þetta er lítill sjóður, fáir ráðgjafar og mikið undir hjá fólki, því ráðgjafarnir hafa úrskurðarvald um framtíð verkefnanna sem fólk er að vinna að. Það er því skiljanlegt að fólki sé ekki sama hvernig staðið er að þessu. Þetta verður að vera faglegt og uppi á borðum og það er slæmt ef einhver vafi leikur á því að þetta sé í lagi,“ bendir hún á. „Ég get ekki tjáð mig um ráðningar einstakra ráðgjafa, en það er mikilvægt að svona ferli séu skýr svo það komi ekki upp einhver misklíð sem fer að beinast að persónum sem eiga í hlut. Því á endanum snýst hlutverk Kvikmyndasjóðs um að styðja við íslenska kvikmyndagerð, svo við höldum áfram að eflast og þroskast sem atvinnugrein.“

 

Hitaði upp fyrir Jessie J

Söngkonan Karitas Harpa bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttaröðinni The Voice Ísland 2017. Síðan þá hefur hún komið víða við en fyrsta sólóplata hennar er væntanleg innan skamms.

Hún segir síðastliðið ár hafa verið ævintýri líkast en nú síðast hitaði Karitas upp fyrir stórsöngkonuna Jessie J. „Ég vissi að Jessie hefði verið dómari í The Voice Britian og sendi í einhverri óskhyggju skilaboð á tónleikahaldarana hér á landi með von um að stækka samfélagsmiðlanetið mitt en átti ekki von á miklum viðbrögðum.”

„Þeir tóku lygilega vel í hugmyndir mínar og örskotstund síðar var ég fengin í viðtal og spurð hvort ég gæti hitað upp fyrir hana á tónleikunum hér heima.”

„Ég hreint út sagt hrópaði upp yfir mig og hringdi samstundis í vinkonu mína sem er álíka mikill aðdáandi, hennar fyrstu orð voru að þrátt fyrir að samgleðjast mér í einu og öllu yrði hún að viðurkenna að nú fyndi hún líka ögn af afbrýðisemi, svo hlógum við saman í algjörri geðshræringu. Lengi á eftir var ég þó fullviss um að þetta myndi detta upp fyrir því íslensku tónleikahaldararnir þurftu staðfestingu frá aðilum úti en þrátt fyrir að vilyrði frá þeim væri í höfn var tilfinningin samt óraunveruleg. Ég trúi þessu varla enn þá.”

Óhætt er að segja Karitas hafa verið iðna við kolann því á innan við ári hefur hún komið víða fram, meðal annars sem meðlimur sönghópsins Fókus og nú síðast sem hluti af GRL PWR hópnum sem hélt fyrstu íslensku tónleikana tileinkaða bresku hljómsveitinni Spice Girls á dögunum. Hún vinnur hörðum höndum að sinni fyrstu sólóplötu auk þess að sinna nýju starfi í útvarpi en hennar fyrsta lag All the things you said, er þegar komið í útvarpið.

„Mér fannst vera kominn tími til að gefa út eigin tónlist, finna minn stíl og láta loksins verða af þessu.”

„Fyrsta ákvörðunin var hvort ég vildi hafa efnið á íslensku eða ensku en hingað til hef ég gefið út tónlist á íslensku. Ég ólst upp í Bandaríkjunum sem barn og því er enskan mér líka eðlislæg, þess vegna ákvað ég að breyta til og snúa mér að enskunni. Ég setti mig í samband við strákana í Stop Wait Go og saman gerðum við tvö lög. Það var skemmtileg upplifun enda eru þeir klárir í sínu fagi. Fyrsta lagið mitt má túlka á ýmsa vegu en það er það sem ég elska við tónlist, hvernig hver og einn getur túlkað hlutina út frá sínum upplifunum. Lagið fjallar á vissan hátt um það hvernig ég hef lært að segja skilið við gamla fjötra og fundið sátt í sjálfri mér.”

Ítarlegt viðtal við Karitas má lesa í nýjustu Vikunni.

Texti / Íris Hauksdóttir.
Mynd / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Förðun / Björg Alfreðsdóttir.

Gæti grætt fúlgur fjár á látlausri íbúð

||||
||||

Tónlistarkonan PJ Harvey er búin að setja íbúð sína í Vestur-Hollywood í Kaliforníu á sölu. Íbúðin er búin einu svefnherbergi og einu baðherbergi og er rétt rúmlega hundrað fermetrar.

Það mætti hressa aðeins upp á íbúðina.

Tæplega þrjár milljónir dollara, eða rúmlega þrjú hundruð milljónir króna, eru settar á íbúðina. PJ keypti hana hins vegar á 649 þúsund dollara, tæplega sjötíu milljónir króna, árið 2003.

Næntís svipur yfir eldhúsinu.

Innréttingar í íbúðinni eru látlausar en útsýnið úr henni er algjörlega dásamlegt. Íbúðin er í byggingunni Sierra Towers, en byggingin hefur verið vinsæl með stjarnanna, til að mynda Cher, Elton John og Joan Collins. Meðal stjarna sem eiga íbúðir í byggingunni núna eru Sandra Bullock, Courteney Cox, Adam Sandler og Kelly Osbourne.

Æðislegt útsýni.

PJ Harvey er hvað þekktust sem tónlistarkona, en er einnig skáld og myndhöggvari. Hún hefur verið tilnefnd sjö sinnum til Grammy-verðlauna á ferlinum, fyrst árið 1996 og síðast í fyrra fyrir níundu plötu sína, The Hope Six Demolition Project.

Björt og falleg íbúð.

Fyrsta hátíðin á Íslandi með eingöngu snertilausar greiðslur

|
|

Nú styttist í tónlistarhátíðina Secret Solstice sem verður haldin í Laugardalnum dagana 21. til 24. júní. Hátíðin hefur verið í sífelldri þróun síðustu ár en í ár er gripið til nýbreytni þar sem sölustaðir á hátíðinni taka ekki við reiðufé. Í frétt á heimasíðu hátíðinnar stendur að hátíðin sé sú fyrsta á Íslandi með eingöngu snertilausar greiðslur.

Samkvæmt fréttinni verður ekki hægt að fá neitt keypt á hátíðarsvæðinu, hvorki mat né varning, nema með snertilausum greiðslum. Hátíðargestir geta greitt með sérstökum RFID-armböndum sem hægt er að fylla á fyrir hátiðina, eða á meðan henni stendur. Stendur í frétt á vef Secret Solstice að með þessari nýbreytni verði öll viðskipti á hátíðarsvæðinu einfaldari og hraðari.

Matarmenningin á Secret Solstice er ávallt blómleg.

„Það er okkar mat að langar biðraðir, að telja klink og ganga um með fullt af reiðufé í vösum ætti ekki að hindra þig í að njóta hátíðarinnar til fulls. Þannig að við vildum breyta því og verða fyrsta og eina hátíðin á Íslandi án reiðufés,” segir í fréttinni.

Þeir sem ætla á hátíðina geta farið inn á heimasíðu Secret Solstice og fengið leiðbeiningar um hvernig þeir eigi að fylla á fyrrnefnt armband, en hátíðargestir eru auðkenndir með miðanúmerinu sínu. Þannig geta gestir fyllt á inneign sína rafrænt og fylgst með eyðslu sinni á svæðinu á netinu.

Smellið hér til að lesa leiðbeiningar um þessa nýbreytni.

Hún myndar alls konar feður og afraksturinn er dásamlegur

|||||||||
|||||||||

Ljósmyndarinn Giedre Gomes er búin að búa til myndaseríu af bandarískum feðrum, en með seríunni vill hún heiðra alls konar menn sem gegna föðurhlutverkinu.

Myndaseríuna vann hún á frekar stuttum tíma og þakkar eiginmanni sínum, vinum og nágrönnum fyrir hjálpina, enda afraksturinn afskaplega skemmtilegur.

Markmið Giedre er að sýna alls konar mismunandi feður, en nokkrar af myndunum má sjá hér fyrir neðan. Á heimasíðu Giedre er síðan að finna fleiri myndir.

Myndir / Giedre Gomes

Hvað er betra en nýbakaðar kleinur?

Gestgjafinn er kominn út, fjölbreyttur og sumarlegur! Hér má skyggnast inn í blaðið og horfa á myndband með íslenskum kleinubakstri.

Í blaðinu eru gómsætar og sniðugar uppskriftir að nesti í gönguna ásamt frábærum útileguréttum og fleiri girnilegum uppskriftum. Meðal efnis er matarboð í íslensku húsi í Los Angeles ásamt skemmtilegri umfjöllun um Grand Central markaðinn í sömu borg. Við fjöllum um íslenskt bygg og kjötsúpu ásamt samkeppni í þjóðlegum réttum sem Matarauður Íslands hélt á dögunum. Ferðagrein um bandarísku bílaborgina Detroit og ýmis ferða- og útileguráð er að finna í blaðinu. Kassavínin í útileguna og vínsíður Dominique ásamt rabarbara fróðleik og uppskriftum. Þetta og margt, margt fleira. En hvað er betra en nýbakaðar kleinur?

Elstu heimildir um kleinubakstur Íslendinga eru frá lok 18. aldar en þá voru kleinur bakaðar á jólum og til hátíðarbrigða en urðu síðar að hversdagsbakkelsi. Margir halda að kleinur séu séríslenskar en þær þekkjast víða í Evrópu. Áður fyrr voru kleinur steiktar upp úr tólg hérlendis en núna er notuð plöntufeiti eða olíur af ýmsum gerðum.

Það er alls ekki nein kúnst að baka kleinur eins og sjá má í myndbandinu og er á færi flestra. Sniðugt að baka stóran skammt af kleinum og eiga í frystinum og skella svo í örbylgjuofninn eftir þörfum. Eins eru kleinur góðar í útilegurnar í sumar. Nákvæma uppskrift að kleinunum má finna í þessu litríka og fjölbreytta blaði.

Myndataka og klipping / Hallur Karlsson

Leikstjórn og stílisering / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Fyrsta og mikilvægasta máltíð dagsins

Nokkrar góðar hugmyndir að morgunverði og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Chia-grautur

Chia-fræ eru einstaklega næringarrík fæða en þau innihalda bæði nóg af kalki og pró­tíni og hafa oftar en ekki verið kölluð ofurfæða. Þau geta dregið í sig allt að tífalda þyngd sína af vökva og eru þannig seðjandi en jafnframt auðmeltanleg. Gott er að undirbúa chia-graut kvöldið áður og setja kúfaða matskeið af chia-fræjum og 100 ml af vökva, hægt að nota vatn, möndlumjólk eða hvað sem þig lystir, í skál eða nestisbox og inn í ískáp. Morguninn eftir munu chia-fræin hafa drukkið í sig mestallan vökvann og þá má bæta við þeim ávöxtum sem eru við höndina.

Hafragrautur

Hafragrautur er ákaflega hollur og saðsamur morgunmatur. Hann inniheldur mikið af trefjum en þær eru ekki meltar eða frásogaðar heldur fara þær í gegnum meltingarkerfið og draga í sig vökva. Hafrar geta ýmist verið litlir og stórir, grófir og fínir, glúteinlausir eða lífrænir, hver og einn verður að velja þá hafra sem hentar honum best. Sumum þykir hafragrauturinn bestur upp á gamla mátann, soðinn með ögn af salti, en einnig er hægt að bæta ávöxtum og skyri saman við eftir að grauturinn er soðinn eða sjóða epli og kanil með höfrunum.

Hristingur

Undanfarin ár hafa vinsældir hristinga og safa aukist til muna og algengt er að fólk fái sér slíkt í morgunmat eða í millimál seinnipart dags. Þó að það sé hægt að kaupa góða hrisitinga í ýmsum verslunum er einnnig auðvelt að gera gómsætan hristing heima, það eina sem til þarf er blandari eða matvinnsluvél. Blandaðu um það bil 300-400 ml af vökva, hægt að nota kókosvatn, möndlumjólk, kranavatn eða safa, og þeim ávöxtum og grænmeti sem þú vilt nota saman í blandara. Ekki sleppa grænmetinu því það gerir hristinginn hollari og næringarríkari, gott er að hafa það fyrir reglu að hafa að minnsta kosti eina tegund grænmetis. Einnig getur verið gott að nota prótínduft eða einhvers konar hnetusmjör út í en þá er betra að bæta dálitlu vatni saman við. Til þess að auka sætu er hægt að nota döðlur eða fljótandi steviu.

Egg

Egg eru einstaklega prótínrík og holl fæða sem er tilvalið að neyta á morgnana. Gerðar hafa verið nokkrar rannsóknir á ávinningi þess að fá sér egg í morgunmat, fram yfir kornmeti, og hafa þær allar sýnt að eggin verða til þess að fólk borðar færri hitaeiningar í hádeginu og það sem eftir er af deginum. Eggin eru einfaldlega svo mettandi að einstaklingar borða minni skammta. Einfalt er að grípa með sér eitt eða tvö harðsoðin egg og borða í morgunmat ásamt einhverju góðu grænmeti, til dæmis avókadó, en einnig er sniðugt að útbúa eggjahræru með því grænmeti og kjöti sem maður vill.

„Tími þagnar og afvegaleiðinga er liðinn. Við krefjumst breytinga“

Hópurinn Aktívismi gegn nauðgunarmenningu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Helgu Elínar og Kiönu, en fjallað hefur verið ítarlega um mál þeirra í Mannlífi síðustu vikur. Helga Elín og Kiana eru tvær af þremur stúlkum sem kærðu lögreglumann fyrir kynferðisbrot. Málin voru látin niður falla og lögreglumaðurinn starfar enn í lögreglunni.

„Í gegnum þetta mál virðast rannsóknaraðilar og ríkissaksóknari skiptast á að vísa ábyrgð hvort á annað. Sagt er að það þurfi heimildir frá ríkissaksóknara til að gera nokkuð og ríkissaksóknari segir að ekki séu lagaheimildir til að aðhafast. Málin gegn lögreglumanninum voru öll felld niður og aldrei var manninum vikið úr starfi, ekki einu sinni á meðan rannsókninni stóð. Móðir Helgu Elínar hefur lagt fram kvörtun til Nefndar um eftirlit með lögreglu, og vill að málsmeðferðin verði rannsökuð,“ segir í yfirlýsingunni. Móðir Helgu Elínar, Halldóra Baldursdóttir, hefur mikið út á rannsókn málsins að setja og í vetur skrifaði hún bréf til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún óskar eftir því að málsmeðferðin verði skoðuð og gripið til viðeigandi ráðstafana.

„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“

Hópurinn Aktívismi gegn nauðgunarmenningu sendir þeim Helgu Elínu, Kiönu og stúlkunni sem ekki hefur stigið fram, styrk.

„Nú þegar bera þolendur kynferðisofbeldis lítið traust til lögreglu og dómskerfis, og þessi opinberun er enn önnur staðfestingin á því hvernig kerfið hefur brugðist þeim sem mest þurfa á því að halda.

Þess vegna viljum við undirritaðar, úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu, styðja Helgu Elínu Herleifsdóttur, Kiönu Sif Limehouse og þeirra nánustu í þessu máli. Við sendum þeirri sem er enn ónefnd, þessari þriðju sem kærði sama mann, samstöðustyrk og baráttukveðjur.“

„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í seinasta skiptið“

Þá krefst hópurinn breytinga og það tafarlaust.

„Ríkissaksóknari, lögregla, ráðherrar á Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu: ábyrgðin er ykkar. Tími þagnar og afvegaleiðinga er liðinn. Við krefjumst breytinga.“

„Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar“

Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

Umfjöllun um mál lögreglumanns sem var kærður fyrir að misnota tvær barnungar stúlkur í sumarbústað hefur komist í hámæli, eftir að dregnar voru fram í dagsljósið margar óásættanlegar staðreyndir um hvernig rannsókn málsins og eftirmálar fóru fram. Helga Elín Herleifsdóttir og Kiana Sif Limehouse hafa af mikilli þrautseigju og hugrekki komið fram til að segja frá, og nú í gær, 10. júní 2018, krefjast þær þess að lögreglan viðurkenni þau mistök sem þau gerðu á þessum erfiða tíma, eins og kemur fram í fréttum RÚV.

Í gegnum þetta mál virðast rannsóknaraðilar og ríkissaksóknari skiptast á að vísa ábyrgð hvort á annað. Sagt er að það þurfi heimildir frá ríkissaksóknara til að gera nokkuð og ríkissaksóknari segir að ekki séu lagaheimildir til að aðhafast. Málin gegn lögreglumanninum voru öll felld niður og aldrei var manninum vikið úr starfi, ekki einu sinni á meðan rannsókninni stóð. Móðir Helgu Elínar hefur lagt fram kvörtun til Nefndar um eftirlit með lögreglu, og vill að málsmeðferðin verði rannsökuð.

Nú þegar bera þolendur kynferðisofbeldis lítið traust til lögreglu og dómskerfis, og þessi opinberun er enn önnur staðfestingin á því hvernig kerfið hefur brugðist þeim sem mest þurfa á því að halda.

Þess vegna viljum við undirritaðar, úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu, styðja Helgu Elínu Herleifsdóttur, Kiönu Sif Limehouse og þeirra nánustu í þessu máli. Við sendum þeirri sem er enn ónefnd, þessari þriðju sem kærði sama mann, samstöðustyrk og baráttukveðjur.

Einnig krefjumst við þess að Nefnd um eftirlit með lögreglu taki þetta mál föstum tökum til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki og að ríkissaksóknari leiti leiða til að taka málið upp að nýju, enda ljóst að rannsókn þess var mjög ábótavant. Við viljum biðja öll sem sitja á Alþingi að beita sér fyrir því að lagaramminn í kringum þetta sé skoðaður og að lögin séu aðgengileg og skýr fyrir öllum. Ef lagaheimildir vantar, að skrifa þau lög svo þetta endurtaki sig ekki aftur.

Það er nauðsynlegt fyrir lögreglu að njóta trausts þeirra sem hún á að þjóna. Þessar kröfur eru gerðar svo að það sé hægt að byggja upp þetta traust, svo að það sé hægt að skapa verklag og lagaheimildir til að koma í veg fyrir svona vinnubrögð. Það er ekki lengur ásættanlegt að benda hvert á annað og segja að lagaheimildir vantaði, það er kominn tími til að taka ábyrgð.

Ríkissaksóknari, lögregla, ráðherrar á Alþingi og Nefnd um eftirlit með lögreglu: ábyrgðin er ykkar. Tími þagnar og afvegaleiðinga er liðinn. Við krefjumst breytinga.

Undirskriftir:
Elísabet Ýr Atladóttir
Kristín Vilhjálmsdóttir

Halldóra Jónasdóttir


Birta Rós Antonsdóttir


Bryndís Inga Pálsdóttir


Hrafnhildur Ragnarsdóttir


Lilja Björnsdóttir


Þórey Guðmundsdóttir

Lísa Björk Valgerður Saga
Helga Vala Garðarsdóttir
Sigurbjörg Magnúsdóttir

Agnes Bára Aradóttir


Katrín Hauksdóttir

Bergljót María Sigurðardóttir

Fanney Halla
Kristín Jónsdóttir

Sóley Tómasdóttir
Elín Eddudóttir

Matthildur G. Björk Einarsdóttir


María Hjálmtýsdóttir

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir

Helga Gestsdóttir


Ragnhildur Jóhanns

Hertha Maria Richardt Úlfarsdóttir

Harpa Júlíusdóttir


Áslaug Hauksdóttir


Sigríður Árnadóttir


Júlía Garðarsdóttir


Ólöf Helga Pálsdóttir Woods


Erna Sigrún


Særún Ösp Þorláksdóttir


Elín Jósepsdóttir


Sigríður Guðnadóttir


Erla Guðrún Gísladóttir


Ragnheiður Sigurbjörg

Jóhanna Perla Gísladóttir

Guðný Kristleifsdóttir


Eva Dögg Sigurðardóttir


Emma Á. Árnadóttir


Særún Magnea Samúelsdóttir

Hrafnhildur Alfreðsdóttir

Greta Ósk Óskarsdóttir

Sunna Björg

Aðalheiður Jóhannsdóttir


Sif Traustadóttir


Emma Kamilla Finnbogadóttir


Sara Mansour


Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir

Kristín Inga Jespersen

Lóa Baldvinsdóttir Andersen


Halla Norðfjörð Guðmundsdóttir


Kristín Elfa Guðnadóttir


Sigríður Björk Bragadóttir


Sigurbjörg María Kristjánsdóttir


María Lind Oddsdóttir


Linda Björg Guðmundsdóttir


Gunnhildur Vala Valsdóttir

Bryndís Anna Ólöf Sigurgeirsdóttir

Edda Rún Aradóttir


Hafdís Magn


Guðný Elísa Guðgeirsdóttir


Kristín Sævarsdóttir

Valgerður Haraldsdóttir
Þuríður Ósk Gunnarsdóttir

Bergný Ösp Sigurðardóttir


Osk Mubaraka

Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir

Kristín Þóra Henrysdóttir


Hafdís Arnardóttir


Anna Íris Pétursdóttir


Kristín Stefánsdóttir

Sóley Anna Benónýsdóttir

Aldís Coquillon


Hafdís Eyjólfsdóttir

Steinunn Ýr Einarsdóttir

Freyja Vals Sesseljudóttir

Kolbrún Jónsdóttir
Sigrún Ósk Arnardóttir

Helga Ólöf Þórdísardóttir


Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir


Hildur Rós Guðbjargardóttir


Heiða Sigurðardóttir

Kristín Kristjánsdóttir

Sigrún Sif Jóelsdóttir


Erla E. Völudóttir


Klara Þórhallsdóttir

Anna Lind Vignisdóttir

Sigríður Björk Einarsdóttir


Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir


Elín Jóhanna Bjarnadóttir


Hildur Guðbjörnsdóttir

Auður Ösp Magnúsdóttir

Þórlaug Borg Ágústsdóttir

Elva Dögg Blumenstein

Sigríður Fossberg Thorlacius


Astrós Hreinsdóttir


Steinunn Valbjörnsdóttir


Guðrún Ágústa Kjartansdóttir


Guðný Rós Vilhjálmsdóttir


Sigurbjörg Sæmundsdóttir

Svana María

Gyða Dröfn Laagaili


Fríða Líf Vignisdóttir


Auður Ásbjörnsdóttir


Steinunn Lilja Draumland


Vera Dögg Antonsdóttir


Sigrún Antonsdóttir

Steinunn Hákonardóttir

Rakel Sölvadóttir


Fríða Bragadóttir

Erla Kr Bergmann
Rut Sumarliðadóttir

Ásdís Helga Jóhannesdóttir


Sædís Hrönn Samúelsdóttir


Kristín Margrét Ingibjargardóttir


Saga Kjartansdóttir


Aþena Mjöll Pétursdóttir


Tara Margrét Vilhjálmsdóttir


Melkorka Huldudóttir

Frigg Thorlacius

Karen Linda


Kristín I. Pálsdóttir


Þórhildur Sif Þórmundsdóttir


Matthildur Helgadóttir Jónudóttir


Sigríður Tinna Ben Einarsdóttir


E Karen Ingibergsdóttir


Rut Einarsdóttir


Oddný H. Arnold


Þorgerður María Halldórsdóttir


Guðrún Línberg Guðjónsdóttir


Guðrún Ósk


Þóra Kristín Þórsdóttir

Halla Björg Randversdóttir

Fanndís Birna Logadóttir


Fríða Líf Vignisdóttir


Linda Björk Einarsdóttir


Rakel Tanja Bjarnadóttir


Ylfa Kristín Pétursdóttir


Sigríður Ásta Árnadóttir


Elín Hulda Harðardóttir


Anna Bentína Hermansen

Sumarleg berjabaka með súkkulaði

|11. tbl. 2017
|

Súkkulaðibaka með ferskum berjum sem er auðvelt að baka.

Bakan er tilvalin sem eftirréttur í matarboðið en auðvelt er að baka og fylla bökuna fyrirfram og geyma í kæli.

Bökur með stökkri deigskel eiga rætur sínar að rekja til Frakklands þar sem þær eru oft bakaðar í formum með skeljamynstri. Slíkar bökur prýddu borð hefðarfólks og gáfu matreiðslumönnum þess tækifæri til að skreyta matinn með því fallegasta og ferskasta sem var í boði hverju sinni. Skeljamynstur bakanna gefur til kynna nostursamlega aðferð og kunnáttu þess sem ber hana á borð en þó er hálfur sigur unninn með því að nota rétt bökumót og restin er hægur leikur fyrir áhugamanninn í eldhúsinu. Bakan er tilvalin sem eftirréttur í matarboðið en auðvelt er að baka og fylla bökuna fyrirfram og geyma í kæli.

Súkkulaðibaka með ferskum berjum
fyrir 4-6

Súkkulaðiskel
150 g hveiti
20 g kakó
60 g flórsykur
½ tsk. salt
130 g ósaltað smjör, kalt og skorið í teninga
1 egg, hrært

Setjið hveiti, kakóduft, flórsykur, salt og smjör í matvinnsluvél. Vinnið saman í stuttum slögum, 10-15 sinnum, eða þar til blandan tekur á sig kornótta áferð. Setjið eggið út í og vinnið saman í stuttum slögum þar til eggið hefur blandast saman við. Deigið verður líkt og sandur á þessu stigi en mun loða saman þegar því er þrýst ofan í botninn á forminu. Hvolfið blöndunni ofan í 25 cm bökunarform með fjarlægjanlegum botni og þrýstið deiginu vel ofan í botninn og með fram hliðunum. Gætið samt að hafa skelina ekki of þykka, ef notað er minna bökunarmót gæti þurft að henda hluta af deiginu. Setjið skelina í frysti í eina klukkustund.

Hitið ofninn í 180°C. Leggið svo bökunarpappír ofan á skelina og hellið því næst þurrkuðum baunum eða öðru fargi ofan á. Bakið í 20 mínútur. Fjarlægið þá pappírinn og fargið og setjið aftur inn í ofn og bakið í 15-20 mínútur. Látið skelina kólna alveg á vírrekka áður en hún er fjarlægð úr forminu.

Súkkulaðifylling og ber
250 g 70% súkkulaði (eða suðusúkkulaði), saxað
3 dl rjómi
60 g smjör, við stofuhita og skorið í teninga
100 g blönduð ber, t.d. jarðarber, bláber og hindber
20 g sneiddar heslihnetur, ristaðar

Setjið súkkulaðið í meðalstóra skál. Hellið rjómanum í lítinn pott og hitið yfir meðalháum hita þar til rjóminn nálgast suðumark. Hellið helmingnum af heitum rjómanum yfir súkkulaðið. Bíðið í smástund til að leyfa súkkulaðinu að mýkjast. Hrærið með písk og hellið síðan restinni af rjómanum ofan í skálina og blandið öllu vel saman. Skiptið yfir í sleikju og hrærið smjörinu saman við þar til blandan verður kekkjalaus og gljáandi, látið standa í u.þ.b.15 mínútur.

Hellið súkkulaðiblöndunni ofan í skelina og smyrjið jafnt yfir. Skreytið með berjum og sneiddum heslihnetum. Pensla má bökuna með volgri apríkósusultu til að fá fallegan gljáa á berin. Látið bökuna jafna sig í kæli í u.þ.b. 30 mínútur áður en hún er borin fram. Bakan geymist vel í kæli í u.þ.b. 2 daga.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Marokósk áhrif í Hlíðunum

Í fallegri íbúð á besta stað í Reykjavík búa hjónin Tinna Gilbertsdóttir sölustjóri hjá Iceland Seafood og Vilhjálmur Svan verslunarstjóri, ásamt fjórum börnum sínum.

Tinna segir að íbúðin hafi heillað þau því hún sé óvenju stór miðað við íbúðir í Hlíðunum.

„Það er sjaldgæft að finna íbúð á þessum stað með 4 svefnherbergjum. Svo fannst okkur hún strax björt og heillandi og bjóða upp á skemmtilega möguleika þegar við skoðuðum hana og skipulagið gott.“

Heillast af hönnun klassísku snillingana

Blaðamaður bað Tinnu að lýsa stílnum á heimilinu:

„Ég myndi segja að stíllinn á heimilinu væri ansi blandaður. Það er þó nokkuð um skandinavíska klassík á heimilinu í bland við marókósk áhrif.“

Tinna segist almennt hrífast af skandinavískri hönnun. „Ég er alltaf jafn hrifin af hönnun snillinganna Arne Jacobsen, Louis Poulsen, Hans Wegner, Verner Panton o.fl. en undanfarið hef ég verið að dást mikið af hönnun Tine K og heimilislínu Malene Birger,“ segir hún.

Óþægilegur sófi verstu kaupin

Hvað er mikilvægt í þínum huga þegar kemur að því að innrétta fyrir heimilið?

„Að reyna sem best að samræma útlit og praktík. Mín verstu kaup voru sófi sem leit vel út en engum leið vel á honum. Hann staldraði ekki lengi við á heimilinu og var fljótlega skipt út fyrir annan mun þægilegri,“ svarar Tinna og hlær.
En myndirnar sem birtast með þessari grein eru þær myndir sem ekki var pláss fyrir í blaðinu.

Ekki missa af júníblaði Húsa og híbýla sem er smekkfullt af fallegum innlitum, hönnun og fleiru.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Bóndinn sem sló í gegn á samfélagsmiðlum

||
||

Hvernig dettur ungu fólki í hug að gerast bændur í dag? Mannlíf hitti að máli ungan bónda sem hefur slegið í gegn á Snapchat. Viðtalið er það fjórða og síðasta í greinaröð Mannlífs um unga bændur á Íslandi.

Axel Sæland sló í gegn á samfélagsmiðlum í fyrra þegar hann sá um Snapchat-reikning ungra bænda, ungurbondi.

Axel Sæland sló í gegn á samfélagsmiðlum í fyrra þegar hann sá um Snapchat-reikning ungra bænda, ungurbondi. Margir spurðu þó sömu spurningar og viðtalið hefst á: Eru blómabændur alvörubændur? „Ég var spurður að þessu og því hvort ég væri nógu ungur til að vera ungur bóndi,“ segir Axel og hlær, en hann er fæddur 1980. „Í þessari grein er ég reyndar mjög ungur, það er því miður ekki mikil nýliðun í greininni. En blómabændur eru náttúrlega hluti af bændastéttinni, við erum í Bændasamtökunum og erum með okkar hagsmunasamtök sem heita Samtök garðyrkjubænda svo að sjálfsögðu erum við bændur þótt við séum ekki með stórar jarðir, tún og beitilönd. Við erum með lögbýli og gróðurhús, sem er bara annars konar ræktun. Mörg okkar vinna einnig í takt við árstíðirnar þótt við hér á Espiflöt stílum inn á jafna sölu allt árið.“

Hér verður Axel dálítið vandræðalegur. „Með jafnri sölu þá á ég svolítið við jarðarfarir, ég veit ekki hvort maður á að segja það en það er stöðugur bisness. Það eru engar stórar sveiflur í því hér á Íslandi því við erum friðsæl þjóð og dílum sem betur fer hvorki við farsóttir né stríð. Eins manns dauði er annars brauð, eins og þar stendur, og þetta er náttúrlega það sem fólk vill í jarðarförum, að hafa hlýlegt umhverfi og blómin hafa mikið að segja þar. En svo eru það stórmarkaðirnir, sem taka alltaf stærri hluta af markaðnum. Þar eru þessir tilbúnu litlu vendir sem fólk grípur með sér og aðgengið er alltaf að batna að því leyti, þannig að fólk gerir minna af því að fara í blómabúð til að kaupa blóm handa sjálfu sér. Þegar fólk fer í blómabúð er það fyrst og fremst að kaupa blóm til að gefa öðrum, fyrir samkvæmi, skírn eða brúðkaup. En blóm fyrir sjálft sig kaupir fólk í stórmörkuðum og einkaneyslan hefur aukist undanfarin ár.“

„Með jafnri sölu þá á ég svolítið við jarðarfarir, ég veit ekki hvort maður á að segja það en það er stöðugur bisness.“

Axel er meira og minna alinn upp í blómabransanum, afi hans og amma stofnuðu Espiflöt í Reykholti árið 1948 en stunduðu þá meira ræktun á grænmeti. „Það var svo upp úr 1977 sem fókusinn færðist aðallega yfir á afskorin blóm. Ég er fæddur og uppalinn í þessari grein þótt ég hafi prófað ýmislegt um ævina og árið 2006 tókum ég og konan mín þá ákvörðun að ganga inn í fyrirtækið með foreldrum mínum. Ég er síðan orðinn meirihlutaeigandi og er að leyfa foreldrum mínum að stíga til hliðar. Þau vinna þó enn hérna, enda hafa þau ánægjuna og starfsorkuna enn og þá reynir maður að nýta sér það sem lengst, þeirra þekkingu.“

Engin hætta á að íslensk blóm deyi út

Að sögn Axels hefur svipuð þróun orðið í blómarækt og öðrum landbúnaðargreinum, búin stækka og þeim fækkar. „Í kringum 1985 voru yfir 40 blómabændur á Íslandi en við erum rétt um tíu í dag. Hins vegar framleiðum við meira en þá var, svo það er engin hætta á að íslensk blóm deyi út, langt í frá.“

Að Espiflöt er stunduð blönduð ræktun, þannig að Axel ræktar ekki bara eina tegund af blómum eins og sumir. „Ég er með fimm megintegundir í ræktun, gerberu, rósir, liljur, kursa og sóllilju. Ástæðan fyrir því að ég er með blandaða ræktun er sú að ég bý til alla blómvendina hér á staðnum og sendi frá mér. Mínir helstu viðskiptavinir eru stórmarkaðir, bensínstöðvar og stóru blómakaupmennirnir, eins og Blómaval og Garðheimar, sem bjóða upp á tilbúna blómvendi. Hinn hlutinn af framleiðslunni, sá flottasti, er skreytingavara og hana kaupa blómabúðir til að nota í skreytingar og slíkt. Öll okkar ræktun fer hins vegar í Grænan markað sem er heildsala sem sér um að dreifa og selja okkar framleiðslu.“

Garðyrkjustöðin að Espiflöt er rétt tæpir 7000 fermetrar að stærð og þar starfa að jafnaði 14 manns. Axel viðurkennir að að því leytinu sé blómabóndi öðruvísi en „hefðbundinn“ bóndi. „Jú, ég er alltaf með hóp af fólki í vinnu, allt árið um kring, og framleiðslan er stöðug allt árið. Svo þarf ég að bæta við tveimur aukamanneskjum rétt fyrir konudag og stundum í maí líka, þegar mæðradagurinn og útskriftirnar eru.“

Að Espiflöt er stunduð blönduð ræktun, þannig að Axel ræktar ekki bara eina tegund af blómum eins og sumir.

Árið 2016 framleiddi Axel 1,6 milljónir blóma og gefur sér að framleiðslan hafi aukist síðan þá. „Ég er bara ekki búinn að taka saman tölurnar fyrir 2017 en ég er alveg  viss um að það hafi verið aukning. Ekki vegna þess að við séum að stækka heldur vegna þess að þekkingin er alltaf að batna og við náum að nýta hvern fermetra betur. Ég gæti trúað því að í ár förum við nálægt því að framleiða 2 milljónir blóma.“

Það þarf víst ekki að hafa áhyggjur af offramleiðslu því eftirspurnin og salan á afskornum blómum er alltaf að aukast. „Fólk er farið að kaupa meira blóm til að hafa í vasa heima hjá sér, til að lífga upp á heimilið. Og blóm eru að koma meira inn í dag, þessi hreini stíll er svolítið að hverfa aftur, mínimalismi sem var mikið í tísku er aðeins á undanhaldi og bæði pottablóm og afskorin blóm eru svolítið að ryðja sér til rúms. Maður er farinn að sjá þetta meira á veitingahúsum og bara heima hjá fólki,“ segir Axel og bætir kíminn við að silkiblóm og gervitúlípanar trufli hann ekkert, og lítil ógn sé í þeim.

Rómantíkin á bak við blómin kannski aðeins horfin

Eiginkona Axels, Heiða Pálrún Leifsdóttir hjúkrunarfræðingur, er meðeigandi í framleiðslunni en starfar ekki að jafnaði við blómabúskapinn. Axel hlær þegar hann er spurður hvort hann færi konunni sinni blóm eða hvort þau séu orðin hversdagslegur hlutur fyrir þeim. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessari spurningu. Við erum alltaf með blóm heima og til að byrja með fannst konunni það gaman – og henni finnst jú alltaf gaman að hafa blóm í kringum sig – en rómantíkin á bak við það er kannski aðeins horfin. Hún veit orðið að þegar ég er að koma með mikið af blómum heim til að setja í vasa þá er ég fyrst og fremst að athuga hvernig þau standa og hvað þau gera því ég þarf stöðugt að vera að athuga hvernig blómin standa sig í vasa, ég vil að það séu gæði á bak við mína vöru og fólk verði ánægt með það sem það fær. Það kemur náttúrlega fyrir að hún biður um að fá einhver ákveðin blóm heim og þá uppfylli ég þá ósk en vanalega er það frekar vísindatengt þegar ég kem með blóm heim.“

Konu- og bóndadagurinn fara sömuleiðis dálítið fyrir ofan garð og neðan hjá blómabændunum á Espiflöt. „Það eru svo stórir dagar í framleiðslunni hjá okkur að við höfum bara ekki haft tíma til að gleðja hvort annað þessa daga síðustu árin svo við reynum bara að nota aðra tíma ársins til að gera eitthvað saman. Þetta er bara vertíðin okkar!“

Sjá einnig: Bjartsýnir nýbændur.

„Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar“

||||
||||

Mannlíf hefur síðustu vikur fjallað ítarlega um mál þriggja stúlkna sem kærðu háttsettan lögreglumann fyrir kynferðisbrot. Mál stúlknanna voru felld niður vegna ónægra sannanna. Maðurinn var ekki leystur frá störfum meðan á rannsókn stóð og starfar enn í lögreglunni.

Umfjöllun Mannlífs hófst með forsíðuviðtali við mæðgurnar Halldóru Baldursdóttur og Helgu Elínu. Árið 2007 var dóttur Helgu Elínu, sem þá var tíu ára gömul, boðið í sumarbústaðaferð með skólasystur sinni, Kiönu Sif Limehouse, móður hennar og stjúpföður. Í kjölfar þessarar ferðar urðu breytingar á hegðun Helgu en Halldóra tengdi þær ekki við ferðina. Fjórum árum eftir umrædda sumarbústaðaferð, þann 5. október 2011 var Halldóra boðuð á fund í skóla dóttur sinnar.

„Skólastjórinn hringdi og ég heyrði strax á raddblænum að fundurinn snérist ekki um skróp eða heimavinnu. Á fundinum voru auk okkar umsjónarkennari Helgu og fulltrúi frá barnavernd. Þarna var mér tilkynnt hvað hafði gerst. Dóttir mín hafði trúað vinkonu sinni fyrir því að stjúpfaðir skólasystur þeirra hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðaferð fjórum árum áður. Vinkonan hvatti Helgu til að segja frá og saman fóru þær til umsjónarkennarans. Heimurinn hrundi. En á þessari stundu féllu öll púslin saman varðandi líf okkar síðustu ár á undan,“ sagði Halldóra í viðtali við Mannlíf.

„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“

Lögreglumaðurinn sakaði stúlkurnar um samsæri gegn sér

Þegar að Helga steig fram og sagði frá meintu broti höfðu tvær aðrar stúlkur kært lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot; fyrrnefnd stjúpdóttir hans, Kiana Sif Limehouse, og önnur stúlka. Halldóra hefur mikið út á rannsókn málsins að setja og í vetur skrifaði hún bréf til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún óskar eftir því að málsmeðferðin verði skoðuð og gripið til viðeigandi ráðstafana.

„Málin voru ekki rannsökuð saman sem hefði styrkt staðfastan framburð stúlknanna og málin í heild. Fram kemur í rannsóknargögnum að maðurinn saki stelpurnar um samsæri gegn sér. Ekkert var gert til að hrekja slíkt. Aðra stúlkuna þekki ég ekki en hin hafði verið vinkona Helgu. Með því að skoða Facebook-samskipti þeirra var augljóst að þær höfðu ekki verið í neinum samskiptum fyrr en eftir að málið kom upp. Við rannsókn málsins var mikið lagt upp úr nákvæmri tímasetningu sumarbústaðaferðarinnar og ég lagði fram símagögn sem sýndu símtöl milli mín og síma þeirra fyrir umrædda helgi. Ég mundi að Helga hafði hringt úr síma foreldra skólasystur sinnar þegar hún bað um að fá að fara í ferðina. Samskipti voru ekki við þau hvorki fyrr né síðar og því var tímasetningin nokkuð nákvæm. Mér fannst nákvæm tímasetning ekki skipta öllu máli, heldur að þessi atburður gerðist. Sakborningur lagði hins vegar fram ósannreynt vinnuvottorð sem niðurfelling málsins byggði meðal annars á. Excel-skjal sem sýndi að hann hefði verið í vinnunni á þessum tíma. Excel-skjal sem hann sendir lögfræðingi sínum sem áframsendir það. Ég meina, í hvaða bananalýðveldi heldur slíkt skjal fyrir dómi? Hver sem er getur farið inn í vinnustundir og breytt stimpilklukkunni eftir á. Ekkert annað var skoðað til að sjá hvort lögreglumaðurinn hefði í raun verið í vinnunni umrædda helgi,“ sagði Halldóra í umræddu viðtali við Mannlíf.

Mæðgurnar Halldóra og Helga sögðu sína sögu fyrir rúmum tveimur vikum.

Háttsettur embættismaður bar við minnisleysi vegna drykkju

Þá sagði hún einnig að sakborningurinn hafi farið með á vettvang þegar sumarbústaðurinn var rannsakaður. Vinahjón sakbornings voru með í ferð í umræddri sumarbústaðaferð, en vinur mannsins er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera. Skýrslutaka yfir þeim fór fram á skrifstofu embættismannsins, að sögn Halldóru, og báru þau hjónin við minnisleysi vegna drykku. Niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeim vitnisburði að sögn Halldóru, en við rannsókn málsins kom fram að klámefni hafði verið haft fyrir börnunum í ferðinnni. Þá gagnrýnir Halldóra að skýrslur úr Barnahúsi hafi ekki haft meira vægi.

„Fyrir liggja skýrslur frá sérfræðingum í Barnahúsi, sálfræðingum sem sérhæfa sig í áföllum barna og læknum sem staðfesta að Helga varð fyrir miklum skaða í þessari sumarbústaðaferð. Mér finnst óskiljanlegt að þessar skýrslur hafi ekkert vægi haft þegar tekin var ákvörðum um framhald málsins. Réttarkerfið er handónýtt þegar kemur að börnum. Það stíga endalaust upp tröll sem segja að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð. Þá spyr ég: Hvað þarf til að sanna sekt? Ég er með barn sem búið er að segja frá í Barnahúsi. Hún er trúverðug, hún hefur öll einkenni þess að hafa orðið fyrir broti. Hvað þarf meira?“

Enginn tekur ábyrgð á málinu

Þegar að málið kom upp sendi Halldóra póst á þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefán Eiríksson. Hann vísaði erindingu á Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra. Í samtali við Mannlíf lýsti Halldóra þeirri tilfinningu sinni að ríkislögreglustjóri hafi brugðist henni og dóttur hennar, þar sem hann vildi „ekkert fyrir okkur gera.“

Haraldur Johannessen hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs persónulega um þetta mál. Samkvæmt yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra fór embættið þess á leit við ríkissaksóknara að fá afhent rannsóknargögn málsins til þess að unnt væri að taka ákvörðun um hvort leysa skyldi lögreglumanninn frá embætti um stundarsakir eða að fullu. Ríkissaksóknari hafnaði erindi Embættis ríkislögreglustjóra með vísan til heimildarskorts í lögum. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sagði hins vegar í samtali við Stundina að ríkissaksóknari hafi sent „ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum.“

Stefán Eiríksson starfaði sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins meðan á rannsókn málsins stóð. Stefán kveðst ekki hafa fylgst með umfjöllun um málið og neitar að tjá sig um það við blaðamenn Mannlífs.

Segist ekki hafa brugðist dóttur Halldóru

Hrakti fullyrðingar ríkislögreglustjóra

Embætti ríkislögreglustjóra sendi frá sér yfirlýsingu sama dag og viðtal við mæðgurnar Halldóru og Helgu Elínu birtist í Mannlífi, þar sem embættið hafnaði þeirri fullyrðingu Halldóru að embættið hafi brugðist dóttur sinni. Í kjölfarið sendi Halldóra bréf til Mannlífs þar sem hún vísaði í bréf frá Innanríkisráðuneytinu:

Embætti ríkislögreglustjóra hefur andmælt þeirri fullyrðingu Halldóru að ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, hafi brugðist dóttur Halldóru,

„Samkv. 5. mgr. 28. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 skipar ríkislögreglustjóri lögreglumenn til starfa til fimm ára í senn. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins skal það stjórnvald sem skipar í embætti veita og lausn frá því um stundasakir. Þannig er það á ábyrgð ríkislögreglustjóra að veita lögreglumanni lausn frá embætti um stundasakir eða að fullu. Svo sem fram kemur í gögnum málsins taldi embætti ríkislögreglustjóra sér ómögulegt að veita viðkomandi lögreglumanni lausn um stundasakir þar sem embættinu var synjað um upplýsingar um rannsókn sakamáls á hendur honum.

Embætti ríkislögreglustjóra upplýsti ráðuneytið um ofangreint með bréfi dags. 21. nóvember sl. Með bréfi dags 13. mars sl. upplýsti ráðuneytið embætti ríkislögreglustjóra um þá afstöðu sína að það væri mat ráðuneytisins að engin réttarfarsleg rök væru fyrir hendi sem réttlætt gætu afhendingu rannsóknargagna í málum sem þessum. Þá kom það fram það mat ráðuneytisins að synjun á afhendingu gagna sakamáls leiði ekki til þess að ómögulegt verði fyrir veitingarvaldshafann að meta hvort forsendur séu til þess að veita embættismönnum lausn um stundasakir ….. “

Í stuttu máli þá var það mat ráðuneytisins að það væri á ábyrgð ríkislöreglustjóra að veita lögreglumanni lausn frá embætti um stundarsakir eða að fullu og að það væri ekki ómögulegt að meta hvort að forsendur væru til þess að veita embætismönnum lausn um stundarsakir þó embætti ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um gögn frá ríkissaksóknara.

„Hann sýndi að mínu mati ekki kjark og þor til að standa með barninu mínu”

Þá vísaði Halldóra einnig í bréf sem hún fékk frá Umboðsmanni Alþingis:

„….Samkvæmt framangreindu er það innanríkisráðherra sem er æðsti yfirmaður lögreglunnar í landinu. Það er hins vegar á herðum ríkislögreglustjóra að veita lögreglumönnum lausn frá embætti en lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að fara með daglega stjórn lögreglunnar í sínu umdæmi.“

Þá hrakti Halldóra þá fullyrðingu sem kom fram í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra um að embættið hefði fyrst heyrt af málinu í fjölmiðlum:

„Að lokum, þá segir ríkislögreglustjóri í fréttatilkynningu sinni: „Embættið fékk fyrst fregnir af málinu í fjölmiðlum og átti frumkvæði af því að óska upplýsinga um málið frá ríkissaksóknara, en embættinu hafði ekki verið tilkynnt um málið.“ Hið rétta er að 4. nóvember 2011 sendi ég ríkislögreglustjóra tölvupóst um málið en það var ekki fyrr en 7. nóvember 2011, eða þrem dögum síðar, sem fjölmiðlar fjölluðu fyrst um málið.““

Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir.

Embættismenn meta eigin hæfni

Í kjölfar þessa orðaskipta birtist viðtal í Mannlífi við núverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur. Í viðtalinu sagði hún að ekki væri venja að sakborningar færu með rannsakendum á vettvang.

„Lögregla rannsakar venjulega brotavettvang án þess að sakborningar eða vitni séu viðstödd, en undantekningar kunna að vera á því,“ sagði Sigríður Björk og bætti við að lögreglumaður eigi rétt á að starfa áfram sé mál gegn honum fellt niður.

„Sé mál gegn lögreglumanni fellt niður eða hann sýknaður í dómi þá á hann rétt á að halda sínu starfi enda er hver sá maður sem borinn er sökum saklaus uns sekt er sönnuð. Hingað til hefur sú framkvæmd verið viðurkennd að forstöðumaður geti fært starfsmenn í aðrar deildir eða önnur verkefni, svo fremi að launakjör og stöðuheiti séu óbreytt.“

Lögreglustjóri segir að verklagsreglum lögreglu hafi verið breytt

Halldóra sagði einnig frá atviki sem gerðist nýlega þar sem hún þurfti á lögregluaðstoða að halda. Þá átti lögreglumaðurinn sem var kærður fyrir að brjóta á dóttur hennar að mæta á vettvang, en Halldóra fékk því breytt. Sigríður Björk sagði í viðtali við Mannlíf að í slíkum tilvikum þyrftu embættismenn að meta sína eigin hæfni.

„Ef ekki hafa verið sett sérstök skilyrði fyrir því að viðkomandi annist ekki ákveðin verkefni, er ekki tilefni til tiltals, hins vegar þarf embættismaður að meta hæfi sitt hverju sinni, með tilliti til frændskapar eða annarra atriða sem áhrif geta haft á störf hans eða þjónustu viðkomandi yfirvalds.“

Varðandi skýrslutöku á skrifstofu háttsetta embættismannsins, vin sakbornings, sagði Sigríður Björk það alls ekki venju.

„Skýrslutökur á rannsóknarstigi fara fram fyrir luktum dyrum og helst á lögreglustöð sé þess kostur eða öðru sérútbúnu húsnæði. Skýrslutaka fer stundum fram á brotavettvangi eða öðrum stöðum, en ávallt skal gæta þess að spyrja án nærveru annarra. Það er sjaldgæft að skýrslutaka yfir vitnum fari fram á starfsstöð viðkomandi.“

Sagði að þetta væri leyndarmálið þeirra

Svo var það síðasta föstudag að Kiana Sif Limehouse prýddi forsíðu Mannlífs. Kiana er ein af stúlkunum þremur sem sökuðu lögreglumanninn um kynferðisbrot, en hún var stjúpdóttir mannsins þegar meint brot áttu sér stað. Kiana og Helga Elín voru vinkonur þegar þær voru börn og bauð Kiana Helgu Elínu í umrædda sumarbústaðaferð þar sem brotið var á Helgu Elínu að hennar sögn. Kiana sagði í viðtali við Mannlíf að brotin hafi byrjað þegar hún nálgaðist kynþroskaaldurinn.

„Kvöldið áður en ég sagði frá misnotaði hann mig í seinasta skiptið“

„Ég svaf alltaf uppi í rúmi hjá mömmu þegar hann var að vinna. Þegar hann færði mig á milli rúma man ég eftir að hann byrjaði að þukla brjóstin á mér. Ég var vakandi en lét sem ég svæfi. Ég vissi að þetta var ekki rétt en ég sagði ekki neitt. Ég var lítil og hafði ekki vit á því að þetta væri óeðlilegt. Síðan fór þetta að vinda upp á sig. Hann bauð mér að smakka áfengi og einhverju síðar man ég eftir honum standandi í dyrunum á herberginu mínu þegar ég var sofandi. Þá hafði hann verið að drekka og þuklaði á sjálfum sér. Eitt kvöldið tók hann það skref að koma inn í herbergið mitt og snerta mig. Hann setti puttana inn í píkuna á mér og hélt mér þannig að ég myndi ekki snúa mér við. Þegar ég bað hann um að hætta sagði hann að þetta væri bara leyndarmálið okkar. Ég man enn í hvernig buxum hann var þetta skiptið. Ég man enn hvernig rakspírinn hans lyktaði.“

„Hefði ég getað gargað og öskrað á hjálp? Já, en ég gerði það ekki“

Í viðtalinu rifjaði hún upp sumarbústaðaferðina.

„Við Helga sváfum á uppblásinni dýnu við hliðina á sófanum og þegar stjúpi minn og vinur hans héldu að við værum sofnaðar byrjuðu þeir að tala um kynlíf. Það næsta sem ég man er að seinna um nóttina kom stjúpi minn fram og allt í einu greip Helga í hendina á mér og bað mig um að hjálpa sér. Ég stirðnaði. Ég vissi nákvæmlega hvað var að gerast en ég gerði ekki neitt. Eins ógeðslegt og það hljómar þá var ég fegin að þetta væri ekki ég en í dag vildi ég að þetta hefði verið ég, í staðinn fyrir að þetta kæmi fyrir einhvern annan. Daginn eftir vildi Helga fá að hringja í mömmu sína en hún fékk það ekki. Restin af ferðinni er bara í móðu.”

Í kjölfarið flosnaði upp úr vinskapnum en þær stöllur náðu nýverið saman aftur. Kiana sagði að henni hafi lengi liðið eins og hún bæri ábyrgð á meintri árás.

„Ég lokaði á þetta í svo langan tíma. Mér fannst ég bera ábyrgð á að þetta hefði komið fyrir hana svo lengi og því fylgdi mikil skömm. Mér fannst eins og ég hefði valdið henni vonbrigðum og að ég hefði ekki verið sönn vinkona. Í dag veit ég að þetta var ekki mér að kenna. Langt frá því. Hefði ég getað gargað og öskrað á hjálp? Já, en ég gerði það ekki. Það er ein mín stærsta eftirsjá í lífinu.“

Kiana Sif Limehouse.

„Hvað ef þetta væri dóttir einhvers innan þessara embætta?“

Kiana sagði frá ofbeldinu ári eftir sumarbústaðaferðina en lögreglumaðurinn var ekki ákærður vegna ónógra sannanna. Í kjölfarið leiddist Kiana út í heim eiturlyfja og var farin að neyta þeirra daglega aðeins þrettán ára gömul. Hún er búin að vera edrú í tæp þrjú ár og segir, líkt og Halldóra og Helga Elín, að réttarkerfið hafi brugðist henni.

„Ég skil þetta ekki. Voru orð mín ekki nóg? Eða hinna tveggja? Ég bara fatta þetta ekki… Það benda allir hver á annan. Hvað ef þetta væri dóttir einhvers innan þessara embætta? Eða sonur? Væru þetta viðbrögðin þá? Ég efast um það. Ég fyllist viðbjóði að hugsa til þess að þessi maður fái enn að vinna innan veggja lögreglunnar. Að hann fái að vinna þar sem brotnir einstaklingar leita sér hjálpar. Það gerir mig bilaða. Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar. Það hefur ekki bara brugðist mér og Helgu, heldur svo ótal fleirum.“

Mannlíf mun halda áfram að kafa ofan í mál stúlknanna þriggja á næstu vikum.

„Ríkislögreglustjóri brást dóttur minni“

|||||
|||||

Dóttir Halldóru Baldursdóttur var kynferðislega misnotuð á barnsaldri. Meintur gerandi, lögreglumaður, starfar enn innan lögreglunnar þrátt fyrir að hafa verið kærður fyrir brot gegn þremur stúlkum.

Mæðgurnar Halldóra og Helga.

Árið 2011 sagði stúlkan frá brotinu sem átti sér stað fjórum árum áður. Málið var kært og síðan fellt niður en meintur gerandi var háttsettur lögreglumaður. Í viðtali við Mannlíf segist Halldóra vilja umbylta handónýtu kerfi sem hún segir hafa brugðist dóttur sinni.

„Það sem mér hefur þótt ólíðandi er að við höfum verið sett í þá stöðu að ef við þyrftum á aðstoð lögreglu að halda þá gætum við átt von á að maðurinn sem við kærðum fyrir að brjóta kynferðislega á dóttur minni kæmi á vettvang. Núna hefur sú martröð ræst.“

Þannig byrjar Halldóra frásögn sína en tveimur vikum kom upp atvik á heimili Halldóru sem varð til þess að hún þurfti að óska eftir aðstoð lögreglu. Kallaður var út rannsóknarlögreglumaður á bakvakt til að taka skýrslu. „Ég spurði fyrir rælni hvað sá maður héti og þá kom í ljós að þetta var umræddur maður. Ég sagði að þessi maður væri alls ekki velkominn í mín hús og útskýrði ástæðuna fyrir lögreglunni. Eftir skraf og ráðagerðir var hann sendur heim og kallað eftir rannsóknarlögreglumanni úr Reykjavík, sem reyndist okkur afar vel. En eftir situr að hinn mætti á svæðið.“

Afdrifarík sumarbústaðaferð
Árið 2007 var dóttur Halldóru, Helgu Elínu sem þá var tíu ára gömul, boðið í sumarbústaðaferð með skólasystur sinni, móður hennar og stjúpföður. „Ég hafði alltaf verið treg til að leyfa henni að gista annars staðar en lét undan þarna, þrátt fyrir að þekkja foreldrana lítið sem ekkert. Maðurinn væri jú varðstjóri hjá lögreglunni og því hlyti þetta að vera öruggt. Sonur minn var veikur og var langdvölum á sjúkrahúsi á þessum tíma. Helga var mikið með mér þar og skiljanlega stundum leið sem var meginástæða þess að ég leyfði henni að fara,“ segir Halldóra.

„Að fá ekki viðurkenningu fyrir dómi var annað áfall að takast á við. Afleiðingarnar sem það hafði í för með sér voru erfiðar. Helga upplifði það eins og henni væri ekki trúað.“

Í kjölfar þessarar ferðar urðu breytingar á hegðun Helgu en Halldóra tengdi þær ekki við ferðina. „Hún varð verulega kvíðin. Hún gat til dæmis ekki gengið ein heim úr skólanum án þess að vera með mig í símanum. Ef hún sá mann bíða í strætóskýli varð hún að vera með mig í símanum á leiðinni heim. Helga hætti að umgangast umrædda skólasystur eftir þessa ferð. Ég man ekki hversu oft hún kom á stökki inn til mín á nóttunni þegar hana var að dreyma illa. Hún varð hrædd við karlmenn. Ég hafði meira að segja samband við barnavernd og sagðist gruna að eitthvað hefði komið fyrir dóttur mína. Ráðin sem ég fékk voru ekki þau sem ég myndi gefa foreldrum með svipaðar áhyggjur. Mér var ráðlagt að þrýsta ekki á hana, ekki spyrja hana heldur leyfa henni að koma fram með þetta sjálfri og það var það sem ég gerði. Í dag myndi ég segja við foreldrið að fá sér góðan sálfræðing til að setjast niður með barninu til að spyrja það út í líðan þess.“

Fjórum árum eftir umrædda sumarbústaðaferð, þann 5. október 2011 var Halldóra boðuð á fund í skóla dóttur sinnar. „Skólastjórinn hringdi og ég heyrði strax á raddblænum að fundurinn snérist ekki um skróp eða heimavinnu. Á fundinum voru auk okkar umsjónarkennari Helgu og fulltrúi frá barnavernd. Þarna var mér tilkynnt hvað hafði gerst. Dóttir mín hafði trúað vinkonu sinni fyrir því að stjúpfaðir skólasystur þeirra hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi í sumarbústaðaferð fjórum árum áður. Vinkonan hvatti Helgu til að segja frá og saman fóru þær til umsjónarkennarans. Heimurinn hrundi. En á þessari stundu féllu öll púslin saman varðandi líf okkar síðustu ár á undan.“

Halldóra hefur mikið út á rannsókn málsins að setja.

Þrjár kærur fyrir barnaníð
Halldóra er ánægð með viðbrögð skólans og barnaverndar. Málið var strax sett í farveg, það kært til lögreglu og rannsókn hófst.

„Fram að þessum tíma taldi ég mig búa við réttarríki sem stendur með börnum. Það var mikill skellur að upplifa að svo er ekki því um það bil einu ári eftir að málið var kært var það fellt niður. Að fá ekki viðurkenningu fyrir dómi var annað áfall að takast á við. Afleiðingarnar sem það hafði í för með sér voru erfiðar. Helga upplifði það eins og henni væri ekki trúað. Andlegri heilsu hennar hrakaði og reiði bættist við kvíðann og þunglyndið. Ég fór að ofvernda hana því mér fannst ég hafa brugðist sem móðir og samviskubitið var mikið. Mér fannst ég þurfa að gæta hennar og sýndi henni ekki það traust sem hún þurfti á að halda á unglingsárunum. Að auki hélt maðurinn sínu starfi í lögreglunni og það í okkar sveitarfélagi þannig að við vorum í þeirri stöðu að geta ekki leitað til lögreglunnar án þess að eiga á hættu að hann kæmi á staðinn. Maðurinn var ekki leystur frá störfum meðan á rannsókn stóð,“ segir Halldóra og gerir hlé á máli sínu. „Til samanburðar má nefna að lögreglumaður sem grunaður var um að misfara með óskilamuni hjá lögreglunni var sendur í leyfi meðan á rannsókn hans máls stóð, málið var síðan fellt niður en hann fékk starfslokasamning í kjölfarið. Lögreglumaðurinn sem braut gegn dóttur minni hafði á þessum tíma verið kærður fyrir brot gegn annarri stúlku og nokkru síðar á þriðju stúlkunni en hann starfaði áfram á meðan á öllum þessum rannsóknum stóð og hélt starfinu eftir að málin voru felld niður. Þegar málið kom upp sendi ég póst á þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem vísaði erindinu á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, sem algerlega brást okkur að mínu mati og vildi ekkert fyrir okkur gera. Mér datt nú stundum í hug lagið góða „Ekki benda á mig“ þegar ég var í samskiptum við þá. Það þarf virkilega að skoða hvernig lögreglan tekur á kynferðisbrotamálum ef sakborningurinn er lögreglumaður,“ segir hún og bætir við: „Eftir að hafa leitað mér upplýsinga á Netinu sá ég að umræddur lögreglumaður fékk áður dóm fyrir brot í opinberu starfi árið 2005, af hverju fékk hann að halda starfinu í kjölfarið?“

Mannlíf hefur undir höndum fjölmörg gögn sem tengjast málinu. Lögfræðingur sem Mannlíf ræddi við segir að út frá þessum gögnum megi gera ýmsar athugasemdir við rannsókn lögreglu á málinu.

Brotalamir á rannsókn
Halldóra hefur mikið út á rannsókn málsins að setja og í vetur skrifaði hún bréf til nefndar um eftirlit með lögreglu þar sem hún óskar eftir því að málsmeðferðin verði skoðuð og gripið til viðeigandi ráðstafana. „Þegar málið kom upp í vetur með barnaverndarstarfsmanninn sem kærður hafði verið fyrir barnaníð, og lögreglan ekki staðið sig í að tilkynna málin áfram þannig að maðurinn starfaði með börnum, þá hugsaði ég bara; það hefur ekkert breyst. Við hristum af þeim skömmina og reisum upp æru þeirra. Það er alltaf slegin skjaldborg um brotamennina því það væri svo rosalegt ef þeir yrðu dæmdir og látnir axla einhverja ábyrgð því þeir segjast ekki hafa gert þetta,“ segir hún.

„Rannsóknin á máli dóttur minnar var illa unnin og ýmis lögvarin réttindi hennar voru brotin við málsmeðferðina. Eins og ég sagði áðan þá er dóttir mín ein þriggja stúlkna sem kærði lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot en þær voru allar skólasystur. Málin voru ekki rannsökuð saman sem hefði styrkt staðfastan framburð stúlknanna og málin í heild. Fram kemur í rannsóknargögnum að maðurinn saki stelpurnar um samsæri gegn sér. Ekkert var gert til að hrekja slíkt. Aðra stúlkuna þekki ég ekki en hin hafði verið vinkona Helgu. Með því að skoða Facebook-samskipti þeirra var augljóst að þær höfðu ekki verið í neinum samskiptum fyrr en eftir að málið kom upp.

„Við hristum af þeim skömmina og reisum upp æru þeirra. Það er alltaf slegin skjaldborg um brotamennina því það væri svo rosalegt ef þeir yrðu dæmdir og látnir axla einhverja ábyrgð því þeir segjast ekki hafa gert þetta.“

Við rannsókn málsins var mikið lagt upp úr nákvæmri tímasetningu sumarbústaðaferðarinnar og ég lagði fram símagögn sem sýndu símtöl milli mín og síma þeirra fyrir umrædda helgi. Ég mundi að Helga hafði hringt úr síma foreldra skólasystur sinnar þegar hún bað um að fá að fara í ferðina. Samskipti voru ekki við þau hvorki fyrr né síðar og því var tímasetningin nokkuð nákvæm. Mér fannst nákvæm tímasetning ekki skipta öllu máli, heldur að þessi atburður gerðist. Sakborningur lagði hins vegar fram ósannreynt vinnuvottorð sem niðurfelling málsins byggði meðal annars á. Excel-skjal sem sýndi að hann hefði verið í vinnunni á þessum tíma. Excel-skjal sem hann sendir lögfræðingi sínum sem áframsendir það. Ég meina, í hvaða bananalýðveldi heldur slíkt skjal fyrir dómi? Hver sem er getur farið inn í vinnustundir og breytt stimpilklukkunni eftir á. Ekkert annað var skoðað til að sjá hvort lögreglumaðurinn hefði í raun verið í vinnunni umrædda helgi.“

Klám haft fyrir börnunum
Brotið átti sér stað í sumarbústað foreldra sakborningsins. „Þegar lögreglan fór á vettvang til að rannsaka bústaðinn var eigendum ekki gert viðvart heldur fór sakborningur sjálfur á vettvang með rannsakendum. Mér þótti þetta óeðlilegt og spyr mig hvort þetta sé viðtekin venja í sakamálum, að taka sakborninga með sér á vettvang,“ segir Halldóra.

„Í umræddri sumarbústaðaferð voru einnig vinahjón sakbornings og eiginkona hans. Skýrslutaka yfir vinahjónunum tók aðeins örfáar mínútur og fór fram á skrifstofu mannsins sem er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera. Þau hjónin og eiginkona sakbornings báru fyrir sig minnisleysi vegna áfengisdrykkju og niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeirra vitnisburði – minnislausra vitna. Við rannsókn málsins kom fram að klámefni hafði verið haft fyrir börnunum í umræddri sumarbústaðaferð. Dómgreindarleysi fullorðinna í þessari bústaðaferð var því bersýnilega algjört og ekkert vafamál er að slíkt er klárt brot á lögum. Lögreglan gerði enga rannsókn á þeirri hlið málsins. Umrædd vinahjón voru aldrei spurð út í klámmyndaáhorfið og tölva sakbornings var ekki skoðuð þó að þekkt sé að menn sem níðast á börnum aðhafist eitthvað ólöglegt á Netinu. Þó það sannaði ekki verknaðinn hefði það stutt málið ef eitthvað hefði fundist.

„Dóttir mín er ein þriggja stúlkna sem kærði lögreglumanninn fyrir kynferðisbrot en þær voru allar skólasystur. Málin voru ekki rannsökuð saman sem hefði styrkt staðfastan framburð stúlknanna og málin í heild.“

Fengnir voru lögreglumenn úr öðru bæjarfélagi til að rannsaka málið. Sakborningurinn tók virkan þátt í starfsemi Landsambands lögreglumanna á þessum tíma og það gerðu einnig rannsakendur málsins, eftir því sem ég best veit. Annar lögreglumaður sem ég ræddi eitt sinn við sagði mér að sakborningur og rannsakendur hefðu verið saman á einhverri ráðstefnu úti á landi á rannsóknartímabilinu. Mjög smart. Rannsóknin er því aldrei hlutlaus að mínu mati og tel ég hafið yfir allan vafa að hagsmunir barnsins hafi ekki verið í fyrirrúmi.

Fyrir liggja skýrslur frá sérfræðingum í Barnahúsi, sálfræðingum sem sérhæfa sig í áföllum barna og læknum sem staðfesta að Helga varð fyrir miklum skaða í þessari sumarbústaðaferð. Mér finnst óskiljanlegt að þessar skýrslur hafi ekkert vægi haft þegar tekin var ákvörðum um framhald málsins.

Réttarkerfið er handónýtt þegar kemur að börnum. Það stíga endalaust upp tröll sem segja að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð. Þá spyr ég: Hvað þarf til að sanna sekt? Ég er með barn sem búið er að segja frá í Barnahúsi. Hún er trúverðug, hún hefur öll einkenni þess að hafa orðið fyrir broti. Hvað þarf meira?“

Helga hefur glímt við afleiðingar brotsins frá því 2007.

Reyndi sjálfsvíg
Síðustu ellefu ár hafa verið erfið fyrir bæði Helgu og Halldóru móður hennar. Helga flosnaði upp úr framhaldsskóla og Halldóra var óvinnufær um tíma vegna bæði andlegra og líkamlegra einkenna. Báðar hafa þær sótt hjálp til sérfræðinga. Að auki hefur málið tekið mikið á bræður Helgu. „Fyrstu fjögur árin eftir brotið var Helga að burðast ein með afleiðingarnar og þá byrjaði að hún að þróa með sér þunglyndi og kvíða. Sá tími var skemmandi. Eftir að málið var fellt niður tók við enn verri tími og Helga átti erfið unglingsár. Hún leiddist um tíma í óreglu og ég var á vaktinni allar helgar að leita hana uppi og sækja hana. Annan í jólum 2014, tveimur árum eftir að málinu er vísað frá, reyndi hún að svipta sig lífi. Í kjölfarið fékk hún neyðarinnlögn á BUGL. Helga var áður glaðlyndur krakki og mikið fjör í henni. Frá því að brotið var gegn henni árið 2007 hefur hún verið að glíma við afleiðingarnar.“

Helga eignaðist barn í september í fyrra þá tvítug að aldri og búa þær mæðgur hjá Halldóru. „Það hefur þroskað hana mikið að eignast barn. Hún sýnir ábyrgð og stendur sig vel. Hún er sterkur karakter og getur gert allt sem hún vill, þarf bara að hafa trú á því sjálf,“ segir Halldóra og Helga sem er sest hjá okkur samsinnir því. „Núna langar mig meira að fara í nám, ég stefni að háskólabrú og svo jafnvel að námi í lögfræði. Ég er orðin virkari eftir að dóttir mín fæddist en áður hafði ég litla löngun til að gera nokkuð og hætti í framhaldsskóla eftir aðeins hálft ár. Núna langar mig að byggja upp gott líf fyrir okkur mæðgurnar. Þetta mál hefur tekið mikinn toll og mig langar að mín reynsla geti hjálpað einhverjum. Kynferðisbrotamál eru algengari en fólk heldur, flestar vinkonur mínar hafa lent í einhverju,“ segir Helga.

Þurfum að bylta kerfinu
Nú eru fimm ár síðan málið var látið niður falla og í vor sat Halldóra vinnustofu í vinnunni sinni sem haldin var í kjölfar metoo-byltingarinnar. „Þar hélt lögreglu- og sérsveitarmaður erindi og talaði meðal annars um að það þyrfti kjark og þor til að gera breytingar. Ég fann hvernig ég byrjaði að hitna, mér varð flökurt og var við það að fara að gráta. Ég varð fjúkandi reið; þú hefur ekki kjark og þor til að taka á þessum málum innan þíns vinnustaðar. Ég skrifaði helling um mál dóttur minnar á blað, fór með til hans í kaffipásunni og bað hann um að lesa það eftir vinnustofuna. Ég áttaði mig svo á því að hann átti enga sök á reiði minni. Ég skrifaði honum því afsökunarbeiðni á Facebook og tók hann mér mjög vel og þykir mér vænt um viðbrögð hans. Þarna rann upp fyrir mér að ég er enn á þessum stað, ég er brjáluð út í lögregluna. Ég hélt að ég væri komin lengra í sjálfsvinnunni,“ segir Halldóra.

„Við viljum skila skömminni til kerfisins sem brást dóttur minni. Ég vil sjá kerfið breytast, að við förum að hugsa kynferðisbrot gagnvart börnum upp á nýtt. Við erum alltaf að taka við fórnarlömbunum og setja plástur á sárin í staðinn fyrir að fókusera á brotamennina. Hvernig komum við í veg fyrir að menn brjóti á börnum árum og jafnvel áratugum saman?

Dæmdir barnaníðingar eiga að vera undir eftirliti, fá þá aðstoð sem þeir þurfa og það á ekki að gera þeim kleift að vinna með börnum. Við þurfum líka að gera eitthvað í því að fá þessa menn dæmda, að það þurfi ekki að menn séu hreinlega staðnir að verki til að til þess komi. Það á ekki að vera nóg að menn bara þræti fyrir verknaðinn og séu þar með lausir allra mála. Ég vil að skýrsla frá Barnahúsi verði sönnunargagn líkt og áverkavottorð frá lækni. Ég vil líka að lögreglan setji sér svolítinn „standard“ – að það sé ekki ásættanlegt að starfandi lögreglumaður fái á sig þrjár kærur fyrir barnaníð og starfi áfram. Því miður, hann verður bara að vinna við eitthvað annað. Ég spyr mig, ef gerandinn í máli dóttur minnar hefði verið annar, hefði rannsóknin verið öðruvísi?“ spyr Halldóra.

„Skýrslutaka yfir vinahjónunum tók aðeins örfáar mínútur og fór fram á skrifstofu mannsins sem er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera. Þau hjónin og eiginkona sakbornings báru fyrir sig minnisleysi vegna áfengisdrykkju og niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeirra vitnisburði – minnislausra vitna.“

Helga eignaðist dóttur síðasta haust. „Núna langar mig að byggja upp gott líf fyrir okkur mæðgurnar. Þetta mál hefur tekið mikinn toll og mig langar að mín reynsla geti hjálpa einhverjum,“ segir Helga.

„Við þurfum að bylta þessu kerfi og við þurfum fleiri sterka einstaklinga eins og Berg Þór Ingólfsson sem hefur sýnt ótrúlegt þrek til að berjast fyrir breytingum. Við foreldrarnir erum oft bara svo buguð og ekki í standi til að berjast fyrir svo ná megi fram bótum á handónýtu kerfi. Einnig þarf að vera einhver sem bendir fólki á hvernig það á að bregðast við þegar það lendir í svona, hvert það á að leita – fáðu þér harðan lögfræðing, passaðu þig á þessu og hinu. Maður er svo varnarlaus og brotinn. Það vantar eitthvað sem tekur foreldra í fangið og leiðir þá áfram. Við eigum að gæta hagsmuna barnanna, það er skylda okkar samkvæmt lögum. En kerfið stendur ekki með okkur. Ofbeldismaðurinn er oftast látinn njóta vafans í stað barnanna, eins og sýndi sig best í samskiptum við ríkislögreglustjóra sem virti málið að vettugi og lét eins og sér kæmi þetta ekki við. Til að taka allan vafa af hverjum bar að taka á málinu var leitað til umboðsmanns Alþingis og í svari hans kom það skýrt fram að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á að veita mönnum lausn frá embætti. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gerði heldur ekki neitt og lét viðkomandi lögreglumann vera á vakt meðal annars í okkar hverfi, eins og við höfum nú fengið að kynnast. En málið sjálft fékk aldrei heiðarlega og hlutlausa rannsókn – og réttlætinu því ekki fullnægt. Við þurfum rétta fólkið á þing sem hefur kjark og þor til að taka á þessum málum og gera nauðsynlegar breytingar. Þær verða aldrei vinsælar. Við viljum ekki að önnur lítil börn þurfi að ganga í gegnum svona ósanngirni og að hlutunum sé klúðrað,“ segir Halldóra að lokum.

Myndir / Hallur Karlsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir, National make up artist fyrir Yves Saint Laurent á Íslandi

Bjóst ekki við að frumsýna á Cannes

||
||

Leikkonan María Thelma fer með hlutverk í kvikmyndinni Arctic á móti Mads Mikkelsen. Hún segir það hafa verið mikla upplifun að vera viðstödd frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Leikkonan María Thelma fer með veigamikið hlutverk í hrakfaramyndinni Arctic, en hún var viðstödd frumsýningu hennar í Cannes.

„Ég viðurkenni það að vera viðstödd á frumsýningu fyrstu myndarinnar sem maður leikur í og það á stærstu og virtustu kvikmyndahátíð heimi var alveg grámagnað. Mér þótti vænt um að hitta alla sem komu að gerð hennar eftir allan þennan tíma og svo var auðvitað spennandi að sjá loksins lokaútkomuna á hvíta tjaldinu eftir alla vinnuna sem fór í hana,“ segir María Thelma, þegar hún er spurð hvernig tilfinning hafi verið að vera viðstödd frumsýningu myndarinnar á Cannes í Frakklandi nú á dögunum.

Arctic, sem flokkast sem svokölluð hrakfaramynd, fjallar um mann sem verður strandaglópur á Norðurskautsvæðinu eftir hræðilegt flugslys. Hann telur sig vera hólpinn þegar þyrla er send honum til bjargar en hlutirnir fara öðruvísi en á horfir og við tekur ófyrirsjáanleg atburðarás. Það er enginn annar en danski stórleikarinn Mads Mikkelsen sem fer með aðalhlutverkið en íslenskir áhorfendur ættu að kannast við hann úr kvikmyndum á borð við Jagten, Rogue One og Casino Royale. María Thelma fer með veigamikið hlutverk í myndinni en kveðst ekki geta rætt persónu sína að neinu ráði nema ljóstra upp söguþræðinum. „Það litla sem ég get sagt er að við fáum ekki að vita mikið um persónurnar, það er lítið talað og nánast engin baksaga. Við fáum varla að vita hvað persónurnar heita. Áherslan er á hvernig þeim gengur að reiða sig af í þessum „absúrd“ og hræðilegu aðstæðum.“

„Mads var algjörlega laus við hroka. Mætti mér alltaf á jafningjagrundvelli, virti mínar skoðanir á verkefninu og bar mikla virðingu fyrir minni vinnu og mér þótti ofboðslega vænt um það.“

Laus við stjörnustæla

Spurð hvort hún hafi verið stressuð fyrir að leika á móti stórstjörnu eins og Mikkelsen hristir María Thelma höfuðið og segist ekki hafa haft neinar fyrir fram hugmyndir eða skoðanir á leikaranum áður en tökur hófust. Hins vegar hafi munað öllu hvað hann hafi verið jarðbundinn og þægilegur í samskiptum. „Mads var algjörlega laus við hroka. Mætti mér alltaf á jafningjagrundvelli, virti mínar skoðanir á verkefninu og bar mikla virðingu fyrir minni vinnu og mér þótti ofboðslega vænt um það. Samstarfið einkenndist af einstaklega góðu trausti og skilyrðislausri virðingu. Það var bara æðislegt að vinna með honum, alveg ótrúlega góð og jákvæð reynsla. Við náðum mjög vel saman og urðum góðir félagar,“ segir hún og bætir við að það hafi auðveldað svolítið vinnuna því tökurnar, sem fóru fram við Nesjavelli og Fellsendavatn skammt frá Þórisvatni í apríl í fyrra og stóðu yfir í 19 daga, hafi verið strembnar og tökudagarnir frekar ófyrirsjáanlegir. „En við Mads fórum vel yfir handritið og vorum stöðugt að minna hvort annað á hvaða sögu við værum að segja og pæla í því hvernig við gætum gert senunar sterkari,“ segir María sem á meðal annars að baki hlutverk í sjónvarpsþáttunum Föngum og nokkrum stuttmyndum, auk þess sem hún starfar um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu.

Ánægð með viðtökurnar

Þrátt fyrir að hafa landað hlutverkinu í Arctic má segja að María Thelma sé enn að stíga sín fyrstu spor í bransanum. Hún útskrifaðist af leiklistarbraut Listaháskóla Íslands 2016 en segist þó ekki alltaf hafa ætlað að verða leikkona og hafi í raun ekki leitt hugann að því fyrr en í framhaldsskóla. „Ég sá aldrei fyrir mér að ég ætti eftir að verða leikkona. það var ekki fyrr en að ég byrjaði á leiklistarbraut í FG þegar ég var 16 ára sem ég ákvað fyrst að leggja leiklistina fyrir mig og ég hef ekki litið um öxl síðan.“

Arctic, sem flokkast sem svokölluð hrakfaramynd, fjallar um mann (Mads Mikkelsen) sem verður strandaglópur á Norðurskautsvæðinu eftir hræðilegt flugslys. Pegasus og Einar Þorsteinsson kvikmyndagerðarmaður í Los Angeles eru á meðal framleiðenda myndarinnar, en ekki liggur ljóst fyrir hvenær hún verður sýnd á Íslandi.

Hvað var það eiginlega við leiklistina sem heillaði? „Ég hef nú gaman af flestum listforum,“ svarar hún hugsi, „en ætli leiklistin sé bara ekki það listform sem mér finnst komast næst kjarna hins mannlega eðlis.“

En skyldi það hafa einhvern tíma hafa hvarflað að henni þegar hún var í námi í leiklistinni að einn góðan veðurdag ætti hún eftir að standa á rauða dreglinum í Cannes. „Nei, ég velti því ekki einu sinni fyrir mér að ég ætti eftir að vinna eitthvað sértaklega í erlendum kvikmyndum,“ segir hún og hlær. „Hvað þá að ég kæmi til með að frumsýna mínu fyrstu bíómynd á stærstu og virtustu kvikmyndahátíð í heimi.“

Arctic hefur almennt hlotið góða dóma og er til að mynda fullt hús stiga eða 100 prósent á kvik-myndasíðunni Rotten Tomatoes. Sjálfri fannst Maríu Thelmu svolítið erfitt að njóta myndarinnar til fullnustu á frumsýningunni því hún var stöðugt að spá í hvers vegna sumum atriðum var sleppt og öðrum bætt við og fleiru í þeim dúr. Hún þurfi því eiginlega að sjá hana aftur til að geta myndað sér skoðun á henni. „Ég er samt mjög stolt af henni,“ tekur hún ákveðin fram. „Og ánægð með viðtökurnar.“

Þegar leikkonan unga er spurð hvaða verkefni séu síðan fram undan verður hún hins vegar svolítið dul. „Það er margt spennandi í gangi. En eins og staðan er þá er of snemmt að segja frá því strax.“

Aðalmynd: Mads og María Thelma náðu vel saman á meðan tökum stóð og eru góðir félagar í dag.

Cleveland – græna stálborgin

Á dögunum ferðaðist ég til borgarinnar Cleveland og átti ekki von á að þessi gamla iðnaðarborg í miðríkjum Bandaríkjanna myndi heilla mig upp úr skónum.

Cleveland er borg í Norður-Ohio-ríki og liggur við strönd stöðuvatnsins Erie sem þó er svo víðfemt að horfi maður út á það væri auðvelt að ímynda sér það sem opið haf. Hinum megin við vatnið er Kanada og á vorin fyllast græn svæði borgarinnar af farfuglum sem nýta sér þau sem áningarstað áður en þeir fljúga langa og strembna ferð yfir Erie á sumarvarpstöðvar sínar í norðri. Borgin er byggð með fram hlykkjóttri á sem nefnist Cuyahoga en talið er að nafnið sé komið frá móhíkönum og þýði snúið fljót. Cuyahoga-áin var forsenda þess að borgin þróaðist úr litlu sveitaþorpi þar sem hún tengdist með manngerðum skurðum og fljótum við Atlantshafið og Mexíkóflóa, með því móti var þetta litla svæði í Bandaríkjunum orðið að ákjósanlegum stað fyrir viðskipti og vöruflutninga sem stækkaði enn frekar með tilkomu járnbrautarlestarinnar.

Borgin státar af skemmtilegum hverfum, fjölbreyttri þjónustu og söfnum, íþróttaliðum í úrvalsflokki, útisvæðum, leikhúsum og nánast endalausum viðburðum allt árið um kring.

Cleveland verður borg iðnaðar
Árið 1870 stofnaði John D. Rockefeller iðnaðarveldi sitt undir nafninu Standard Oil í Cleveland og lagði þar með grunninn að ótrúlegri auðlegð Rockefeller-fjölskyldunnar. Hann flutti seinna höfuðstöðvar sínar til New York-borgar sem þá var orðin þungamiðja viðskipta í landinu. Í byrjun 20. aldar flykktust þó fleiri fyrirtæki að borginni og Cleveland varð þekkt fyrir stáliðnað sem og bílaframleiðslu. Sumir bílaframleiðendurnir voru mjög framúrstefnulegir og voru á þessum tíma að reyna að þróa bíla sem gengu fyrir gufu eða rafmagni. Þessi mikli uppgangur laðaði að sér fólk sem settist að í borginni og vann iðnaðarstörf og gætir menningaráhrifa þess enn í dag. Þetta voru aðallega innflytjendur frá Suður- og Austur-Evrópu ásamt fólki af öðrum uppruna frá Suðurríkjum Bandaríkjanna í leit að atvinnu og betra lífi.

Cleveland er borg í Norður-Ohio-ríki og liggur við strönd stöðuvatnsins Erie sem þó er svo víðfemt að horfi maður út á það væri auðvelt að ímynda sér það sem opið haf.

Blómlegt listalíf
Borgin þandist út á þessum tíma og var í byrjun 20. aldar fimmta stærsta borg Bandaríkjanna. Hluti af nýjum íbúum Cleveland voru listamenn og tónlistarfólk. Stór hópur innfluttra var frá New Orleans og færði með sér líflega djasssenu, djassklúbbarnir þóttu á tímabili svo góðir að frægir tónlistarmenn, eins og Miles Davis og Duke Ellington, lögðu reglulega leið sína þangað. Uppgangurinn í iðnaðinum og ofgnótt verkamanna gerði það einnig að verkum að byggðar voru tilkomumiklar byggingar í miðborginni og ríkari stétt samfélagsins gerðist bakhjarlar listamanna. Þetta tímabil lista er þekkt sem Cleveland-skólinn og er sérstaklega þekkt fyrir fallegar vatnslitamyndir ásamt prentverkum og skúlptúrum. Sum þessara verka má finna á listasafni borgarinnar sem fjallað er um hér til hliðar.

Mengunarslys veldur byltingu í umhverfisvernd
Allur þessi uppgangur, þensla í iðnaði og sístækkandi hópur innflytjenda hafði þó einnig neikvæð áhrif. Mengun frá iðnaði borgarinnar, skordýraeitur og áburður flæddi óáreitt út í Cuyahoga-ána og stöðuvatnið Erie ásamt skólpi og rusli íbúanna. Þetta hafði þau áhrif að reglulega var strandlengja vatnsins full af dauðum fiskum sem lifðu ekki af mengunina í vatninu. Áin var oft þakin olíubrák og það gerðist oftar en einu sinni að eldur geisaði í ánni. Straumhvörf urðu árið 1969 þegar áin stóð í ljósum logum og olli töluverðum spjöllum. Í kjölfarið var sett fræg löggjöf (the clean water initiative) sem á við um öll ríki Bandaríkjana og setur takmarkanir á úrgangslosun í vötn og ár. Í krafti löggjafarinnar var ráðist í hreinsunarstarf í ánni og stöðuvatninu sem tekist hefur einstaklega vel. Fallegir og grænir almenningsgarðar liggja nú með fram ánni og laða að sér unga sem aldna í ýmis konar útivist, fuglaskoðun og fiskveiðar. Ferskvatnsuppspretta borgarbúa er nú í stöðuvatninu og á því má sjá fiskibáta, kajakræðara og fjölbreytt dýralíf.

Frjálslynd borg í uppsveiflu
Breytingar á iðnaðarháttum og verksmiðjuframleiðslu hefur breytt Cleveland á undanförnum áratugum. Borgin býr nú við mun blandaðra hagkerfi en var áður og öllu hefur verið kappkostað til að styrkja innviði borgarinnar bæði fyrir íbúa hennar og þá sem hana heimsækja, en margir brottfluttir Cleveland-búar eru farnir að sækja aftur í heimahagana. Í dag eru flestir sem sækja borgina heim aðrir Bandaríkjamenn eða Kanadabúar en borgin er í mikilli sókn og úr ótalmörgu að velja fyrir veraldarvana ferðalanga. Borgin státar af skemmtilegum hverfum, fjölbreyttri þjónustu og söfnum, íþróttaliðum í úrvalsflokki, útisvæðum, leikhúsum og nánast endalausum viðburðum allt árið um kring. Gestir borgarinnar geta hlaðið niður Destination Cleveland-smáforritinu í símann sinn til að skipuleggja ferðalag sitt og fylgjast með því sem er á döfinni.

________________________________________________________________

Fjölbreytt afþreying í Cleveland

Rock and Roll Hall of Fame
Eitt aðalaðdráttarafl ferðamanna til Cleveland er rokksafnið Rock and Roll Hall of Fame. Safnið er við strönd vatnsins Erie og var teiknað af sama arkitekt og hannaði pýramídana við Louvre-safnið í París. Safnið er mjög stórt með bæði föstum sýningum og breytilegum sem spanna sögu rokktónlistarinnar í gegnum margmiðlunarsýningar, búninga og hljóðfæri tónlistarmanna og texta. Auðvelt er að verja heilum degi á safninu en þar má einnig finna veitingastað og bar til að fylla á tankinn milli þess sem skoðað er. Vefsíða: https://www.rockhall.com

Cleveland Museum of Art
Listasafn Cleveland er staðsett í hinu sjarmerandi University Circle-hverfi en þar má einnig finna dýragarð, grasagarð, tónleikahús og nútímalistasafn. Ókeypis aðgangur er að safninu og þar kennir ýmissa grasa. Það á gott safn verka impressjónistanna ásamt skemmtilegum nútímaverkum eftir bandaríska listamenn en þó er safnið þekkt fyrir stórt safn egypskra og suðaustur-asíska verka. Safnið er í gullfallegri byggingu með yfirbyggðu torgi í miðju safnsins og á fyrstu hæðinni má finna afþreyingarherbergi með gagnvirku efni fyrir yngstu kynslóðina. Vefsíða: http://www.clevelandart.org/

The Cleveland Orchestra
Forfallnir aðdáendur klassískrar tónlistar vilja margir meina að sinfóníuhljómsveit Cleveland sé sú besta í Bandaríkjunum. Hljómsveitin ferðast mikið bæði um Bandaríkin og önnur lönd en á þó heimili sitt í Severance Hall, fallegri byggingu frá árinu 1931 sem ber eftirnafn velunnara síns, John Severance, en hann lét reisa tónlistarhúsið í minningu heittelskaðrar eiginkonu sinnar. Finna má dagskrá og fréttir hljómsveitarinnar á heimasíðu hennar. Vefsíða: https://www.clevelandorchestra.com

Cleveland Cavaliers og Cleveland Indians
Óhætt er að segja að Cleveland-búar séu forfallnir áhugamenn um körfubolta enda er lið þeirra, Cavaliers, með þeim bestu í NBA-deildinni og keppir nú um meistaratitill deildarinnar. Frægasti leikmaður liðsins, LeBron James, er frá svæðinu og nýtur mikillar hylli. Þegar heimaleikir eru fyllist miðborgin af stuðningsmönnum liðsins og barir eru þéttsetnir af þeim sem ekki náðu miða á leikinn sjálfan. Borgin er einnig þekkt fyrir hafnaboltalið sitt, Indians, sem einnig nær ávallt langt í sinni leikjatíð og laðar að sér stóran hóp áhangenda. Gaman er að vera hluti af stemningunni sem myndast í miðbænum þegar leikir eru en einnig er hægt að kynna sér leikjatíðina og kaupa sér miða til að upplifa hughrifin og spennuna í beinni. Vefsíða Cavaliers.
Vefsíða Indians: https://www.mlb.com/indians

 

Skeljungsfléttan sem gerði fimm einstaklinga ofurríka

|
|

Embætti héraðssaksóknara réðst í umfangsmiklar aðgerðir í síðustu viku vegna Skeljungsmálsins svokallaða. Fléttan sem ofin var í málinu er talin hafa falið í sér sölu hlut á undirverði, ólögmæta nýtingu á fjármunum Skeljungs, þynningu á veði kröfuhafa og um 850 milljóna króna greiðslu til hvers þeirra þriggja starfsmanna banka sem seldu nýjum eigendum Skeljung.

Fimmtudaginn 31. maí réðst embætti héraðssaksóknara í umfangsmiklar aðgerðir vegna máls sem hafði verið til skoðunar þar frá miðju ári 2016. Málið snérist um meint umboðsvik, meint skilasvik, möguleg mútubrot og mögulegt brot á lögum um peningaþvætti þegar olíufélagið Skeljungur og tengd félög voru keypt og seld á árunum 2008 til 2013. Við brotunum getur legið allt að sex ára fangelsisvist.

Fimm einstaklingar eru með stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Tvö þeirra, hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson, voru handtekinn á fimmtudag. Hin þrjú; Einar Örn Ólafsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Kári Guðjónsson, sem unnu saman í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis fyrir um áratug, voru boðuð til skýrslutöku sama dag.

Fólkið er grunað um að hafa misnotað aðstöðu sína til að koma eignum út úr banka á undirverði, að hafa nýtt sameiginlegar eignir Skeljungs og bankans til að greiða fyrir kaup í félaginu, að hafa viljandi rýrt eignir Íslandsbanka og að hafa gert með sér samkomulag þar sem Svanhildur Nanna og Guðmundur afhentu hinum þremur sem seldu þeim Skeljung yfir 800 milljónir króna hverju fyrir sig fyrir þeirra aðkomu að málinu.

Á sama tíma og handtökurnar áttu sér stað fóru fram húsleitir víða um höfuðborgarsvæðið í tengslum við rannsókn málsins. Engar eignir voru þó kyrrsettar á þessu stigi málsins, en fólkið hefur allt efnast mjög hratt á síðustu árum. Og öll þau umsvif hófust með Skeljungsviðskiptunum sem nú þykir rökstuddur grunur um að hafi ekki staðist lög.

Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir er í dag í stjórn VÍS, en hún og eiginmaður hennar eru stórir hluthafar í félaginu. Hún sagði af sér stjórnarformennsku fyrir viku síðan í kjölfar þess að hún var handtekin af embætti héraðssaksóknara.

Bestu og verstu viðskiptin

Salan á Skeljungi og P/F Magn vöktu eðlilega mikla athygli í lok árs 2013. Þau voru valin bestu viðskipti ársins 2013 af Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti. Í rökstuðningi dómnefndarmanna sagði m.a. „Ef rétt er að þau [hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson] hafi fengið tíu milljarða króna fyrir félagið (með skuldum) eru þau réttnefndir snillingar!“ og „Eigendur Skeljungs koma vel frá borði — fengu ríflega greitt fyrir sinn hlut.“

Viðskiptin voru líka ofarlega á blaði yfir verstu viðskipti ársins, en í þeim flokki lentu þau í öðru sæti. Þar var þó átt við að viðskiptin hefði verið léleg fyrir kaupendurna, sem að mestu voru lífeyrissjóðir. Í umsögn sagði að félagið hafi verið lítils virði nokkrum árum áður, en niðurfellingar skulda og kaupgleði fagfjárfesta hefði gert eigendum félagsins kleift að ná fram einum bestu viðskiptum síðustu ára. „Lífeyrissjóðirnir eru stútfullir af peningum og virðast vera að kaupa Skeljung á allt of mikið“ var haft eftir einum dómnefndarmanni Markaðarins.

Kjarninn fer ítarlega yfir fléttuna í fjórum skrefum í Mannlífi sem kom út föstudaginn 8. júní og á vef sínum.

Ný lög auðvelda allt ferli í kringum líffæragjafir

|
|

Alþingi samþykkti í vikunni ætlað samþykki líffæragjafa en það var þingmannsfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og Willums Þórs Willumssonar sem lagt var fram á Alþingi.
Mikill skortur er á líffærum í heiminum og hafa því margar þjóðir farið þessa leið en árið 2013 hafnaði Alþingi frumvarpi um ætlað samþykki. Þetta frumvarp mun því hafa töluverðar breytingar í för með sér.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Silja Dögg segir að mikil fræðsla og umræða í samfélaginu hafi haft þarna töluvert að segja um breytta afstöðu til frumvarpsins en hún var formaður í þverpólitískum hópi sem skipaður var á sínum tíma af Kristjáni Júlíussyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, um líffæragjafir og vann ötullega að málinu ásamt fleirum. Tíð stjórnarskipti hafi þó haft áhrif á að málið fékk ekki framgöngu á þingi. Silja tekur fram að það þurfi að halda áfram að fræða fólk um líffæragjafir, upp koma ýmsar spurningar sem varði siðferð og trú og menningarlegur bakgrunnur hefur áhrif á afstöðu fólks til líffæragjafa. Hún segir að í Noregi sé sérstök skrifstofa sem sjái um fræðslu líffæragjafa. „Ég myndi kjósa að það yrði einn starfsmaður hjá Embætti landlæknis sem myndi hafa fræðslu og um líffæragjafir á sínum höndum. Við þurfum að halda áfram að fræða fólk og fara í skóla þó að lögin séu til staðar nú og fólk þarf að geta rætt þetta og afskráð sig, óski það ekki eftir að gefa líffæri við andlát. Svo þarf einnig að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í sambandi við allt ferli um líffæragjafir,“ segir Silja Dögg.

Löggjöfin mætir skorti á líffærum
En hvaða þýðingu hefur slík löggjöf fyrir almenning? „Samkvæmt rannsóknum hjá starfshópnum þá léttir slík lögleiðing mikið á bæði aðstandendum og auðveldar allt ferlið í kringum líffæragjöf, en það gildir líka um heilbrigðisstarfsfólk. Löggjöfin mun hafa miklar breytingar í för með sér til að mæta skorti á líffærum sem stöðugt eykst með hækkandi aldri þjóðarinnar,“ segir Silja Dögg.

„Við þurfum að halda áfram að fræða fólk og fara í skóla þó að lögin séu til staðar nú og fólk þarf að geta rætt þetta og afskráð sig, óski það ekki eftir að gefa líffæri við andlát. Svo þarf einnig að þjálfa heilbrigðisstarfsfólk í sambandi við allt ferli um líffæragjafir.“

Löggjöfin um ætlað samþykki var samþykkt af 52 þingmönnum en 2 sátu hjá. Lög frá 1991 byggðust á upplýstu samþykki, þ.e. að hinn látni hefði verið andvígur líffæragjöf nema hann hefði áður lýst yfir vilja til að gefa líffæri sín.

Í ljós hefur komið að meginþorri þjóðarinnar er hlynntur ætluðu samþykki. Íslendingar hafa hingað til fengið líffæri úr sameiginlegum líffærabanka Norðurlandaþjóða, en líffæragjafir okkar hafa lengst af verið fáar í samanburði við aðra. Fjöldi líffæragjafa hefur aukist verulega síðastliðin þrjú ár og mikilvægt að viðhalda því til frambúðar en það er talið m.a. stafa af aukinni umræðu og fræðslu um líffæragjafir.

______________________________________________________________

– Mikill skortur er á líffærum í heiminum.
– Löggjöf frá 1991 gengur út frá að hinn látni hafi verið andvígur líffæragjöf.
– Nýju lögin ganga út frá að hinn látni gefi líffæri sín við andlát nema hann hafi komið annarri skoðun sinni áleiðis.
– Rannsóknir hafa sýnt að meginþorri þjóðarinnar er hlynntur því að gefa líffæri.
– Nýju lögin auðvelda bæði aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki allt ferli í kringum líffæragjöf.
– Með fram nýju lögunum verður bæði almenningur fræddur og heilbrigðisstarfsfólk þjálfað.
– Æskilegt er að Embætti landlæknis muni sjá um upplýsingar um líffæragjafir og þá sem eru andvígir.

Hér á landi getur fólk skráð vilja sinn ef það vill ekki gefa líffæri á vef Embættis landlæknis og á www.heilsuvera.is.

Fá ekki að spila tónlist á pósthúsum: „Ég hef ekki heyrt af óánægju“

Við á Mannlífi tókum Twitter-færslu Brynjars til okkar og völdum þessa fallegu mynd af honum

Það hefur verið sannað í mýmörgum rannsóknum um heim allan að tónlist hefur áhrif á kaupvenjur fólks og að hægt sé að hvetja til aukinna kaupa með ákveðinni tegund af músík. Það vekur því athygli að engin tónlist er spiluð á pósthúsum landsins. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir það helgast af því að ekki sé hægt að spila tónlist á pósthúsunum.

„Það er í raun enginn búnaður til að spila tónlist í afgreiðslum Póstsins sem er ein stærsta ástæða þess að ekki hefur verið ákveðið að fara í þessa átt. Bakrými eru svo annað mál og starfsmenn hlusta eflaust á tónlist og/eða útvarp þar,“ segir Brynjar en samkvæmt samtölum við starfsmenn pósthúsa fékk blaðamaður þær upplýsingar að Pósturinn vildi ekki greiða stefgjöld. Er það rétt?

„Stefgjöld eru ekki það sem er að koma í veg fyrir að tónlist sé spiluð á pósthúsum, alla vega ekki þegar þetta var skoðað síðast,“ segir Brynjar og útilokar ekki að þetta verði endurskoðað einhvern tíma í framtíðinni.

„Við höfum skoðað þetta en síðast var ákveðið að spila ekki tónlist í afgreiðslum, eitthvað sem getur auðvitað breyst, það hefur hins vegar ekki verið tekin nein ákvörðun um það að svo stöddu. Þetta getur að sjálfsögðu breyst í framtíðinni. Við erum ekki með þetta til skoðunar í augnablikinu en að sjálfsögðu er vert að endurskoða þetta eins og annað.“

Blaðamaður Mannlífs fór á stúfana og talaði við starfsmenn pósthúsa víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Töldu einhverjir það miður að ekki væri hægt að spila tónlist á vinnustaðnum á meðan öðrum fannst það kærkomið. Hefur Brynjar orðið var við óánægju meðal starfsfólk vegna þessa fyrirkomulags?

„Ég hef ekki heyrt af óánægju með þetta, hvorki hjá starfsmönnum né viðskiptavinum, en ég vil hvetja fólk að heyra í okkur ef það telur að við getum bætt okkur þegar kemur að þessu eða einhverju öðru.“

Aðalmynd / Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts.

Út fyrir þægindarammann

|
|

Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem kitluðu hláturtaugar landsmanna með sketsaþættinum Þær Tvær um árið, eru með splunkunýja gamanseríu í smíðum.

Sjónvarp Símans kemur að nýju þáttunum sem þær Vala Kristín og Júlíana eru að vinna að ásamt Fannari Sveinssyni.

„Þetta er sex þátta sería, framhaldsþættir, með gamansömum tón,“ lýsir Júlíana, en að hennar sögn fjalla þeir um ungar konur sem hafa verið vinkonur frá því í leiklistarskóla. „Önnur er orðin húsmóðir sem er gift delluóðum manni og löngu búin að gefa upp von um líf í leiklistinni en hin enn þá að elta leikaradrauminn í örvæntingu. Dag einn fá þær tækifæri lífsins þegar þeim er boðið að vera með sjónvarpsþátt á besta tíma. Óvæntir hlutir gerast og húsmóðirin slær í gegn á meðan hin klúðrar stóra tækifærinu.“

Vala segir að þau séu þrjú að skrifa seríuna, þær tvær og Fannar Sveinsson sem mun einnig leikstýra. Samstarfið hafi gengið vel og þau séu nú að móta hvaða stefnu þau vilji taka. „Þá verðum við öll á sömu blaðsíðu þegar við hefjum tökur, en Fannar stýrir skipinu og við Júlíana getum þá bara einbeitt okkur af því að leika þessar persónur,“ segir hún og viðurkennir að það geti verið örlítið kaótískt að skrifa og vera með annan fótinn í framleiðslunni því þá hafi maður skoðanir og áhyggjur af öllu. „En eina ráðið við því er að ráða í lið með sér fólk sem maður treystir og leyfa því að vinna sína vinnu.“

„Við erum að fara langt út fyrir okkar þægindaramma. Inn á ótroðnar slóðir.“

Spurðar hvort nýju þættirnir verði í svipuðum stíl og Þær Tvær segja þær að þeir verði gamansamir líka. Helsti munur sé kannski sá að meðan Þær Tvær hafi verið sketsaþáttur, sem byggðist upp á stuttum fyndum sögum sem tengdust ekki innbyrðist, þá verði tveimur persónum fylgt eftir allan tímann í gegnum nýju seríuna og þeirra saga sögð. „Í Þær Tvær var spurningin fyrir okkur alltaf bara sú hvort okkur þættu hugmyndirnar fyndnar,“ segir Vala. „Nú reynir meira á að gera persónur sem eru sannar og áhorfendur geta samsamað sig með, en setja þær síðan í aðstæður sem eru fyndnar.“

Þær játa að mun flóknara ferli sé að skrifa samhangandi sögu en sketsa. Persónur og aðstæður verði að vera trúverðugar og það þurfi að huga að mörgum smáatriðum í sögunni til að atburðarásin gangi upp. „Við erum að fara langt út fyrir okkar þægindaramma,“ segir Vala „Inn á ótroðnar slóðir.“

Sem stendur eru þremenningarnir að vinna að handritinu. Vinkonurnar reikna með að þeirri vinnu ljúki í júní og þá taki framleiðslan við. „Draumurinn er svo að serían fari í loftið í haust,“ segja þær. Þó sé of snemmt að slá því á fast.

Gott rúm er gulli betra

Halldór Þ. Snæland er fæddur 1946 og er lyfjafræðingur en hann útskrifaðist frá HÍ, 1973. Hann ólst upp og hefur starfað við svampvinnslu og dýnuframreiðslu frá barnsaldri en hann er sonur Péturs V. Snæland og Ágústu Pétursdóttur Snæland, stofnenda og eigenda fyrirtækisins Péturs Snæland hf., sem stofnað var árið 1949.

Halldór Þ. Snæland.

,,Árið 1949 gangsettu foreldra mínir framleiðslu á náttúrulegum latexsvampi og var þessi verksmiðja ein af fyrstu latexverksmiðjum í Evrópu. Árið 1968 hófu þau framleiðslu á polyuretan-svampi og voru sömuleiðis meðal þeirra fyrstu í Evrópu sem það gerðu.“

Nú hefur þú upplifað tímana tvenna og fylgt fyrirtækinu eftir í áranna rás og fylgst með því vaxa og dafna. Getur sagt okkur aðeins frá þróun og vexti fyrirtækisins?

Miklar breytingar á rekstri fyrirtækisins hafa átt sér stað í áranna rás. Í upphafi var salan aðallega á hráefni til húsgagnaiðnaðarins sem var mjög blómlegur á þeim tíma og sala á tilbúnum dýnum til húsgagnaverslana, inn á sjúkrastofnanir og í fiskiskip. Minna var selt beint í almennri sölu til viðskiptavina. Síðar jókst sala til einstaklinga til mikilla muna þar sem margir voru að smíða sín eigin húsgögn bæði til nota inn á heimilum sem og í sumarbústöðum.“

Hefur margt breyst á þessum árum? 

„Eftir því sem tíminn leið fór samkeppnin á markaðinum að aukast með meiri innflutningi á tilbúnum húsgögnum og með inngöngu í EFTA átti sér stað mikið hrun í íslenskum húsgagnaiðnaði. Á árunum 1980-1995 hættu mörg góð bólsturfyrirtæki  og húsgangaverslanir rekstri. Þessar breytingar á markaðinum höfðu auðvitað mikil áhrif á okkar fyrirtæki þannig að breytinga var þörf. Árið 1991 sameinuðumst við Lystadún sem verið hafði í samskonar rekstri og Pétur Snæland hf. og úr varð Lystadún–Snæland ehf. með aðsetur í Skútuvogi. Þar var starfrækt svampframleiðsla, skurðarverkstæði, saumastofa og verslun þar sem seldar voru dýnur, rúm og svamphúsgögn og fleiri svampvörur.“

Kjarninn af fyrirtækjum sem myndar Vogue fyrir heimilið

„Árið 2000 keypti fyrirtækið verslunina Marco sem staðsett var í Mörkinni 8 og flutti fyrirtækið þangað með allan sinn rekstur. Þarna fékkst loksins gott verslunarhúsnæði þar sem betra var að markaðssetja vörur okkar til almennings. Valdimar Grímsson keypti Lystadún–Snæland og Marco árið 2001 og bætti síðan Vogue í safnið árið 2002. Þarna var kominn kjarninn af fyrirtækjunum sem mynda Vogue fyrir heimilið.“

Svampur er ekki bara svampur

„Ég hefði ekki starfað svona lengi hjá þessum fyrirtækjum ef ég mér þætti það ekki skemmtilegt. Svampur er ekki bara svampur eins og margir halda. Hann er til af ótrúlega mörgum gerðum og hægt er að nýta hann á ótal vegu enda er hann notaður í flest húsgögn, rúmdýnur, leikföng og margar hönnunarvörur.  Í verslunina koma mörg skemmtileg verkefni sem gaman er að glíma við. Í rauninni er mottóið hjá okkur það að ekkert sé ómögulegt fyrr en búið er að sannreyna að svo sé.“

Klæðskeraframleidd rúm og dýnur

„Þar sem mikil samkeppni er í sölu á rúmum og rúmdýnum höfum við kosið að velja okkur stað á markaðnum sem hentar okkur og okkar viðskiptavinum mjög vel. Þar á ég við „klæðskeraframleidd“ rúm og dýnur. Við höfum frá stofnun fyrirtækisins framleitt rúm og dýnur þar sem farið er í einu og öllu eftir þörfum viðskiptavina. Rúm sem við framleiðum eru ekki til á lager heldur er stuðst er við þarfir og óskir viðskiptavina hvaða efnisgerð er valin, það er að segja latex, kaldsvampur eða pokagormar og hvað varðar stífleika, stærð og útlit.“ Í dag á þetta enn betur við en áður, þar sem ný og betri efni til dýnugerðar eru komin á markað auk þess sem þekking manna á uppbyggingu góðrar dýnu er meiri. „Oft reynist það mönnum erfitt að velja réttan stíleika og gerð af dýnu í versluninni. Við gerum ráð fyrir þessu í framleiðslu okkar á dýnunum, þannig að það sé auðvelt að breyta þeim eftir á.“

Segðu okkur aðeins frá rúmunum, dýnunum sem þið eruð að selja, skiptir máli hvernig rúm/dýnu maður velur?

Þegar maður velur sér nýtt rúm þarf að vanda valið vel. Maður þarf að hugsa vel fram í tímann og reyna að ímynda sér hvernig rúmið reynist manni í náinni framtíð. Gott er að velja dýnu sem hægt er að breyta eftir að þú er búinn að kaupa hana og prófa í nokkra daga.“

Það sem ber að hafa í huga við val á dýnum:

 • Alltaf velja eins stífa dýnu og líkaminn þolir (án verkja).
 • Of stífum dýnum er oftast hægt að bjarga með mjúkri yfirdýnu.
 • Öll rúm mýkjast við notkun og því mýkra sem það er í upphafi þeim mun fyrr verður það e.t.v. orðið of mjúkt.
 • Svæðaskiptur stífleiki nýtist öllum mjög vel.
 • Gott er að dýnuver séu með rennilásum, þannig að hægt sé að taka dýnuver af og þvo og viðgerðir á dýnum eru auðveldari.
 • Ekki ákveða fyrir fram hvaða dýnu þú ætlar að kaupa.
 • Engin dýna er best fyrr en þú ert búinn að ganga úr skugga um að hún henti ÞÉR.
 • Dýna sem hentar frænda þínum er ekki endilega sú besta fyrir þig.
 • Dýrasta dýnan í búðinni er ekki alltaf sú sem hentar þér best.

„Að lokum segi ég þetta: „gott rúm er gulli betra“.  Þá er ég að tala um heilsurúmið þitt, sem þú velur sjálfur og líkama þínum líður vel á. Fátt er betra en að vakna úthvíldur að morgni, tilbúinn til að takast á við nýjan dag.“

 

Raddir